Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1972, Page 1
ÍSLENDINGAÞJETTIR
9. TBL.—5.ÁRG.—FIMMTUDAGUR l.JtJNÍ—NR.75. TIMANS
Jóhannes úr Kötlum
skáld
Ljúflingur þeirra,
er ljóð meta.
Samvizka viðkvæm
samtiðarinnar.
Lék á strengi
um langa ævi.
Hugþekkur
og hlýr i sinni.
Brýndi okkur,
þá blóðhundar geltu,
einhuga að standa
gegn ofbeldinu.
Merki bar
mannhelginnar,
friðar og frélsis
og fór mikinn.
Þegna trausta
þagnarinnar
á minnti
með yl sálar.
Mannlegt böl
bæta vildi
valmennið prúða
vestan úr Dölum.
Sóleyjar var
sonur góður.
Henni lika
af hjarta unni.
Veg sins lands
vildi beztan.
Heitt bað
fyrir heill þjóðar.
Hann er nú
héðan farinn.
Minning varir
um mann og skáldiö.
Björt hún er.
En björkin hnipir
og álftirnar kvaka
af angri og trega.
Eirikur Pálsson
frá Ölduhrygg.
Þú skáld sem elskar lif og lit og Ijós:
lát súga vængja þinna þyt um þina di
Og þú sem elskar land og lýð og ljóð:
gakk heill sem áður i það strið sem i
Svo kvað Jóhannes úr Kötlum til
þess, er þettairitanfyrir átta árum,
þegar alda hreyfingarinnar gegn her
i landi reis einna hæst og við Jóhannes
höföum meðal annarra átt nokkurn
þátt í aö hefja. Visurnar sýna, að hon-
um var ,,það striö” og sigursæld þess
eina vonin um varðveizlu þjóðernis
vors og um leið helzta lóöið, sem vér
Islendingar gætum lagt á vogarskál
friðarins i heiminum, þegar öllu lifi
hans var og er ógnað af viðsjám og
vetnissprengjum.
Nokkru seinna á þvi sama ári, sem
Jóhannes orti til min ofanritaðar vis-
ur, trúði hann mér fyrir þvi, að hann
óttaðist svo mjög heimsslit: að mann-
kynið væri i þann veginn að fyrirfara
sjáifu sér eins og virfirringar með sin-
um vitisvélum, að nálægt stappaði
fullri vissu, nema undinn yrði bráður
bugur að róttækri gagnráðstöfun. Við
Jóhannes vorum þá ásamt fleira fólki
staddir hjá Guðmundi Böðvarssyni og
Ingu á Kirkjubóli i sextugsafmæli hans
og gengum tveir samsiða út úr hófinu
um hlaðvarpa bóndabýlisins þetta
húmi þrungna siðsumarkvöld, þegar
samtal okkar Jóhannesar fór fram.
„Heldurðu ekki, að mannkindúnum
verði hlift við gereyöingu i þetta sinn
af herra himins og jarðar sökum
þeirra hreinhjörtuðu, eins og Jahve
hlifði ibúum Sódómu forðum fyrir orð
Abrahams, af þvi að þar fundust eitt-
hvað fimm réttlátir meðal hins for-
herta lýðs?” spuröi ég.
Þá tók Jóhannes undir i léttara tóni,
eins og bölsýnin léti bugast:
„Mikið er alltaf gott að vera meö
þér, Þóroddur, og blanda geði við
iima rós.
fær bjargað þjóð.
þig,” sagði hann. ,,Þú ert alltaf svo
óskiljanlega bjartsýnn.”
Litlu siðar héldum við Jóhannes af
stað suður á Seltjarnarnes, ásamt
feröafélögum okkar, glöð og reif eftir
mannfagnaðinn með Borgfirðingum
og Mýramönnum. Þá staðfestist enn
betur en áður vinátta okkar Jóhannes-
ar, sem aldrei siðan hefur bilað né
brugðist.
En hvað baráttu okkar og fleiri sam-
herja fyrir friðlýsingu lands vors leið
— undir þaö merki skipuðu sér þús-
undir karla og kvenna úr öllum stjórn-