Íslendingaþættir Tímans - 02.12.1970, Síða 7

Íslendingaþættir Tímans - 02.12.1970, Síða 7
MINNING PÁLMI ÞORSTEINSSON Fæddur 1. júní 1895. Dáinn 15. júlí 1970. Við Pálmi Þorsteinsson vorum jafnaldrar. Lika vorum við bekkj- arbræður í Gagnfræðaskólanum á Aikureyri um miðjan annan áratug þessarar aldra. Áður en í skólann kom, höfðum við aldrei haft veð- ur hvor af öðrum. Mér er enn fersk í huga minn- ingin um Pálma frá þessum skóla- árum, þótt meira en hálf öld sé síðan liðin, og þó að ýmsir aðrir, sem voru samtímis mér í skólan- um, séu gleymdir og háifigleymdir. I-Ivers vegna man óg hann svo vel? Og hvers vegna fann ég til djúptæks sársauka, þegar óg frétti, aþ hann væri aiiur? Ekki var það vegna þess, að við yrðum sérstaklega nánir félagar. Hann var dulur og fáskiptinn. En hann skar sig eítirminnilega úr liópnum. Hann bar með miklum glæsibrag af öllum skólabræðrum sínum í leikfimi. Gat þó varla hafa verið mikið þjálfaður áður, því hann var sveitamaður. í gamangrein, sem einhver rit- aði um skólafólkið í skólablaðið, var sag‘. um hann, að engin jarð- stjarna mundi verða nógu stór fyr ir hann í leikfimi síðar meir, nema Júpíter. Mér er ógleymanlegt hversu mjúklega hann tók „heljarstökk úr kyrrstöðu" aftur á bak sem áfram. Eða „flugs‘.ökkið“ með til- hlaupi hátt og iétt. í áflogum og glímu fann við- fangsmaður naumast, hve sterkur Pálmi var, vegna fjaðurmagnsins, sem lét undan átaki, en bjargaði eigi að síður prýðilega frá faili. Pálmi var óáleitinn en geðríkur. Kappsfullur án yfirlætis. Endur- liratt eldsnöggt, ef honum var hrundið. Einþykkur — stundum sér til óþæginda, — en einþýkkni hans var ofin úr svo góðum þátt- um, að hún vakti hjá mér virðingu og hlýhug. Hann hafnaði með fálæti „vin- áttu viðhlæjenda", ef hann fann ÍSLENDINGAÞÆTTIR ekki fulikominn heilindi bak við brosið. .Hann falsaði ekki steðjann, mað ur sá., Pálmi Þorsteinsson var Skagfirð ingur. Fæddur að Ytri-Hofdölum, en fluttist kornungur með foreldr um sínurn að Hjaltastöðum í Blönduhlíð og ólst þar upp. For- eldrar hans voru hjónin: Þorsteinn Hannesson bóndi og Jórunn Andrésdóttir. Þorsteinn var sonur Hannesar Halldórssonar bónda á Bjarnastöð- um í Kolbeinsdal. Kona Hannesar var Sigurlaug Guðrún Þorsteins- dóttir frá Ytra-Hvarfi í Svarfaðar- dal. Jórunn var dóttir Andrésar Björnssonar bónda í Stokkhóima í Skagafirði og konu hans Herdísar Pálmadóttur frá Syðra-Vallholti i sömu sýslu. Nöfnin Andrés og Pálmi minna á það, að í þessum ættum áttu rætur Andrés Björns- son skáld og Pálmi Hannesson rekt or. Pálmi Þorsteinsson átti sex syst- kini og var yngstur systkina sinna. Ungur missti Ihann föður sinn, en móðir hans bjó áfram með börn- um sínum aiilengi. Mun Pálmi hafa í uppvextinum kynnst því, hvað er að búa við kröpp kjör og þurfa á vinnudag og sjálfsafneitun að halda, en það fékk auðvitað margur á þeirri tíð að reyna. En Pálmi var brattsækinn ung- ur maður. Eftir skólavistina á Ak- ureyri vildi hann ekki láta staðar numið á menntabrautinni. Fór í Verzlunarskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi. Sneri því næst aftur heim í hérað sitt. Gerðist þar barna- og unglingakennari á vetr- 'Um. Kenndi sund og fleiri íþróttir á vornámskeiðum. Mun hann á þessum árum hafa verið mestur fimleikamaður í Skagafirði og þó víðar væri leitað til samanburðar. H'laut hann oft verðlaun fyrir íþróttaafrek — eft- ir því, sem ég hef heyrt. Hinn 31. júlí 1927 kvæntist Pálmi heitmey sinni, Sigrúnu Guð- mundsdótfur bónda á Reykjarhóli í Skagafirði. Bjuggu þau ásamt for- eldrum hennar — Guðmundi Guð- mundssyni og Guðrúnu Guðmunds dóttur — til ársins 1930 að Reykj- arhóli. En þá fengu þau hluta úr landi Reykjarhóls og byggðu á þeim hluta nýbýlið Varmahlíð, sem nú er orðinn kunnur staður og stór í sniðum. í Varmahlíð bjuggu Sigrún og Pálmi til 1935. Þá fiuttust þau til Reykjavikur. Réðist Pátmi skrif- stofu- og eftirliismaður hjá Lög- gildingarskrifstofunni. Hjá þess- ari stofnun var hann starfsmaður þar til í febrúar 1962, að hann varð að hætta sökum þess að heils an var þrotin. í starfinu gat hann sér það orð að vera í bezta lagi hagvirkur og samvizkusamur. Pálmi og 'kona hans eignuðust einn son, Guðmund Hjalta, efnis- barn, sem missti heilsu á æslcuár- um og dó 1951 aðeins rúmlega tvítugur. Var það ástvinum óum- ræðilegt harmsefnr. Þungi þvílíks böls er öilum mannlegur herðum oftak. Við Pálmi skrifuðumst á no'kkr- 1

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.