Íslendingaþættir Tímans

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1972, Qupperneq 5

Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1972, Qupperneq 5
Jóhann Sveinbjörnsson frá Neskaupsstað F. 12-4, 1891 I). 9-4, 1972 Mig hafið kallar héðan braut, nú held ég fleyi úr vör. Og blessun drottins brott frá þraut mun beina minni för, ég bið hann verndi bátinn minn, þótt byljótt gjörist dröfn, ég veit, hans stóra styrka hönd mun stýra fleyi i höfn. Þessi vfsuorð flugu mér fyrst i hug, er ég settist niður til að rita fáein fá- tækleg kveðjuorð um tengdaföður minn, Jóhann Sveinbjörnsson, sem um langan aldur, helgaði hafinu og sjó- mennskunni alla krafta sina. Svo kært var honum hafið, að fram á siðustu Þau ákveðnu fyrirmæli, sem hún gaf mérá meðan ég var i þjónustu þeirra hjóna, voru þau að banna mér eigin- iega að fara nokkurn tima fastandi frá heimilinu, ef ég fór óvænt og snemma að heiman------sem oft kom fyrir, — en fara i búrskápinn og gjöra mér gott af þvi, sem þar var hverju sinni. Þótt lystin væri ekki alltaf mikil, þegar ég var nývaknaður, reyndi ég að hlýða þessu góða boði, — meðfram af þvi að ég vissi, að henni leið verr en mér, ef hún hélt að ég hefði rækt það slælega. Ég get þessa aðeins hér sem dæmis um hennar vökulu umhyggju fyrir mönnum og málleysingjum. Siðustu ár hennar langa heimilis- halds voru kraftarnir varla farnir að svara til hennar miklu umhyggju, svo að hætt er við,að hún hafi oft tekið helzt U1 nærri sér i þjónustu við unga og aldna, svo að einskis þyrfti að sakna. Svo mikið er vist, að eftir að hún missti mann sinn og hafði flutt til dóttur sinn- ar og tengdasonar, — sem góðfúslega ætluðu að búa henni friðskjól og elli- hvild eftir erilsama ævi, — dvinuðu kraftar hennar undrafljótt, eins og henni fyndist hlutverki sinu lokið. Siðustu vikurnar lá hún á sjúkrahúsi milli heims og helju, i þvi ástandi, sem jafnvel vinir hennar gátu ekki óskað að varði mjög lengi, fyrst engin von virtist um bata. Kom þvi lát stund var sjómennskan og fiskiriið hans kærasta umræðuefni, þegar eitt- hvað bráði af honum i hans þungbæru veikindum. Jóhann var fæddur að Krossi i Mjó- afirði, foreldrar hans voru hjónin, Jón- ina Jónsdóttir og Sveinbjörn Hall- grimsson, og þar ólst hann upp ásamt systkinum sinum. Um fermingaraldur missti Jóhann föður sinn, og fór hann þá að stunda sjóinn, og upp frá þvi var hafið hans vettvangur meðan heilsa og kraftar leyfðu. Snemma hlaut Jóhann stýrimanns- og skipstjórnarréttindi, einnig vélstjóraréttindi og kokkur var hann um árabil, svo segja má,að hann hafi fengizt við flest sjómannsstörf og háð marga glimuna við ægi og ávallt þótti hann mjög góður verkmaður að hennar engum að óvörum, þegar það bar að. Einu sinni var heillaósk til þjóðar- innar orðuð svo, að hún ætti jafnan menn að missa, meiri og betri en aðrar þjóðir. Verið getur, að einhverjum þyki þetta kuldalega orðað, og svo þótti mér fyrst, en er þetta ekki ein- mitt sem næst raunveruleikanum sjálfum? Að minnsta kosti veit ég ekki, hvort ég get óskað þjóðinni annars betra en að eiga alltaf nógu margar húsfrevjur, sem likastar Sesselju Benediktsdóttur, — þótt hún hljóti að missaþær, samkvæmt eðlislögmáli — þvi að áhrif þeirra og eftirdæmi eru verðmæti, sem ekki eru háð gengisfalli auðbraskaranna, — þvi að ,,á bjartan orðstir aldrei fellur, — um- gjörðin er góðra drengja hjörtu”, mælti Gr. Th. forðum. Min fátæklegu orð eru aðeins ein rödd úr fjöldanum, en mig grunar að ég mæli fyrir munn fleiri, þegar ég þakka þessari góðu konu fyrir allt hennar starf og óhvikula vináttu um langa ævi. Farðu vel i friði, aldna vin- kona, með alúðarþökkum fyrir öll okk- ar kynni, vonandi átt þú enn eftir að taka á móti mér, jafnbroshýr og ævin- lega fyrr, — þegar ég kem á eftir. Vertu blessuð ævinlega — i guðs friði! Guömundur Þorsteinsson frá I.undi. hverju, sem hann gekk, hreystimaður, sem aldrei varð afls vant. Árið 1919 gekk Jóhann að eiga Guð- rúnu Ingibjörgu Sveinbjörnsdóttur frá Kviabóli i Norðfirði, þau stofnuðu heimili i Neskaupstað. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið, þau eru Sveinbjörg Þóra, gift Ottó Guð- mundssyni af Fáskrúðsfirði, Guðjón, en hann var heilsulitill og anct- aðist á þritugsaldri, Sveinbjörn, kvæntur Rögnu Gunnarsdóttur, býr i Kópavogi og Anna Sólveig gift Magn- úsi Jónassyni, býr i Reykjavik. Konu sina missti Jóhann árið 1930. Þá voru börnin ennþá á æskuskeiði og má nærri geta, að sá missir hefur verið þungur. Jóhann kvæntist ekki aftur. Hann sá börnum sinum fyrir uppeldi, sem bezt hann kunni, og hélt áfram að stunda sjóinn, unz heilsuna þraut, en þá var hann um sextugt. Það mun ekki hafa verið léttbært jafnmiklum áhuga- og dugnaðar- manni, að geta ekki stundað vinnu, en aldrei heyrðist hann æðrast yfir þvi, né öðru. Þvi miður voru kynni okkar Jóhanns ekki lengri en sjö ár, og tel ég mig þvi ekki færa um að rekja hér æviferil islendingaþættir 5

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.