Íslendingaþættir Tímans - 02.12.1970, Side 6
NNING
Katrín Kjartansdóttir
Fædd 10 ágúst 1880.
Dáin 25. september 1970.
Katrín Kjartansdóttir, Njáls-
götu 2, andaðist aS Elliheimilinu
Grund þann 25. sept. s.l. og var
til moldar borin frá Dómkirkjunni
þann 5. október.
Katrín fæddist aS Útgörðum á
Stokkseyri 10. ágúst 1880, dóttir
hjónanna Kjartans Einarssonar og
Sigríðar Valdadóttur. En þega-r
Katrín var 6 mánaða drukknaði
faðir henmar svo að móðir hennar
stóð ein uppi með hana og Þóru
systur hennar tvegigja ára, og það
vita aliir, hvað erfitt var 1 þá daga,
að standa ein uppi með tvö börn.
Móðir Katrínar kom henni í fóst
ur til valinkunnra sæmdarhjóna,
Önnu Guðnadóttur og Guðmundar
Guðnasonar. Þau bjuggu á Gýgjar-
hólskoti í Biskupstungum og
reyndust Katrínu eins og beztu
foreldrar. Þar ólst hún upp í glöð-
u-m systkinahópi til 18 ára aldurs.
En þá dró skyndilega ský fyrir
sólu.
Fósturforeldrar hennar létust,
fóstursystir og systir húsfreyjunn-
ar í sömu vikunni, og voru öll
lögð í eina gröf. Þetta var mikið
áfall fyrir Katrínu, þvi að hún
elskaði þau eins og þau væru henn
ar eigin foreldrar.
Næstu árin vann hún fyrir sér,
ýmist sem kaupa- eða vimnukona,
en 17. maí 1905 giftist hún sveit-
unga sínum Páli Kr. Jónssyni f-rá
Kjóastöðum, og taldi hún það sí-na
mestu gæfu. Hann var duglegur
heiðursmaður og hjónaband þeirra
mjög farsælt í alla staði.
Um 1950 missti Páll heilsuna og
var að mestu leyti rúmfastur í níu
ár. Þá sýndi Katrín hvaða mann-
kostakona hún var, þvi að hún
hjúkraði homum heima allan tím-
ann, nema síðustu mánuðina. Hann
lézt 20. nóvember 1959.
Eftir það bjó Katrín ein í litla
húsinu sínu, meðan heilsa og kraft
ar ent-ust. Hún var gestrisin og
mjög trygglynd, og þeir sem hún
batt vinfengi við, voru vinir henn-
ar til æviloka.
Síðustu fjögur árin var hún rúm
íöst, en hún æðraðist aldrei. svar-
aði allíaf á sömu leið, ef hún var
sp-urð, hvernig hún hefði það. „Ég
hef það gott, og það eru allir góð-
ir við mig“.
Þannig tók hún þessari löngu
legu. Og nú vil ég kveðja hana
með sömu orðunum, sem hún
'kvaddi mig ávallt með:
„Guð blessi þig og þakka þér
fyrir allt“.
Að kveðjustund er komið
ég kyssi vanga þinn.
Eftir vetur kemur vorið
og vermir huga minn.
Jónheiður Níelsdóttir.
renndi þá grun í, að honum hefði
safnazt fé.
6. nóv. 1896 var gleðidagur á
Hreiðarsstöðum, því þann dag gift
ust þau Ann-a og Guðjón. Men-n
áttuðu sig fljótt á því. að það var
jaímræði með þeim. Þau gengu til
verka sinna af eldmóði og bjart-
sýni aldamótaáranna. Þúfur misstu
kollinn, skakkir veggir voru rifn-
ir og hærri risu hús f-rá jörðu.
Þar kom líka, að Hreiðarsstaðir
voru taldir með bezt setnu jörð-
um í Svarfaðardal. Slíkan mann,
sem Guðjón, vildu bændur því til
ábyrgðastarfa og neyddu hann í
hreppsnefnd um stund. En búið
var heimur þeirra hjóna allur, þau
skildu í hverju eign þeirra var,
sóttust ekki eftir áhrifum í fél-ags-
málúm, en helguðu börnum sínum
starfsdagi-nn allan. f þeim vissu
þau einan v-eg í framtíðarlönd. Já,
lífið hafði verið ósköp gjöfult við
þau og það lagði þeirn í fang átta
börn til umönnunar og stuðnings
til morgundags. Þau eru:
Jón Baldvin f. 4. júlí 1897, d. 2.
ágúst 1943.
Sveinbjörn f. 30. sept. 1899,
bóndi á Hreiðarsstöðum.
Elísabet Guðrún, f. 4. júiní 1901,
búsett á Hreiðarsstöðum.
Daniel, f. 5. sept. 1905, búsettur
á Akureyri.
Laufey Margrét, f. 18. júlí 1908,
d. 14. okt. 1909.
Þó-rir Marinó, f. 28. sept. 1910,
d. 1. febr. 1911.
Guðrún Laufey, f. 8. sept. 1913,
búsett á Hreiðarsstöðum.
Friðrika Margrét, f. 2. okt. 1916,
húsfreyja á Daivík.
Hvorki verkum þeirra hjóna né
þeim sjálfum var -gefin eilíf æska.
Þegar eTli kerling tók að mæða á
Guðjóni. lét hann bú sitt í hendur
sona sinna tveggja, hinna elztu.
Og eftir að Guðjón kvaddi þennan
heim. 30. sept. 1952, var Anna enn
í húsfreyjusæti hjá syni sínum, allt
til hún lézt hinn 19. apríl 1970.
Ég ætlaði mér aldrei þá dul að
gefa ykkur tæmandi lýsingu á þess
um mætu hjónum, vildi aðein-s
minna hina yngri á, hver fjársjóð-
ur það er að fá að kynnast fólki
sem Önnu og Guðjóni. Slíkt fólk
mainar til þroska, gerir lífið feg-
urra, gerir lífið betra.
H-afi þau þökk fyrír það er þau
réttu ungum dreng forðum og
hann metur nú meðal dýrustu ger-
sema sinna.
®lessuð sé minning þeirra.
Guðjón Anton Sigurðsson
frá Grund.
6
ÍSLENDINGAÞÆTTIR