Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 02.12.1970, Qupperneq 27

Íslendingaþættir Tímans - 02.12.1970, Qupperneq 27
sem börn þeirra hafa hloti'ð að erfðum. Eftir lát mannsins hélt Jó- hanna áfram búskap á Brunnum með börnum sínum. sem brátt tóku þátt í bústörfunum með móð ur sinni. Þegar ár liðu, fór Jóhann að hafa ábyrgð á verkum og búi á Brunnum með móður sinni. Árið 1930 tók Jóhann heitmey sína til sín að Brunnum, Sigur- borgu Gísladóttur frá Uppsölum, sem á þeim tíma þótti laglegust heimasæta í Suðursveit. í gamla bænum á Brunnum bjuggu þau tíu fyrstu búskaparárin. En að því kom að bæinn þurfti að endur- hyggja, eíns og annars staðar í Suð ursveit á þeim árum. Stutt fyrir austan Brunnabæinn eru fallegir valllendisfletir, alveg sléttir og fallegt túnsvæði, en á Brunnum var lítið tún, sundur- slitið af klettum og grjóti. Datt þeim ungu hjónunum því í hug, að flytja bæinn austur á fletina, þar var nokkuð túnsvæði. En þjóð- trúin á víða ítök hjá eldra fólki, eins var hér. Ekki þótti allt trútt með þessa fleti, þess vegna var bezt að hreyfa þar sem minnst við. Teningunum var kastað 1940. Reist Var nýtt íbúðarhús á Brunnaflöt- 'Um, .vel að stærð við f jölskylduna, því að fyrstu hjúskaparár Helgu systir Jóhanns. og manns hennar Sigfúsar Jónssonar, lánuðu Brunna hjónin þeim húsnæði, unz þau voru búin að reisa nýbýli sitt á Brunnavöllum úr Brunnalandi, stutt frá hinum bænum. í sama mund og Jóhann og Sigurborg hyggja íbúðarhúsið, byggja þau fjós O'g hlöðu fyrir það. Stuttu síð- ar byggja þau fjárhús og hey- geymslur í nýja túninu, síðar kem Ur vélageymsla og fleiri byggingar. Búskapurinn hefur verið farsæll á Brunnum (því það nafn ber bær- inn enn) reglusemi og ráðdeild hafa ríkt þar eins og á góðum heimilum gerist, ræktun og vax- andi bústofn hafa haldizt í hendur, tó mun heyfengur af ræktuninni síga þar betur á, af því leiðir að hústofninn vantar ekki fóður, og ®kilar þá meiri afurðum. Þau Jóhann og Sigurborg eign- uðust þrjú börn, eina dóttur og tvo sonu. Dóttirin heitir Þóra Hólm, gift Erni Eiríkssyni, búsett ó Reynivöllum á nýbýli, sem þau veistu þar á fyrstu hjúskaparárum sínum og búnast vel. Björn stundaði nám í Stýrimannaskólan- ÍSLENDINGAÞÆTTIR um, og útskrifaðist þaðan með skipstjórnarprófi. Hann stundaði öðrum þræði búskapinn með for- eldrum sínum, en hinum sjósókn. Hann drukknaði ásamt fleiri af vélbátnum Helgu_ frá Hornafirði 15. sept. 1961 á háfinu milli Fær- eyja °g Skotlands. Þar hné góður drengur fyrir aldur fram. sögðu sveitungar hans og aðrir sem hann þekktu. Gísli er þriðja barnið í röð inni, sem stundað hefur búskap- inn með foreldrum sínum, og er þeirra sterka stoð. Jóhann hefur gengt mörgum störfum fyrir sveit sína. í hrepps- nefnd hefur hann verið um langt árabil og er það enn. Lengi sat hann í skattanefnd og í þeirri nefnd var hann þegar skattanefnd ir hreppanna voru lagðar niður. Oftast hefur hann verið fulltrúi frá búnaðarfélagi hreppsins á bændafundum Austur-Skaftfell- inga frá því þeir hófust 1944. Þá hefur hann lengi mætt á aðalfund um K.A.S.K., sem fulltrúi Suður- sveitardeildar. Lengst af hef- ur hann verið fulltrúi á aðalfundum Búnaðarsambands Austur-Skaftfellinga og kjör- maður til kosninga á full- trúum sýslunnar til að mæta á fundum Stéttasambands bænda. Á mótum hafs og lands er alltaf eitthvað að gerast. Grænn mói við ströndina, grýtt fjara eða sandur, og svo hafið sem aldrei liggur kyrrt, þar er hið eilífa líf. í berg- kviku strandarinnar, fægðri klöpp af mjúklátu faei lognöldu eða ó bilgjörnum slætti hörpunnar miklu, sem býr í djúpinu fyrir ut- an, eru ristar rúnir sköpunar. Til þess fara tíðum þúsund ár. Mótun- •in heldur áfram, fer hægt, og gerist þó. Listfeng kona, sem þekkir þessa sögu, Jónína Guðjónsdóttir, varð sjötíu og fimm ára 11 júlí síðast- liðinn, Hún býr í húsi við sjóinn, á Framnesi. — Allir Keflvíkingar kannst við hana, og þarf því ekki Endurskoðandi ýmissa félagsreikn- inga hefur hann verið í stjórn sjúkrasamlags hreppsins frá því það tók til starfa. Meðhjálpari í Kálfafellsstaðarkirkju meira en tvo áratugi. Fleiri störfurr; hefur hann gegnt fyrir sveit sina þótt hér séu ekki talin. Hvar sem Tóhanni er trúað fyrir starfi, levsir hann það af hendi með alúð og sam- vizkusemi. Slíkir menn vinna sér traust. Jóhann hefur iifað tímana tvenna, eins og fleiri. sem eru á hans aldursreki. Eflaust hefur hann glaðzt yfir því, sem áunnizt hefur. En ætli það sé ekki °itthvað líkt með bkkur Jóhanni að við söknum ýmissa þátta. sem eru að hverfa og jafnvel horfnir úr okkar þjóðlífi, sem setti sinn svip á það á sínum tíma. En enginn stöðvar tímans hjól, það veltur áfram. og mótar misjafnlega djúp spor i líf kynslóðanna. Ég þakka þér Jóhann ánægju- legt samstarf á langri ævi. og bið þér og þínum allra bles'mnar. Þó nú sé farið að hausta í ævi binni, þá óska ég af heilum hug að það verði minningin um voi og sól, sem lengst megi ríkia i sál þinni. Lifðu heill ókomin ár Steinþór Þórðarson. að orðlengja um ætt hennar né uppruna að þessu sinni Hún er að auki landskunn tvrn störf að slysavarna- og bindindismálum. Margar ágætar afmæliskveðjur hef ur hún fengið, bæði nú í sumar og áður, er hún hefur átt merkis- afmæli. Skal því ekki fjölvrða um tímamót í ævi hennar heldur að- eins samfagna henni, hve ung hún er enn, og henni óskað góðrar ferð ar marga og langa daga við fjöru- borðið, sem er fullt af lífi og sköp- un. Svo lengi sem ég hef þekkt Jónu — eins og hún er almennt kölluð af kunnugum, — veit ég að hún hefur verið að móta, skapa hlýjan svip á umhverfið, — ungt 27 75 ARA: Jónína Guðjónsdóttir FRAMNESI

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.