Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Page 24
fynr alvarlegu aíalli Fékk liún
mjög illkynjað fótasár sem hún
bjó að alla ævi eftir það. Var
þetta svo alvarlegt að aldrei sekk
hún óhölt eftir bað og oft þann-
ig að hún gat alls ekír stigið 1
fótinn. Hún leitaði til margra
lækna og dvaldi á sjúkrahúsi, en
allt var árangurslaust. nema rétt
i bili. Sennilega hefði þetta geng-
ið betur nú með þeirri tækm og
þekkingu, sem nú er fvrir hendi.
Ég hygg að slíkt áfall cvg hér
hefur verið lýst, hefði verið ærið
nóg, til að mörg unga konan hefði
rnisst kjarkinn, og má slíkt ekki
teljast óeðlilegt. því hart er að
vera dæmdur úr leik á bezta aldri.
En Margrét bar betta allt. með
stmingu og einstakri hugarró og
vann að sínu heimiii eftir sem áð-
ur, þótt hoppa vrði stundum á
einurn fæti miili vinilustaða.
Það var sérstakiega kært milli
þeirra systranna. móður minnar
og Margrétar. og er óhætt að segja
sð þær skiptu. bita og sopa 'milli
búanna. ef svo stóð á.
Guðjón föðurbróðir mion fædd-
ist á Þórustöðum 11. janúar 1888.
Hann ólst upp hiá foreldrum sín
um. og var hjá þeim þar til hann
tók við búi siáifur. Foreldrar hans
voru eins og áður er sagt Ólafur
Magnússon. Hallssonar frá Efri-
Brunna í Saurbæ, og Elisabet
Einarsdótt.ir Þórðarsonar í Snartar
tungu í Bitru. Voru bau á ýmsan
hátt hin merkustu hión. og bjuggu
á bórustöðum frá 1876 til 1911.
Guðjón var dugnaðarmaður,
verklaginn og snyrtimaður í aliri
umgengni, bæði utan húss og inn-
an, hafði létta lund, og oft með
gamanmál á vörum. Hann hafði
sérstakan áhuga á öllum veiði-
skap, og minnist ég margra
skemmtilegra stunda með honum
í veiðiferðum, bæði á sjó og landi.
Og síðari árin hafði hann gaman
af að rifja þetta upp. Hann var
ágætur fjármaður, og fór vel með
allar sínar skepnur:
Á Þórustöðum bjuggu þessi
góðu hjón í sambýli við foreldra
mína frá 1911 til 1929, og ég og
kona mín tíu ár í viðbót, eða til
1939, er þau hión fluttu að Gauts-
dal í Geiradalshreppi, til dóttur
sinnar og tengdasonar.
Þetta var því orðið óvenjplangt
sambýli hjá iafnstórum fjölskyld-
um, og lengst af var búið í til-
tölulega litlum torfbæ, þar sem
ekki var aðstaða tii að hver væri
sér með sitt, heldur var sama
eldavélin, sama búrið og allt eftir
því. í þessum litla bæ var oft 15—
16 manns, og þætti slíkt ekki við-
unandi nú á tímum, hvorki heilsu-
farslega séð, eða á annan hátt, og
oft hef ég hugsað um það, að það
merkilega gerðist, að aldrei hefur
neinn sjúkdómur komið upp í
þessum fjölskyldum, sem hægt
var að rekja til þeirra aðstæðna
er þarna voru fyrir hendi. Held
ég að einmitt þetta segi sína sögu
þezt, að þá fyrst og fremst um
húsmæðurnar, sem öli hirðing og
hreinlæti hvíldi á.
Sambýli við slík skilyrði, sem
hér hefur verið lýst, er að sjálf-
sögðu vandasamt, en ég held að
ekki þurfi annað en benda á þann
langa tíma sem hér um ræðir, til
að álykta, að allt hafi verið í sæmi-
legu lagl, og þó eitthvað væri, sem
ekki var fullt samkomulag um,
var það venjulega jafnað.
Börn þeirra Margrétar og Guð-
jóns voru þessi: Jónína Ragnheið-
ur var gift Grími' Arnórssyni
bónda á Tindum í Geiradal. Þau
hafa nú slitið samvistum. Eiga
þau eina dóttur og fvo syni. Ólafía
Elísabet gift Ingólfi Helffa'vni
fyrrv. bónda að Gautsdal í Geira-
dal. Eiga þau tvo syni og einn fóst-
urson. Gísli Kristján var kvæntur
Unni Rögnvaldsdóttur kennara á
Akranesi. Þau áttu þrjá syni. Gísli
Kristján lézt 12. júlí 1965. Hann
var sérstakt prúðmenni, og mikið
valmenni á allan hátt. Bjarni Guð-
jónsson, bifreiðastjóri, kvæntur
Steinunni Sigurðardóttur frá Efra-
Vatnshorni í Húnavatnssýslu. Þau
eiga son og dóttur. Jón rafvéla-
meistari kvæntur Arndísi Guð-
jónsdóttur frá Bíldudal. Þau eiga
son og dóttur.
Eins og fyrr er sagt, fluttu þau
hjón, Margrét og Guðjón til dótt-
ur sinnar og tengdasonar að Gaut.s
dal, og síðar með þeim til Akra-
ness. Að sjálfsögðu unnu þau að
búi þeirra í Gautsdal, eins og kraft
ar leyfðu, og eins og þau ættu
það sjálf.,
Gagnkvæmur skilningur ríkti
innan fjölskyldunnar, og þarna
leið þeim eins vel og bezt varð á
kosið. Ævikvöldið varð bjart og
hlýtt; og kunnu þau vel að meta
þá aðhlynningu, er þeim var veitt
til hins síðasta.
En þrátt fyrir það ágæta heim-
ilislíf er þau áttu við að búa. veit
ég að hugur þeirra dvaldi oft fyr-
ir norðan fjöllin, þar sem aðallífs-
starfið var unnið, og lífsbar.íttan
háð, þar sem vonirnar rættust og
erfiðleikarnir voru yfirstignir.
En yfir þeim bæ svífa nú að-
eins minningar sem eru geymdar,
en gleymast ekki.
Ég þakka þessum heiðurshjón-
um, og börnum þeirra fyrir
ánægjulegt sambýli- og samstarf.
Mér hefur alltaf fundizt við vera
ein fjölskylda.
Líkamsleifar þeirra Margrétar
og Guðjóns hvíla nú í Akranes-
kirkjugarði. Ég vona að yfir gröf
þeirra hvíli alltaf ró og friður.
Margrét Jóhanna lézt 31. des.
1966, en Guðjón 14. apríl síðast-
liðinn.
Það er heiðríkja yfir minning- .
unni um þau í mínum huga, og
svo mun um aðra, er þau þekktu.
Ólafur E. Einarsson.
24
fSLENDINGAÞÆTTIR