Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1972, Side 8

Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1972, Side 8
Aðalbjörg Albertsdóttir Fædd 1«. 4. 1884 Dáin 28. 4. 1972. 1 dag verður til moldar borin frá Dómkirkjunni i Reykjavik frú Aðal- björg Albertsdóttir, ekkja Þorsteins heitins Sigurgeirssonar, sem lengi var verzlunarstjóri hjá Timbur og kola- verzluninni h.f. hér i Reykjavik, en siðar gjaldkeri við Búnaðarbankanp frá stofnun hans til dauðadags. Hann féll frá þann 8. febrúar 1935. Frú Aðalbjörg fæddist þann 10. april 1884 að Stóruvöllum i Bárðardal. For- eldrar hennar voru Albert Jónsson frá Stóruvöllum og kona hans Guðrún Jónsdóttir frá Bjarnastöðum. Bæði af gagnmerkum ættum komin. Aðalbjörg fluttist með foreldrum sinum til Akureyrar innan við tvitugs aldur. Þar kynntist hún tilvonandi eiginmanni sinum og þar áttu þau Þor- steinn brúðkaup sitt snemma árs 1906. Árið 1907 koma þau hjón hingað til Reykjavikur og áttu lengstum heima að Klapparstig 27 og minnast margir eldri Reykvikingar þeirra hjóna frá þeim árum. Á Klapparstig 27 rikti festa og gleði og þarna ólust börnin upp: Sigrún, sem gift er Jóni Jóseps- syni frá Setbergi, Guðrún, sem gift er Gunnari B. Guðmundssyni, hafnar- stjóra, Guðlaug, sem dáin er. Stefán garðyrkjumaður i Olafsvik, kvæntur Helgu Þorkelsdóttur og séra Garðar Þorstéinsson, prófastur i Hafnarfirði, kvæntur Sveinbjörgu Helgadóttur. Við séra Garðarvorum skólabræður og félagar og heimagangar hvor hjá öðrum öll okkar skólaár. Á ég þvi margra yndisstunda að minnast frá Klapparstig 27, er frú Aöalbjörg var hrókur fagnaðar með heimafólki sinu. Oft settist hún niður og spilaði undir, er við félagarnir og annað heimilisfólk og gestir tókum lagið, sungum æsku- og ættjarðarsöngvana, sem svo titt var i heimilum þeirra daga, meðan útvarp og sjónvarp var enn ekki komið hér til sögú. Þarna var notið mikillar ánægju og gleði við brunna tónlistarinnar og við umræður um bækur og ljóð skáldanna, sem þá voru að koma hér fram á sjónarsviðið. „Verið ávallt glaðir. Ljúflyndi yðar sé kunnugt öllum mönnum,” segir postulinn. Þannig minnist ég frú Aðal- bjargar. hlyrrar og bjartrar. með það bros á brá, er aldrei gievmist heimilis- vinunum mörgu frá þessari löngu liðnu tið. Og þegar mest reyndi á, eftir lát manns hennar. revndist hún sama hetja sem margar hinna beztu for- mæðra vorra. sem uxu við hverja raun. Hóf hún matsölu á Amtmanns- stig 4, sem hún rak með reisn og prvði og við hinn bezta orðstir. til þess og að létta undir með börnum sinum. sem þá voru að brjóta sér braut. ,,Guð er mitt hæli og styrkur.” Þannig var sannfæring Aðalbjargar, þvi gekk hún veg sinn ailan. svo ókvið- in og björt. svo öruggum og styrkum skrefum. 1 nafni okkar heimilisvinanna gömlu á Klapparstig 27 tjái ég börnum henn- ar nú dýpstu samúð. Garðar Svavarsson. Elfur timans rennur án afláts i skaut eilifðarinnar. Einstaka sinnum getur þó niður þessarar elfar glumið i eyrum eins og hvellasta bjalla. Slikur hljóm- ur náði eyrum fjölskyldu minnar 28. april s.l. er tengdamóðir min Aðal- björg Albertsdóttir kvaddi þennan heim. Aðalbjörg var fædd að Stóruvöllum i Bárðardal 10. april 1884 og var hún þvi nýlega orðin 88 ára gömul. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Jónsdóttir og Albert Jónsson, er þá bjuggu á Stóruvöllum, ásamt fleiri systkinum Alberts. Siðast liðinn vetur las ég dag- bókarbrot Sigurgeirs, bróður Alberts, siðar organista á Akureyri, þar sem hann lýsir æskuheimili Aðalbjargar og lifi fólksins að leik og starfi. Ljóst er, að sá framfarahugur og félagsandi, sem greip um sig meðal aldamótakyn- slóðarinnar festi djúpar rætur hjá hin- u fjölmenna frændaliði á Stóruvöll- um. Lýsti þetta sér m.a. i iðnaðár- og tónlistarnámi bræðranna og þeim stórhug, er ráðizt var i byggingu eins elzta húss úr tilhöggnum hlöðnum steini, i sveit hérlendis. Mörgu markverðu frá þessum árum hefir Aðalbjörg sjálf lýst i viðtölum við fræðimenn, sem fest hafa á letur. Albert flutti með fjölskyldu sína til Akureyrar og reisti þar húsið Stóru- velli, er stóð. þar sem útsýni er hvað fegurst út Eyjafjörð, skammt frá þeim stað, þar sem nú stendur Akureyrar- kirkja. Auk Aðalbjargar áttu þau Guðrún og Albert. Halldór, er lengi var kaupmað- ur á Blönduósi, Jón er lézt ungur og Hólmfriði, sem nú er ein á iifi þeirra systkina. Á Akureyri kynntist Aðalbjörg manni sinum, Þorsteini Sigurgeirs- syni. er fæddur var að Álftagerði i Skagafirði, sonur hjónanna Guðlaugar Hjálmsdóttur og Sigurgeirs Stefáns- sonar. Hafði hann lokið námi frá Möðruvallaskóla og stundað kennslu og verzlunarstörf. Þau reistu bú i Reykjavik, þar sem Þorsteinn varð verzlunarstjóri hjá fyrirtækinu Timbur og kol og siðar fyrsti féhirðir Búnaðarbanka tslands, er hann var stofnaður. Þeim Aðalbjörgu og Þorsteini varð sex barna auðið. Gunnar lézt i bernsku og Guðlaug rúmlega þritug að aldri, en á lifi eru, séra Garðar, prófastur i Hafnarfirði, Stefán, garðyrkjumaður i 8 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.