Íslendingaþættir Tímans - 24.11.1971, Blaðsíða 9

Íslendingaþættir Tímans - 24.11.1971, Blaðsíða 9
auknu umferðaröryggi í landinu og mikið hefir lagt af mörkum á því sviði. Vinir hans og starfsfé- lagar geyma um hann góðar minn- ingar. Sigurjón Sigurðsson. t. „Þú varst, góði, hvergi veill né hálfur, heill f orði og verki, sannleik trúr, — þína götu gekkstu og ruddir sjálfur, góður vinum, skjól og hlífðarmúr.“ Guðmundur GuðmUndsson. t Lúður liaustsins hefir verið þeyttur og boðar komu dauðans í riki náttúrunnar. Sjá ekki menn- irnir glögglega eigin sögn í dauða og lífi náttúrunnar? Haustið flyt- ur okkur flestum árstíðum betur, boðskapinn um þá staðreynd, að enginn ræður sínum næturstaö. Inn í þennan hinn jarðneska heim fæðumst við til mismunandi langrar eða stuttrar dvalar. Jarð- lífinu lifum við, í gleði og sorg, meðlæti og mótlæti. Þessa dagana horfum við á föln- að blómskrúð og fjúkandi haust- lauf. Um sálir okkar fer söknuð- ur. 30. sept. s.l. kvöddum við góðan vin, góðan samferðarmann, er stráði ótal geislum á braut sína, og gaf okkur ótal góðar stundir. Um hann eigum við bjartar minn- ingar. Eins og nærri má geta, verða þau orð. sem hér ritast, eng- in ævisaga. Gestur Ólafsson fæddist að Ána- brekku í Borgarhreppi í Mýrasýslu, 10. júnf 1906. Fósturforeldrar hans voru þau hjónin, frú Guðlaug Gísladóttir og Jón Bjarnason bóndi, síðar að Þrándarstöðum í Kjós. Frú Guðlaug var mikil ágæt- iskona, atorka hennar og dugnað- ur var frábær. Þau hjón voru sam- hent um að gera bæ sinn vel þokk- aðan, enda voru þau sérstaklega vinmörg. Fyrsta skólaganga Gests var hjá fósturmóður sinni, sem hann unni mjög mikið. Gestur var frekar hár vexti, en vel limaður. Svipur hans gerðarlegur og festulegur, allur hinn karlmannlegasti. Þrátt fyrir erilsamt embætti sem forstöðumaður Bifreiðaeftir- lits ríkisins, en við því tók hann 1962, var hann vinsæll og viðræðu góður. Hann vildi að sérhver færi feginn af sínum fundi. Gestur var maður vel gefinn, hann las mikið, var vel máli farinn, hélt fast við efni málsins, hélt fast á sinni skoð- un, en gat orðið þungur í skauti ef að honum var veitzt. Gestur var manna gestrisnastur og höfðingi heim að sækja, glaður og reifur, allra manna trygglyndastur. Hann vildi allt fyrir vini sína gera. En sviðinn var sár, ef þeir brugðust trausti hans. Gestur var tvíkvæntur. Böm hans eru: Jón Már skrifstofumað- ur hjá Vegamálastjóra og Guðlaug flugfreyja Gunnarsdóttir, fóstur- dóttir. Þau hafa nú misst framúr- skarandi föður, hinn mesta frið- semdarmann, varkáran og gætinn, sem lét sér mjög annt um fram- tíð þeirra. Minningin um föður þeirra mun verða þeim ylgjafi. Gestur var afar blíðlyndur og hændust afabörnin að honum, þangað var yndislegt að flýja. Eftirlifandi seinni kona hans er frú Ragnhildur Þórarinsdóttir gialdkera og útgerðarmanns i Vest- mannaeyium Gíslasonar. Frú Ragnhildur er at merkum skaftfellskum ættum. Þau hjón voru samhent um mikla rausn og höfðingsskap. Á heimili þeirra var gott að vera gest ur. Gestur var heilsuhrauatur mað- ur, en hin síðari ár kenndi t.»nn vanheilsu, þótt lítið léti liann á þVí bera. Hann hafði stórbrotna höfð- ingslund og viðkvæmt hjarta. All- ir sskna hans, er. þeir mest sem þekktu hann bezt. Ég sendi eiginkonu hans, börn- um, barnabörnum og tengdadóttur og öðrum ástvinum hans mínar dýpstu samúðarkveðjur. Ég bið honum Guðs blessunar í hinum nýju heimkynnum á „Paradísar- sviðinu", sem hann var sjálfur sannfærður um, að tæki við að loknu þessu jarðlífi. Helgi Vigfússon. t Ég þóttist fyrir átta árum kunna á því full skil, hvað góður maður er, en nú finn ég, er tengdafaðir minn er lagður í mold, að svo var ekki. Hann hefir dýpkað þetta mat mitt. breytt því, gefið því nýtt inni hald. Alla tíð kom liann upp að hlið minnímeð fangið fullt af gjöf um, fullt af Ijósi og reyndi að kenna mér að velia. það á vefstól morgundagsins. Nú finn ég, að ég á þá ósk sonarbörnum hans, að þau líkist afa, verði traust sem hann, hreinskilin sem hann, eigi tíma fyrir meðbræðurna eins og hann, eigi þá lotningu og traust til himnaföðurins, að enginn dagur er svo niyrkur, að hann geti ekki sent í hann ljós. sem svar við bæn þess, er þorir að eiga von og kepp- ir til hennar. Það var gaman að sjá hann leiða þau, litlu börnin, á vit fegurðar jarðar, sjá hann leiða þau í helgidóminn, kenna þeim að drúna höfði. •Tá. nú veit ég livað er að hafa átt vin, og í dag fyllir þökkin brióst mitt vfir því að hafa kynnzt Gesti. mér finnst. lífið betra, feg- urð bess meiri. Ég gleðst með hon- um á n'vium brautum, er þess full- viss. að hann heldur bar áfram að vera verkfæri kærleika Guðs. Hafðu bökk vinur fvrir allt og allt. Tengdadóttir. f Kveðia frá Fél. ísl hifreiðaeft- irlitsmanna og starfsfólki bif- r'iíðaeftivlitsins. Þegar dagur var að kvöldi kom- inn þann 20. ágúst sl., kvaddir þú okkur, samstarfsmenn þína við Bif ÍSLENDINGAÞÆTTIR 9

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.