Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Side 27

Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Side 27
MINNING BÖÐVAR FRIÐRIKSSON, HREPPSTJÓRI Á SYÐRA-ÓSI Ac5 morgni þjóðhátíðardagsins 17. júní, barst sú fregn um Mið- fjörS, að Böðvar Friðriksson, hreppstjóri, á Syðra-Ósi, hefði o'rð ið bráðkvaddur að heimili sínu kvöldið áður. Fregnin kom óvænt, því að jafn vel þótt þeir, sem honum voru ná- kunnugastir, vissu að alvarlegur sjúkdómur hafði þjáð hann undan farið, vonuðu allir að umskiptin væru lengra undan. Böðvar fæddist á Stóra-Ósi, 22. október 1915, sonur hjónanna Frið riks Arnbjarnarsonar, hreppstjóra og ,konu hans Ingibjargar Þor- valdsdóttur, prests á Melstað, og eru í báðum þeim ættum, sem hér verða ekki raktar, mar.gt þjóð- kunnra og merkra manin. Hann ólst upp í stórum syst- kinahópi, á fjölmennu heimili, þar sem öll afstaða til almennings og nágranna, byggðist fyrst og fremst á eindæma gestnsni og greiðasemi. Þeir eiginleikar voru honum því í blóð bornir og fengu einnig ríkulega notið síns á hans heimili. komið út í mörgum tímaritum á ýmsum tímum. Má lesa upptaln- ingu á nokkru af því í Kennaratali ásamt ágripi af æviferli hans. Er þess að vænta, þó að síðar verði, að einhver gerist til að safna saman öllum kvæðum Hreiðars Geirdals, bæði beim sem birzt hafa í tímaritum á ýmsum tímum og hinum, sem hann kann að hafa lát- ið eftir sig í handriti, og öðru rit uðu máli og gefa út í einu lagi, til þess að það verði aðgengilegra, þeim sem gjarna vildu kynnast þessu betur. En þarna er áreiðan- lega til mikils að vinna. Akureyri 18. júní 1970. Sæm. Dúason. Hann kvæntist 1947, eftivlifandi konu sinni, Guðfinnu Jónsdóttur, frá Neðri-Svertingsstöðum, eru sjö efnileg börn þeirra uppkomin og hafa tvö þau elztu nú. stofnað sín eigin heimili. Honum var kær sá staður, er hann var fæddur og uppalinn á, og því reisti hann nýbýlið Syðra- Ós, úr Stóra-Ósslandi, stofnaði sitt heimili og bjó þar til æviloka. Hann tók við starfi hreppstjóra, að föður sínum látnum, 1948, og gegndi því síðan. Það segir sig sjálft, að mikið starf liggur á bak við það, að reisa nýbýli og koma sómasamlega upp stórum barnahópi. Starf bóndans er margþætt, og þeir einir inna það vel af hendi, er nokkra þekkingu hafa varðandi gróður jarðar og kunna að með- höndla skepnur. Þetta var Böðvari ljóst, hann stundaði nám við Bændaskólann á Hvanneyri, í tvo vetur, varð það honum mikill styrkur, en það að umgangast skepnur — sérstaklega sauðfé — var honum ekki erfiði heldur un- un. Ekki hefur Guðfinna látið sinn hlut eftir liggja, við að vinna að framgangi og hag heimilisins, þar hefur margan borið að garði og átt að mæta hlýjum viðtökum. Þó að Böðvar væri glaðvær. og hressandi gamansemi fylgdi hon- um jafnan, var hann einnig alvöru maður með heitar tilfinningar. og vinátta hans brást ekki. Hann hafði ákveðnar skoðanir og sagði meiningu sina hverjum semv ar, en með þeirri lagní að það særði ekki, enda hvgg ég. að hann hafi enga óvildarmenn átt. Hann hafði sérstakt yndi af söng og var mjög smekkvís i beim efn- um. Hann starfaði í karlakór allt frá sínum unglingsárum og eiga kórfélagar hans margar hugljúfar minningar frá því starfi og minn- ast hans með söknuði en þakka jafnframt samstarfið. Ég átti því láni að fagna, að vinna með Böðvari í unemennáfé- lagi, karlakór og opinberum mál- um. Á það samstarf hlióp aldrei snurða, allt það ber að þakka. Ég hefði óskað þess, að bað samstarf yrði lengra, en svo gat ekki orðið, og nú þegar leiðir skilia. óska ég honum af alhug góðrar ferðar. Ég votta eiginkonu, börnum og öðrum vandamönnum samúð mína og bið þeim blessunar. Benedikt Guðmundsson. ÍSLENDINGAÞÆTTIR 27

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.