Íslendingaþættir Tímans - 02.12.1970, Síða 26
SJÖTUGUR:
JÓHANN BJÖRNSSON
BÓNDI, BRUNNUM
Jæja, Jóhann minn, þú ert þá
orSinn sjötíu ára.,Það er ekki hár
aldur á nútímaÝísu, þótt Pétur bisk
up segi í einni predikun sinni að
mannsævin sé sextíu ár og með
sterkri heilsu s.jötíu ár. En tímarn-
ir hafa breytzt og mannsaldurinn
með.
Þú varst ungur, þegar ég mundi
fyrst eftir þér, það hefur máski
verið af því að þú varst varla af
barnsaldri, þegar þú misstir föður
þinn, þess vegna komst þú -r
fram, sem fulltrúi þíns h< '■ s,
en almennt gerðist með unga menn
á þeim árum. Af þessu kynntist
þú fljótt ýmsum þáttum lífsins og
lærðir af því. Síðar kynntumst við
nánar í störfum. í hreppsnefnd,
skaftanefnd, á opinberum mann-
fundum, í félags- og framfaramál-
um sveitar okkar og víðar lágu
leiðir okkar saman í starfi.
hvar hann lærði fyrst að höndla
undir leiðsögn duglegrar konu,
sem þeirri verzlun stýrði þá, og
svo Sameinuðu íslenzku verzlan-
anna þar, en þar var Sv.Jóhansen
í forsvari, Mnn vænsti maður og
húsbóndi að sögn Dagbjarts, og
danskur að kyni.
Dagbjartur er kominn til Heykja
víkur um þrítugt, og tekur þá að
reka eigin verzlanir. Standa þær
með blóma fram yfir stríð en þá
gerir hann ferð sína til Kaup-
mannahafnar, hinnar gömlu höfuð
borgar íslands, og svo Þórshafnar
í Færeyjum, og verzlar þar um
skeið. Dagbjartur og kona hans
Guðrún Andrésdóttir höfðu þá slit
ið hjúskap sinum. Eftir heimkom-
una liélt hann enn áfram verzlun-
arrekstri, og til síðustu ára ýms-
um viðskiptum. Lifsstarf hans hef-
ur verið að fást við verzlun.
Dagbjartur er af samferðamönn-
um sínum metinn, orðheldinn
drengskaparmaður, alúðlegur á yf-
irbragð, hreinskilinn og skoðana-
fasfcur. Ekki fara þó sögur af að
hann hafi sýnt af sér ofstæki eða
ágengni, en slíkt hefur hann held-
Það var gaman að vinna með
þér, þú varst glöggur á hlutina og
hugsaðir málin vel. Þess vegna
mátti treysta því, að vel var á mál-
um haldið og rétt farið með, þeg-
ar skirskotað var til þín, og þú léð-
ir þitt fylgi.
En lengst man ég, nvað þú hlóst
hjartanlega, þegar meinlaust gam-
an kom fram, það létti manni svo
lund. Maður skilur það kannski
ekki fyrri en eftir á, og samstarf-
inu er lokið, hvað það er mikils
vert að hafa átt góða og glaða
vinnufélaga, er það ekki eitt af
perlum lífsins.
Þú varst traustur Jóhann, eins
og hinir vallgrónu klettar austan
við gamla Brunna-bæinn, þar sem
þú ólst upp, og huldufólkið býr.
Máski hafa þessir klettar þó þér
óafvitandi mótað einhverja þætti i
skapgerð þinni. Enginn veit hvaða
ur ekki viljað líða öðrurn í sinn
garð.
Á þeim árum, sem hann var og
hét kaupsýslumaður, voru blikur á
lofti eins og fyrr og siðar. Deilt
var um skiptingu fjármagnsins
eins og nú, um dreifingu takmark-
aðra vörubirgða, aðstöðumuninn í
þjóðfélaginu. Sitt sýndist hverjum.
Þegar frá leið og hinum vestfirzka
fjallabyggðarmanni líkaði ekki
stefnan, þá lét hann í sér heyra,
hóaði hátt og snjallt eins og smali
í hjörðinni. Gat þá komið hljóð úr
fjailskorunni að handan, þar sem
kannski sátu sjálf goðin: „Og þeg-
iðu Dagbjartur". Ekki viðkunnan-
legt ávarp, þar sem goðin áttu
hjörðina eins og hann. Þó mun
honum lítt hafa brugðið, heldur
haldið áfram sinni ferð, og nú átt-
ræður. En svona getur alvizkan
snúizt öndverð gegn þvi, sem mér
og þér og honum þykir deginum
ljósara.
Dagbjarti óska ég góðra stunda
í ellinni, og þakka um leið
skemmtileg kynni allt frá því við
hittumst fyrst.
Valtýr Guðjónsson.
áhrif umhverfið getur haft á barns
sálina. Upp á og undir þessum
klettum lékstu þér sem bann, og
unglingur, það var gott að byggja
sér hús og leika sér að hornum
þarna. Á þessum stað átt þú eflaust
minningar, sem þér mun aldrei,
aldrei gleymast. Við yl þeirra
minninga er gott að ylja sér, þeg-
ar aldur færist yfir.
Nú, nú, Jóhann. Ég ætla að segja
þeim, sem lesa þessi fáu orð mín,
helztu atriði ævi þinnar.
Jóhann fæddist á Sléttaleiti í
Suðursveit höfuðárið 1900. (Þetta
býli er komið í eyði fyrir nokkr-
•um árum). Foreldrar hans voru
Jóhanna Jóhannsdóttir og Björn
Klemensson. Jóhanna var fædd og
uppalin í Suðursveit, komin af
Þorsteini tól, þeim hagleiksmanni
til munns og handa í móðurætt.
í föðurætt var Jóhanna komin frá
einni hinna svokölluðu Skarðs-
systra, Guðrúnu lngvarsdóttur,
konu séra Magnúsar Torfasonar.
faðir Jóhanns, föður Jóhönnu
Björn, faðir Jóhanns, var frá
Geirbjarnarstöðum í Köldukinn.
Ætt hans er mér ekki nógu kunn-
ug til að rekja hana. Björn flutt-
ist hingað suður, þá uppkominn
maður, í sama mund og prests-
hjónin séra Pétur Jónsson og frú
Helga Skúiadóttir, sem fluttu að
Kálfafellsstað 1893 eða 1894, úr
Þingeyjarsýslu.
Þau Jóhanna og Björn áttu fjög-
ur börn, þrjár dætur og einn son:
Björg, Sigríði, Jóhann og Jóhönnu
Dagmar.
Stutt var dvöl Jóhanns á Slétta-
leiti. Foreidra hans i'luttu þaðan,
þegar hann var á fyrsta ári, eftir
mikið grjót hafði hlaupið á túnið
og þar í grennd, úr fjallinu fyrír
ofan bæinn, kringum miðjan vetur
1901, í óvenju mikilli rigningu.
Fluttu þau þá að Brunnum, og
hefur sú ætt búið þar siðan. Björn
var oddviti í Suðursveit á annan
áratug, og var það þegar hann lézt
1911 á bezta aldri. Bæði höfðu þau
hjón góða greind og festu í lund,
26
fSLENDINGAÞÆTTIR