Íslendingaþættir Tímans - 02.12.1970, Qupperneq 3
og þá sungið við raust að hætti
sjómanna, svo að undir tók í Skála
bjargi. Mér hefur orðið alltíðrætt
um æskuheimili Haralds, en það
er af því, að mér fannst það vera
sá vermíreitur, sem þroska mundi
gott fólk, enda reyndist það rétt,
því að þrátt fyrir sviptivinda, sem
leika stundum um hið hrjúfa tafl-
borð mannlegs lífs, bar Haraldur
það ávallt með sér til hinztu stund
ar að hafa átt gott heimili i æsku
sinni og góða foreldra.
Haraldur var prýðilega gefinn
og naut góðrar menntunar í æsku,
var meðal annars tvo vetur í Eiða-
skóla og útskrifaðist þaðan með
ágæta einkunn. Snemma mun þó
hugur Haralds hafa hneigzt að sjó-
mennsku, enda varð hún að mestu
hans ævistarf, og er það að nokkru
skiljanlegt, hann hóf sína fyrstu
göngu við sjóinn og mun sjórinn
því hafa heillað barnsaugun, þó að
stundum væri hann úfinn og ógn-
vekjandi, þá gat hann líka verið
mildur og lokkandi. Haraldur var
duglegur sjómaður og æðrulaus á
hverju sem gekk. Hann var einn
af skipshöfn þeirri, sem veturinn
1940 lenti í hrakningunum miklu
á m/b Kristjáni frá Sandgerði og
var þá almennt talinn af, en eftir
að hafa hrakizt úti á reginhafi
undan stórsjóum og hvassviðri,
tókst þeim á 11. degi að ná landi
hjálparlaust, matarlausir og að
sjálfsögðu þrekaðir mjög. Slíka of-
raun leysa ekki af hendi nema úr-
vals sjómenn. Saga þessara hrakn-
inga er skráð í bókinni Brim og
boðar.
Haraldur var á góðum aldri
neyddur til að yfirgefa sjómennsk-
una vegna alvarlegs áfalls, er hann
hlaut á sjónum, en fékk aldrei að
fullu bætt. Mun það ekki hafa ver-
ið honum með öllu sársaukalaust,
að þurfa að nausta skip sitt þann-
ig fyrir fullt og allt. En þótt í land
væri komið, vann Haraldur ætíð
við störf, er vörðuðu sjávarútveg.
Hann var í nokkur ár, meðan
heilsa hans leyfði, starfandi við
frystihús á Tálknafirði og bar fólk
inu þar góða sögu. Síðustu tvö ævi
ár sín dvaldi Haraldur sem vist-
maður á Hrafnistu og undi þar vel
hag sínum, enda var hann þar á
meðal gamalla sævíkinga og afla-
kónga, auk þess umvafinn um-
hyggju góðra systkina, sem með
söknuði kveðja nú látinn bróður
sinn og þakka honum samfylgd-
ina. Svo gera og aðrir vandamenn.
Haraldur var ókvæntur alla ævi
og barnlaus.
Haraldur var góður drengur í
fyllstu merkingu þess orðs og þrek
menni í lífsbaráttu sinni, er iét,
eins og sjómenn kalla það, upp í
horfa á meðan fært var og sló
ekki undan, fyrr en úthafssjór lífs
ins var orðinn honum ófær.
Jón og Margrét, sem nú eru
bæði látin fyrir mögum árum, eign
uðust 10 börn, svo oft mun
Margrét hafa gengið þreytt til
hvílu, þó að slíkt sæist ekki að
morgni. Nú eru fimm af börnum
þeirra látin, en þau sem eftir lifa
eru:
Fanney, ekkja Þorláks Árnason-
ar. Hann var um tíma útgerðar-
maður á Skálum, en vann síðar við
útveg Jóns. Þorlákur er látinn fyr
ir nokkrum árum. Fanney er bú-
sett í Reykjavík.
Anna María, gift Stefáni Jóhanns
syni, aðalvarðstjóra, búsett í
Reykjavík.
Einar Ingvar, fyrrv. bátsmaður á
m/s Gullfossi, giftur Katrínu Sig-
urjónsdóttur, búsettur í Reykjavík.
Elínborg, gift Agli Þorsteinssyni,
starfsmanni hjá Rafveitu Reykja-
víkur, búsett í Reykjavík.
Sigríður, gift Ara Björnssyni,
rennismið, búsett í Reykjaví'k.
EMsa, ekkja Sigurðar Jónssonar,
sem látinn er fyrir rúmu ári. Hún
er búsett í Reykjavík.
Allt er þetta ágætis myndarfólk,
sem ber því vitni að vera af góð-
um og traustum stofnum komið.
Þá er með línum þessum komið
að skilnaðarstundinni. Ég kveð
með virðingu Harald minn frá
Skálum, sem nú er lagður upp í
sína hinztu siglingu. Hafi hann
hjartans þökk fyrir samverustund-
ir okkar, og bið ég honum vel-
farnaðar til æðri heimkynna hand-
an við móðuna miklu, þar sem
systkini og ástríkir foreldrar bíða
að elskulegur sonur komi í höfn.
Kjartan Bjarnason. ,
r
Þessi mynd er af Jóni M. Kjer-
úlf á Hrafnkelsstöðum í Fljóts-
dal, en hann lézt 29. sept. s.l.
og birtust minningargreinar um
hann í síðasta hefti íslendinga-
þátta. Þau mistök urðu, að með
greinunum birtist mynd af öðrum
Jóni Kjerúlf, frænda hins og al-
nafna, en sá Jón Kjerúlf á heima
á Reyðarfirði. Mistökin stöfluðu |
af því, að engin-mynd fylgdi grein
unum frá höfundum, en í mynda- }
mótasafni Tímans var %11 mynd I
af Jóni Kjerúlf, þótt hún reynd- ’
ist af öðrum manni samnefndum.
— íslendingaþættir biðja velvirð-
ingar á mistökunum.
•i
ÍSLENDINGAÞÆTTIR