Íslendingaþættir Tímans - 02.12.1970, Side 5

Íslendingaþættir Tímans - 02.12.1970, Side 5
MINNIN Anna og Guðjón á Hreiðarsstöðum Er dagsönnin minnkar, kliður- inn af eigin hamarshöggum lækk- ar, þá taka að berast til þín óm- ar liðinna stunda er eignast skýrar mál, því meiri sem verður um þig sjálfan þögnin. Þú finnur, að í gegnum allt hafa þær fylgt þér, iífsstundirnar, orðið hluti af þér sjálfum, þín einasta varanlega eign, Þessar stundir eru flestar tengdar mönnum, bræðrum þín- um og systrum, sem hafa gefið þér þannig, að þú hefir sjálfur orðið stærri af. Og þær eru sum- arhlýjar, fylla brjóst þitt þökk, sem gerir haustið bjart og fagurt. Ég man sjálfan mig lítinn snáða meðal svarfdælskra jafnaldra í bað stofunni á Hreiðarsstöðum. Við vorum að læra að draga til stafs og Iesa króka á blöðum. Við þetta varð veröldin stór og umgjörð Hreiðarsstaðaheimilisins varð eins og hlið til þeirrar veraldar. Hús- freyjan, hún Anna, virtist kunna allt, gat alltaf leitt okkur að nýj- um fjársjóðum, er hún manaði okkur til þess að eignast. Hún krafði okkur um vinnu við það að verða menn, krafði okkur um að þjálfa tungu, svo að hún gæti kveð ið að orðum, krafði okkur um þjálf un handar, svo að hún stýrði penna en ekki öfugt. Og ekki vant aði virðinguna, er við liturn á sterku hendurnar hans Guðjóns húsbónda. Hann átti aflið í líkama sínum, er okkur dreymdi um að eignast, verkfærin hlýddu honum á þann hátt er við ætluðum síðar að eignast kunnáttu til. Og er svefninn seig á brá, eftir annasam- an dag, þá birtust þær vonirnar íklæddar góðleik og vizku Önnu, stærð og krafti Guðjóns. Anna húsfreyja fæddist að Þor- steinsstöðum í Svarfaðardal 12. des. 1876. Foreldrar hennar voru Jón Runólfsson og Elísabet Guð- rún Björnsdóttir er þar bjuggu þá. Hún hafði vart slitið fyrstu barns- skónum, er hún fluttist með for- eldrum sínúm að Hreiðarsstöðum 1 söniu sveit og dvaldi þar æ síð- an. Anna óx upp til mikils þroska í skjóli foreldra sinna, tamdi hug og hönd svo eftir var tekið. Lífið hafði líka verið gjöfult við hana. Það rétti henni minni sem var langt fram yfir það sem venjulegt er, gaf henni fínleik handa og slíka persónutöfra, að eftir henmi var tekið, hvar sem hún fór. Já, þeir voru margir ungu mennirnir sem áttu drauma um sig og Önnu. En lífið snart brjóst hennar með sprota sínum og draumaprins hennar var ungur sveinn frá Tjarn argarðshorni, Guðjón Daníelsson að nafni. Hann fæddist þar 18. febr. 1865. Guðjón átti þrosk- vænstu manna. Hann var mikill vexti, og með aðdáun ræddu menn um hið mikla afl hans, og biðu svona í laumi, að það yrði reynt til fulls. Hann hafði víða farið og tekið til hendi, stýrt bátum til fiskjar, stjórnað hleðslu í vegg. Já, hvert það verk, er honum var falið þótti í góðum höndum. Þeir ræddu um það gömlu mennirnir, að Guðjón væri mannsefni, svo ÍSLENDINGAÞÆTTIR S

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.