Íslendingaþættir Tímans - 02.12.1970, Page 13
MINNING
Ingibjörg Hákonardóttir
frá Reykhólum
Fædd 14.11 1894.
Dáin 7.9. 1970.
„Áfram geisar aldastraumur",
óðfluga og óstöðvandi ber hann
okkur öll áfram í skaut hins eilífa
og ókunna. Aldrei erum við áþreif-
anlegar á þetta minnt, en er við
kveðjum einhvern samferðamann-
inn í hinzta sinn. Flest okkar, sem
„litum dagsins ljós“ á fyrsta tug
aldarinnar, hafa margoft mætt
þessari áminningu- Hraðar og hrað-
ar þynnist fylking góðkunningj-
anna, og æ ofan í æ höfum við
orðið að sjá á bak einhverjum fé-
laga og vini frá æskuárunum og
bernskubyggðinni. Þar minnist ég
nú seinast frú Ingibjargar Hákon-
ardóttur frá Reykhólum.
Ingibjörg fæddist að Borg í
Reykhólasveit og í þeirri sveit lágu
hennar ættarrætur. Þaðan var fað-
ir hennar, Hákon Magnússon, upp-
runninn og ættaður, en móðirin,
Arndís, var dóttir hins kunna stór-
bónda og athafnamanns, Bjarna
Þórðarsonar á Reykhólum, er þar
bjó við rausn mikla seinustu ára-
tugi 19. aldarinnar. Körnung flutt-
ist Ingibjörg svo með foreldrum
sínum að Reykhólum 1899 er tóku
þá þar við búi. Við Ingibjörg vor-
um því ekki einungis sveitungar
frá upphafi heldur einnig nágrann
ar, — ólumst upp sitt á hvorum
bænum og skammt á milli. Hún
á Hólnum fagra með stóra bæjar-
þorpinu og kirkjunni — og gufu-
strókum hveranna allt í kring —
ég á bænuin fyrir utan, sem bar
í langt, Ijósgrátt klettabelti. Þá var
engin hraðekin bílabraut milli bæj
anna, bara hestagatan inn með
fjallshlíðinni. En fyrir léttstíga fæt
ur var lafhægt að hlaupa þvert yf-
ir mýrarnar beint af augum milli
bæjanna á nokkrum mínútum. Sá
spölur var því tíðfarinn „á tveim-
ur jafnfljótum“, enda góðir og ein
lægir grannarnir á báða bóga, bæði
foreldrarnir og unga kynslóðin.
Mest tilhlakk var þó að fara til
kirkjunnar, trítla með pabba og
mömmu inn með hlíðinni, svo nið-
ur skeiðið — melinn, hvar allir
fákar skelltu á s'keið — eða stukku
ósjálfrátt, eins og þeir væru í kapp
reið. Ekki laust við að ég yrði hálf-
smeyk, er ég heyrði þytinn og
hófaskellina á eftir mér. Svo tók
við túnflötin alveg heim að kirkju-
garði, túnflötin, sem guð hafði
gert svo stóra og slétta á þessu
höfuðbóli. Gat nokkra yndislegri
sunnudagsgöngu? Og svo kirkjan
sjálf ug allt fólkið — kirkju-
gestir og heimafólk, ekki sízt unga
fólkið á bænum, systkinin. Það var
fyrirmannsbragur yfir þeim, og ég
sjálf lítil og feimin, svo sannar-
lega var ég það gagnvart henni
nöfnu minni. Hún var þegar fuH-
vaxin mær meðan ég var aðeins
lítið telpukorn. Svo björt yfir-
iitum, há og spengileg sem hún
var, minnti hún á íturvaxna björk,
er bar yfir ungskóginn umhverfis.
En svo sem hún var undan mér
að árum, var hún það ekki síður
að þroska Meðan ég var ennþá ó-
fermd telpa, var hún orðin vel
menntuð stúlka á þeirra tíma mæli
kvarða. Hafði numið ekki minna
en tvo vetur við Kvennaskólann í'
Reykjavík. Slíkt nám var þá meiri
fengur opnum unglingshug en
margur mun nú ætla, þegar 4—6
ára framhaldsnám þykir sjálfsagð-
ur hlutur — og bar stundum allt
eins mikinn árangur. Svo mun a. m
k. hafa verið hjá nöfnu minni,
Ingibjörgu. Að lokinni þessari
skólagöngu, var hún settur kennari
í Reykhólaskólahéraði veturinn
1915—16, og næstu vetur var hún
heimiliskennari, bæði í Reykhóla-
sveit og Svefneyjum. í Gufudals-
sveit var hún einnig kennari um
árabil eftir að hún fluttist þangað.
28. júní 1919 giftist Ingi-
björg Eyjólfi Magnússyni úr Svefn-
eyjum, — glæsimenni og góðum
dreng. Bjuggu þau í fyrstu í Svefn-
eyjum, síðan eitt ár á Reykhólum.
Þaðan lá leið þeirra að Múla í
Kollafirði í Gufudalssveit — eign-
arjörð Magnúsar, tengdaföður Ingi
bjargar.
í þá daga var Múli húsalaus, nið-
urnídd jörð, sem ekkert hafði til
ágætis annað en að vera talin sæmi
leg grasjörð, sem kallað var. að
var því síður en svo fýsilegt ung-
um, eignalausum frumbýlingum
að setjast þar að. Vildi til að jarð-
eigandinn mun ekki hafa krafizt
hárrar leigu eða eftirgjalds, en
studdi ungu hjónin yfir fyrstu. erf-
iðleikana, m.a. með því að leggjá
til efni í stórt bæjarhús. En þania
varð allt að reisa frá rótum, skáþa
nýtt heimili frá grunni hið ytra
sem innra. Gæti ég trúað, að siíkt
landnámsstarf hafi vel átt við konu
með Ingibjargar hæfileikum og*
skaplyndi. Á Múla bjuggu þau sam
fleytt í 21 ár, og leið ekki á löngu;
þar til heimilið stóð /ramariegíf
þar í sveit að öllum myndarskaþ'
og snyrtimennsku.
Þegar um heimilishag- og brag
ÍSLENÐINGAÞÆTTIR
13