Íslendingaþættir Tímans - 02.12.1970, Page 14
er aS ræða, hlýtur hlutur konunn-
ar — húsmóðurinnar ávallt að
vera þýðingarmikill, og tvimæla-
laust var hlutur Ingibjargar meira
en meðalstór. Kom þar hvoit
tveggja til uppeldi og upplag. Ingi-
björg ólst upp í stórum systkina-
hópi á rausnar- og myndarheimili.
Til að nema hagsýni og réttsýni í
hússtjórn og heimilishaldi þurfti
hún ekki að fara lengra en til móð-
ur sinnar, Arndísar húsfreyju á
Reykhólum, og fáir voru taldir
Hákoni bónda fremri að mannúð
og hjálpfýsi. Arfurinn úr slíkum
foreldrahúsum er annar og meiri
en tölur ná yfir, ef hann fellur
þeim i skaut, sem hefur eðlisgerð
og hæfileika til að varðveita hann
og ávaxta. Tiltölulega stutt dvöl á
góðum skóla nýtist vel, þegar
byggt er á þvílíkum grunni. Þetta
var einmitt sá jarðvegur, sem
menningarríkt mannlíf aldamóta-
kynslóðarinnar var sprottið úr, og
þetta var hin andlega gróðurmold,
■sem Ingibjörg var upp úr vaxin —
og hennar heimili. Heimilið, sem
hún gaf svipmót og sál, heimilið,
hvar hún ól upp börn sín og leiddi
fram til manns. Hvers virði þessi
'•ona var sín. m nánustu þarf ég
ekki að fjölyrða um hér. Kveðju-
ljóðið — ort af dóttur hennar,
Brynhildi, sem fylg.ja mun þess-
■ um minningarorðum mínum, túlk-
ar þeirra missi og þökk betur en
fátækleg orð annarra.
Alls varð þeim hjónum 6 barna
i auðið. Eitt stúlkubarn, Guðný, • dó
i í æsku. Hin 5 eru öll á lífi full-
þroska manndóms- og myndarfólk,
talin hér eftir aldri: Brynildur,
■gift Aðalsteini Davíðssyni bónda á
Arnbjargarlæk. Þorvarður Trausti
lögregluþjónn í Reykjavik, kvænt-
’ ur Steinunni Bjarnadóttur; Arndís
■ gift Ragnari Krsitjánssyni kennara.
[ G-uðrún Ingibjörg, gift Karli Gunn
arssyni múrara, Guðný Anna, gift
)• Hauki Hannessyni verkstjóra.
j En áhrifa Ingibjargar gætti á
) víðara sviði en innan hennar eig-
■ in fjölskyldu. Um þriggja vetra
skeið var hún barnakennari sveit-
/ arinnar, og hafði þá skólann að
‘imestu á sínu eigin heimili. ar
jíkenndi hún börnunum allar lög-
f boðnar námsgreinar með húsmóð-
■ urstörfunum og fórst hvort
) tveggja vel úr hendi, enda mun
j kennslustarf hafa legið til hennar.
} Hún var sjálf fróðleiksþyrst og
\ 'bókhneigð, Ijóðelsk og söngyin og
hafði flest það til að bera, sem
góðum barnakennara var þá til
kosta talið, þar með talinn
lifandi áhugi á sjálfu starfinu. Auð
vitað mun hún líka hafa ætlazt til,
að nemendurnir ræktu sitt nám
vel, eftir því sem efni stóðu til.
Þykir mér og líklegt, að viðeigandi
virðingu og hlýðni hafi þeim jafn-
an verið auðvelt að sýna þessari
glæsilegu og fyrirmannlegu konu,
enda áreiðanlega mörgum orðið
drjúgt það menningarlega vega-
nesti, sem hún bjó þeim.
Tvimælalaust lét hún sinn hlut
ekki eftir liggja hvað kennsluna
snerti, því að allt hálfkák lá henni
fjarri. Enga námsgrein mun hún
þó hafa lagt meiri alúð við en
móðurmálið — að kristnidóms-
fræðslunni ef til vill undanskil-
inni, enda hefi ég óvíða heyrt móð
urmálið leika svo á tungu sem hjá
Ingibjörgu — í senn kjarnyrt og
fagurt. Þar hæfði búningur orðsins
oft svo aðdáunarvel hennar skörpu
hugsun, ríka skapi og næmu feg-
urðarmálkennd eins og fallega
sniðin flík bezt getur fallið að
þeim sem ber. Auðvitað kom feg-
urðarsmekkur Ingibjargar víðar
fram. í öllum hversdagsstörfum
jafnt og fínni handavinnu var hún
hvort tveggja mjög vandvirk og
hög, svo sem móðir hennar hafði
verið.
Ingibjörg var félagslynd kona
að upplagi. En örðugt var að koma
við félagslegu starfi í strjálbýlli,
afskekktri sveit eins og Gufudals-
sveitinni — sundurhlutaðri í firði
og nes. Þó lifði þarna fámennt
ungmennafélag. Vann Ingibjörg
vel þeim félagsskap og hvatti og
studdi börn sín til virkrar þátt-
töku þar, er þau komust á legg.
Frá Múla fluttust þau Eyjólfur
til Flateyjar á Breiðafirði (1945),
sem þá var ekki til muna farin að
eyðast af fólki. Þar voru því tæki-
færi til samblendni við aðra og
ríkara félagslífs ólíkt meiri en
frammi í firðinum þeirra. Ekki
löngu eftir að Ingibjörg kom til
Flateyjar, komu konur þar á fót
kvenfélagi. Var Ingibjörg ein af
stofnendunum og formaður félags
ins frá upphafi og þar til hún
fluttist suður. Slíks trausts og álits
naut konan frá afskekkta fjarðar-
bænum hjá stallsystrum sínum í
þéttbýlinu, enda er það mála sann
ast, að hvar sem Ingibjörg fór,
fylgdi henni viss reisn og gerðar-
þokki bæði í svipmóti og fasi, svo
að eftir henni var tekið. Hún var
og kona með vítt áhugasvið og
ákveðin í skoðunum. Hélt jafnan
fast á því, sem hún taldi rétt vera,
og gat verið ómyrk í máli, ef því
var að skipta, svo hreinskilin og
djörf'í lund sem hún var. En bak-
við sló ávallt heitt hjarta og rík
samúð með þeim, er órétti voru
beittir eða halloka fóru.
í skaphöfn Ingibjargar var fest-
an, tryggðin sterkir þættir: Tryggð
in við íslenzkan menningararf í
bókmenntum, siðum og trú jafnt
og tryggðin og ræktarsemin til
ættarbyggðar og gamalla vina að
heiman. Svo var hún heil og óbrot-
■gjörn hjá Ingibjörgu í þeirra garð,
að líkast var sem hún hitti þar
hjartfólginn bróður eða systur. er
þeir urðu á vegi hennar. Tryggðin
brást ekki né brast, þótt tungan
gæti ekki lengur valdið þeim orð-
um, sem á hjarta lágu.
Árið 1950 fluttu þau Eyjólfur
til Reykjavíkur. Ilafði Eyjólfur þá
kennt sjúkleika og varð vegna
hans að fara á Vífilsstaðahæli og
dveljast þar um árabil. Náði þó um
síðir allgóðri heilsu aftur. Hins veg
ar naut Ingibjörg góðrar heilsu
þar til fyrir rúmum áratug, að
hún kenndi þess meins er seinast
réði úrslitunum.
Síðastliðið vor, um sumarmála-
leytið, reið stóri brotsjórinn yfir.
Flestum óvænt eins og oft, því að
undanfarið hafði heilsan verið all-
■góð. En nú sást þegar, að það
högg hafði verið greitt, sem ekki
varð undir risið. En þá miskunnar-
gjöf hlauzt þú, nafna mín, að eftir
lausninni var skemmra að bíða en
hjá mörgum hefur orðið, er slík
áföll hljóta. Og vissulega má það
tera vinum þínum þakklætisefni,
þótt vitað sé, að engum er sárs-
aukalaust að sjá á bak sínum ást-
vinum.
Sjálf hafðir þú þegar lifað lang-
an og farsælan dag. Kvöldið eitt
beið framundan. Þá var fleyinu
skyndilega hrundið á flot út á ál-
inn dökkva. En hinum megin laug-
aðist landtakan birtu nýs morg-
uns.
í æsku hefur þú óefað oft brugð
ið ár í bláa ála innan um sker og
hólma Breiðafjarðar, og mér kem-
ur ósjálfrátt í hug stakan. sem
önnur breiðfirzk kona kvað, er hún
vitjaði vinkonu sinnar í draumi:
„Yfir um álinn bátinn bar
blikaði sól um fold og mar.
Ég ýtti að hlein og eygði þar
áistina og lífið — hvar sem var.“
$4
ISLENDINGAÞÆTTIR