Íslendingaþættir Tímans - 02.12.1970, Side 8
JÓN GUNNLAUGSSON
FRÁ MJÓAFELLI
Fæddur 13. febr. 1899.
Dáinn 19. október 1970.
Er ég frétti að vinur xninn, Jón
frá Mjóafelli hefði látizt af slysför-
um, hugsaði ég með hryggð,
„þurfti það þá að gerast <með þess-
um hætti“. En brátt áttaði ég mig
á því að einmitt svona skyndilega
hefði hann kosið að fara. Engin
sjúkdómslega, enginn ellihrum-
leiki, og síðast en ekki
sízt, vera ekki öðrum byrði.
Því eins og hann var sjálf-
ur fram úr hófi gestrisinn og
fús að gera öðrum greiða, var hon-
um lítt að skapi að leita á náðir
annarra. Það lauk vissulega merki-
legum og ánægjulegum þætti í lífi
fjölskyldu minnar við fráfall þessa
góða vinar og „fóstra“ mannsins
míns, en svo kallaði hann Jón jafn-
an, og ekki að ástæðulausu, því
hann dvaldist á heimili Jóns ÖU
sumur frá því hann var á fyrsta
ári og til 17 ára aldurs, og nokkra
vetur að auki. Síðar voru synir mín-
ir nokkur sumur á Mjóafelli, svo
það er margs að minnast og margt
að þakka þessum öðlingsmanni.
um sinnum fyrstu árin eftir að
skólavistinni á Akureyri lauk. En
svo féllu bréfaskiptin niður, eins
og gengur. Páimi hafði ágæta rit-
hönd og var stílmaður góður.
Mörgum árum seinna heimsótti
hann mig á Húsavík oftar en einu
sinni, því hann ferðaðist fyrir Lög
gildingarskrifstofuna víðsvegar
um land, til þess að líta eftir að
mælitæki viðskiþtastofnana væru
rétt. ,
Var mér kært að fá hann í heim
sókn og rifja upp gömlu kynnin.
Einnig hitti óg hann seinna
nokkrum sinnum í Reykjavík. Þá
komst ég'að raun um, að hann
Það var ávallt tilhlökkunarefni hjá
okkur er von var á „Nonna“ á
Mjóafelli í heimsókn. Engan hef
ég þekkt sem hafði betra lag á að
umgangast börn og unglinga, og
ræddi hann þá jafnan við þau sem
fullorðin væru, en þó með þeim
hætti að þau máttu vel skilja, enda
lá honum ekki slangurmál á tungu.
Hann viðhélt líkamshreysti sinni
~Var mjög hagur á smíðar og list-
munagerð margskonar, Við þess-
háttar iðju eyddi hann síðustu ár-
um ævi sinnar og iét lítið fyrir sér
fara.
Pálmi Þorsteinsson hafði hlotið
margskonar og mikilsverða hæfi-
•leika í vöggugjöf. Ég hefi drepið
á nokkra þeirra. Hæst ber í Jiuga
mér til yfirburða, fimleikahæfn
ina. Hún var framúrskarandi, á
því er enginn efi.
Ég kenni til sársauka af því mér
virðist að þessi góði drengur hafi
ekki fengið að njóta vöggugjaf-
anna sem skyldi. Ef hann hefði
verið ungur maður nú, mundu
íþróttasamtök landsins hafa skap-
til síðasta dags, enda mátti með
sanni segja að hann væri einstakt
hraustmenni, jafnt til lífcama og
sálar. Ég hygg að ekki hafi marg-
ir séð Jóni bregða við hinum ýmsu
áföllum í lífinu, enda hafði hann
þá líísskoðun að fæðing og dauði
væru jafn eðlileg og sjálfsögð fyr-
irbæri. Trú hans á endurfundi við
látna ástvini var einlæg, og áreið-
anlega aðalástæðan fyrir æðruleysi
hans á erfiðum stundum. Enda
minntist hann nýlega ungs vinar
síns með þessum línum: „Hér við
skiljumst og hittast munum á feg-
insdegi fira“, og hvað hann ekki
hafa fundið annað er lýsti skoðun
sinni betur á þessum málum. Ég
mun ekki rekja æviatriði Jóns,
enda hefur það verið gert svo vel,
að ég hef þar engu við að bæta.
Ég og fjölskylda mín minnumst
með kæru þakklæti vináttunnar
við heimilisfólkið á Mjóafelli í
Fljótum, en Jón bjó þar lengst af
með aldraðri móður sinni Sigríði
og síðar kom Guðrún systir hans
í heimilið með ungan son sinn,
Hauk Gíslason, og var Jóni mjög
annt um velferð þessa unga
að honum skilyrði til víðfrægra af
reka.
Sé það rétt, sem skáldspekingur
inn Einar Benediktsson segir:
„Bölið, sem aldrei fékk uppreisn
á jörð,
var auðlegð á vöxtum í guðanna
ríki“,
þá er að vísu öllu borgið.
Beztu þakkir fyrir kynninguna
gamli skólabróðir. Njóttu vel auð-
iegðar þinnar í guðanna ríki. Megi
minningin um þig, hinn fjölhæfa
og drengilega mann, milda sorgir
efíiriifandi konu þinnar.
Karl Kristjánsson-
ISLENDINGAÞÆTTIR