Íslendingaþættir Tímans - 10.07.1970, Síða 31
bjargálnabúskapar á gamla visu.
Höfuökostir hennar töldust vera
nokkrar samfelldar engjaslægjur
og vetrarbeit fyrir sauðfé með
betra móti. Túnið þar var lítið og
næstum því alþýft. Jörðin hafði oft
ást verið í leiguábúð áður en Magn
ús fluttist þangað, sætt tíðum ábú-
endaskiptum og vanhirðu oftar en
skyldi. Bæjarhús voru þar Mtil og
úr sér gengin, og búpeningshús
engin að kalla utan tóftir einar.
Verkefni hins unga bónda til
uppbyggingar í Hraunholtum var
þvi miður meira en nóg og ekki
auðvelt fyrir efnaMtinn einyrkja,
eins og vegum og samgöngum var
þá háttað, jafnhliða því að hann
varð að standa skil á jarðarverð-
inu. En hann hófst ótrauður handa
og vann af kappi að húsagerð og
jarðabótum og þótti sækjast vel.
Allt gekk að óskum í Hraunholtum
næstu árin. Börnum þar fjölgaði
ört og efnahagur heimilisins
jókst jafnhliða. En óðar en varði
komu aðrir tímar er færðu mönn-
um nýjar kringumstæður og þung-
ar búsifjar. Kreppan svokallaða,
með gífurlegu verðfalli á landbún
aðarvörum, kom harkalega við í
Hraunhoitum, eins og annars stað-
ar. Önnur og alvarlegri tíðindi gerð
ust þar að áMðnu ári 1928. Þá
missti Magnús Borgihildi konu sína,
og fáum vikum síðar missti hann
einnig elzta barn þeirra hjóna,
stúlku 14 ára að aldri. Þetta var
Magnúsi þung áföll og miklar raun
lr. Nú stóð hann einn uppi með
stóran hóp barna, er voru lítt kom
in til þroska, og sú spurning gat
vaknað hvernig hann skyldi mæta
þeim kringumstæðum. En hann
gerðist staðráðinn í að halda
tryggð við jörð sína og bú og freista
þess, að veita börnunum þannig
uppeldi í föðurhúsum. Og það
heppnaðist honum að gera með
dugnaði sínum og iðjusemi, að því
undanskildu, að eitt barnanna,
Guðlaug, naut uppeldis annars stað
ar.
Veikindafaraldur sá í sauðfénaði
er kallaðist „mæðiveiki", og herj-
aði víða um land árum saman, fór
ekki framhjá garði í Hraunholtum,
heldur lét þar svo að sér kveða
að Magnús bóndi sá sér þann kost
vænstan að hætta allri sauðfjár-
rækt í nokkur ár, þess í stað jók
hann þá kúastofn sinn og mjólk-
urframleiðslu.
Baráttusaga Magnúsar í Hraun-
holtum verður ekki rakin hér frek-
ÍSLENDINGAÞÆTTIR
ar en orðið er, heldur látið duga
að skýra frá nokkrum niðurstöð-
um.
Fyrsta búskaparár hans i Hraun
holtum taldist gott grasár, þá fékk
hann af sínu þýfða túni 50 hest-
burði af heyi. Þegar hann hafði
alsléttað túnið, og þess varð ekki
mjög langt að bíða, og stækka það
með útrækt eins og unnt var, þá
gaf það af sér 400 hesta heys, þar
með taMnn heyfengur af nokkurri
nýrækt utan túns.
Magnús byggði upp af stein-
steypu öll hús jarðarinnar og eru
þau þessi: íbúðarhús 8x11 álnir
með kjallara og íbúðarrisi. Fjárhús
yfir eitthundrað fjár. Fjós yfir 5—
7 nautgripi og safngryfja undir.
Hlaða yfir 400 hesta af heyi og
tvær litlar votheysgryfjur, hesthús
yfir 4 hross.
Magnús smíðaði sjálfur öll þessi
hús án tilsagnar, og vottar það
hyggjuvit hans og lagvirkni. Timb
ur, sement og járn til bygginganna
gat hann fengið flutt heim til sín,
að mestu leyti með nútíma flutn-
ingatækjum, en því var ekki að
heilsa með aðdrætti á sandi í
steypublönduna. Sandinn varð að
sækja á strönd Oddastaðavatns og
þangað var drjúgur spölur og ekki
unnt að koma þar við ökutækjum.
Var því ekki annars kostur en nota
áburðarhesta. Og á þann hátt hafði
Magnús dregið að sér 1000 hest-
burði af sandi áður en vegabætur
skópu honum skilyrði til slíkra að-
drátta, ' með hagfelldara móti.
Magnús Sumarliði er meðalmað-
ur á hæð og gildur á velli, burða-
maður góður og þrekmaður í bezta
lagi á sínum manndómsárum,
skyldurækinn, verklaginn og
drjúgvirkur. Hann var snemma
gefinn fyrir smíðar, tamdi sér
húsasmíði af sjálfsdáðum og var
eftirsóttur í þeirri grein og gerðist
hjálparhella margra við húsabygg-
ingar, bæði innan og utan sveitar
sinnar. Hann er hæglátur í dagfari,
fámáll, rólyndur og æðrulaus og
frásneyddur öllu stærilæti, en jafn
an glaður í glöðum hópi. Honum
hefur alltaf þótt gaman að dansa
og hefur sótt þess háttar skemmt-
anir ef ástæður leyfðu. Dansi vand
ist hann þegar á barnsaldri í glöð-
um systkinahópi undir hand-
leiðslu ljúflyndrar og söngelskrar
móður. Og þrátt fyrir háan aldur
áf hann það enn til að taka sér
fjörugan snúning á dansgólfi.
' G.J.
Aki
Kristjánsson
Framhald af bls. 32
Niður bryggjuna gengur skeggj-
aður maður með hatt á höfði og
stingur við í spori. Myndin er skýr
í huga mér. Maðurinn tekur til
við að stjórna fyrirkomulagi vinn-
unnar og var ómyrkur í máli við
yngri menn, er voru þar við vinnu
líka, en þó var einhver léttleika-
blær yfir samtaMnu, meir en orð-
in gáfu tilefni til. Þessu kynntist
ég betur síðar. „f minni tíð“ (á
Djúpavogi miðuðu sumir tíma-
mörk við hvern kaupfélagsstjóra,
sem var þennan tíma. Þannig var
sagt ,,í Þórhalls tíð“, „í Jóns
Gunnarssonar tíð“ o.s.frv.) vann
Áki við Hfrarbræðslu og bræðslu
á mör. Var við uppskipun og af-
greiðslu utanbúðar auk margs
annars, sem til féll í rekstri fé-
lagsins. Allt, sem'hann var beðinn
um að gera, leysti hann af hendi
með stökustu trúmennsku og ná-
kvæmni. Eitt verk held ég að all-
ir kaupfélagsstiórar hafi falið hon
um, en það var að gæta að því
hvort allar hurðir væru ekki læst-
ar. Hann hafði það fyrir vana, að
ganga á hurðirnar í þessu skyni.
Margt handtakið vann hann ótil-
kvaddur, er hann sá að hlutirnir
voru öðruvísi en þeir áttu að vera.
Kaupfélag Berufjarðar á honum
mikið að þakka, þvi við það var
hugur hans allur og kom það oft
niður á heimilislífi hans í sam--
bandi við f jarvistir.
Áki hefur aflað sér margra vina,
sem minnast hans vegna hnytt-
inna tilsvara og hinnar góðlátlegu
kímni. Margir eru embættismenn-
irnir, sem búnir eru að koma til
starfa á Djúpavogi, sem hafa not-
ið lipurðar hans i sambandi við
að koma sér fvrir og koma sér
baðan aftur. Fvrir marga hefur
hann pakkað dóti og efins er ég
um að nokkuð af því hafi brotnað
í flutningi.
Áki minn. Okkar beztu kveðjur
til þín og þíns fólks. Megir þú eiga
glaðan dag með vinum þínum nú
og í framtíðinini.
Þorsteinn Sveinsson.,