Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1972, Page 9
Ölafsvik, Guðrún pianóleikari og Sig-
rún snyrtisérfræðingur, báðar i
Reykjavik.
Þorsteinn lézt á miðjum aldri árið
1935. Hóf Aðalbjörg þá skömmu siðar
matsölu að heimili sinu að Klapparstig
27, þar sem þau hjón höfðu búið fjöl-
skyldunni fagran samastað. Siðar
skipti hún á þeirri húseign og stórhýsi
við Amtmannsstig, þar sem hún rak
um árabil og af miklum dugnaði og
myndarbrag umfangsmikinn veit-
ingahúsrekstur i stil norrænna pensi-
onata. Það þurfti ekki lengi að hlýða á
frásögn hennar, sem gjarnan, og það
ekki að ófyrirsynju, snerist oft um at-
burði þessa starfsama timabils, til
þess að skynja og hrifast með af þeim
eldmóði, atorku og viljastyrk, sem hún
hafði lagt i rekstur þessarar starf-
semi.
Hún minntist þá gjarnan sérstak-
lega eins fjölskylduvinar, sem ég veit,
að hún nú að leiðarlokum, þakkar
stuðning og langa vináttu.
Þessi sami styrkur kom siðar fram i
mörgum og erfiðum sjúkdómslegum
hin siðari ár. Það var undraverður
lifsþróttur,sem i henni bjó, þegar hún
kom heim eftir langvarandi sjúkra-
húsvist og tók til við hannyrðir sinar,
þar sem frá hafði verið horfið, og til
hins siðasta var hún hrókur alls
fagnaðar á hátiðum og tyllidögum fjöl-
skyldunnar.
Ég sendi þér, kæra tengdamóðir úr
fjarlægð hinztu kveðju og þakkir það-
an, sem þú dvaldir með okkur fyrir
réttum 8 árum og tókst sem ung værir
þátt i ferðalögum til sögufrægra staða,
rifjaðir upp menningarsögu liðinna
alda og nauzt fjölmargra listviðburða,
sem gat að heyra og sjá og huga þinn
hafði oft dreymt um.
Þegar ég kvaddi þig á sjúkrabeði
fyrir réttum hálfum mánuði, var það
ekki i fyrsta skipti, sem þú sagðir mér,
að þú værir reiðubúin til hinnar miklu
ferðar. Þú hafðir einnig áður sagt mér,
að brottför þin ætti ekki að vera tilefni
sorgar. Þú baðst um frið og hvild. Ég
veit, að það hefir hvilt friður og ró yfir
þeirri stundu, er þú áttir siðast með
dætrum þinum. Ég þakka þér þann
styrk, sem þú hefir veitt okkur og hvað
þú hefir verið börnum okkar, stórum
og smáum.
Haag 29. april.
Gunnar B. Guðmundsson.
Kynni min af Aðalbjörgu Alberts-
dóttur hófust fyrir rúmum fjórum ár-
um. Margur myndi ætla, að sextiu ára
aldursmunur og stuttur samverutimi
hefði ekki leitt til náinnar vinattu með
okkur. Samt sem áður fannst mér,að
ég hefði þekkt hana alla ævi eftir okkar
fyrsta fund, svo sterk áhrif hafði hún á
mig.
Aðalbjörg hafði til að bera mjög
sterkan persónuleika, sem engum
duldist er kynntist henni. Einnig var
hún gædd ótrúlega miklum lifskrafti,
sem kom fram á margan hátt.Hún var
bæði fróð og skemmtileg og stálminn-
ug og þvi var oft gaman að hlusta á
hana segja frá. Eins fylgdist hún mjög
vel með öllu, sem var að gerast i heim-
inum og ræddi af krafti allt,. er efst var
á baugi-á stundina.
Aðalbjörg reyndist mér mjög vel og
sýndi minum málum mikinn áhuga og
skilning, og þótti mér þvi ákaflega
vænt um hana. — Hún tók svo mikinn
þátt i daglegu lifi með okkur öllum, að
þrátt fyrir mikil veikindi undanfarin
ár á ég bágt með að sætta mig við,að
hún sé ekki lengur hér með okkur.
Nú er Aðalbjörg komin til löngu
horfinna ástvina, sem hún var svo
sannfærð um að hitta. Við getum þvi
glaözt með það i huga, að henni liður
vel meðal þeirra og að öll munum við
hittast aftur.
Guð blessi þig,Aðalbjörg min.
Helgi Kristinsson.
t dag er til moldar borin frú Aðal-
björg Albertsdóttir, siðast búandi að
Rauðalæk 67 hér i borg Hún var kona
háöldruð komin fast að niræðu, en önd
hennar var ung og brennandi til hinztu
stundar.
t svip hennar mátti með nokkrum
hætti lesa örlög hennar og ævikjör.
Hún var forkunnarfrið og hélt glæsi-
leik sinum alla ævi. En þegar hún tal-
aði, kipraði hún stundum augun litið
eitt, og kringum munninn vottaði fyrir
hörkulegum dráttum: þetta voru
hennar viðbrögð og varnarráð móti
heimi.sem stundum gat verið nokkuð
óbliður.
Aðalbjörg var fædd að Stóruvöllum i
Bárðardal 10. april 1884. Móðir hennar
var Guðrún Jónsdóttir frá Bjarnastöð-
um i Bárðardal, systir Halldórs
Landsbankaféhirðis og Valgerðar
biskupsfrúar: þannig voru þau syst-
kinabörn Aðalbjörg og Pétur Halldórs-
son borgarstjóri i Reykjavik, en hins
vegar voru þær Aðalbjörg og Dóra for-
setafrú systradætur. Með þeim frænd-
systrum var bæði ættarmót og innileg
vinátta,sem hélzt meðan báðar lifðu.
Faðir Aðalbjargar var Albert Jóns-
son frá Stóruvöllum, hagleiksmaður
mikill og hugvitssamur i smiðum sin-
um. Á æskuárum Aðalbjargar voru
Stóruvellir einn hinn mesti menn-
ingarbær i miklu menningarhéraði.
Þar bjuggu þá bræður þrir, synir Jóns
bónda Benediktssonar: Albert smiður,
Páll hreppstjóri og Sigurgeir, sem
iöngum var kallaður söngkennari. AI-
bert smiðaði orgel eða harmónium
fyrir Sigurgeir bróður sinn, og einnig
fann hann upp og smiðaði handknúnar
spunavélar, fimmtán þráða maskinur,
sem voru til mikillar nytsemdar i sýsl-
unni langt fram á þessa öld. En þegar
ekki var annað.sem kallaði að, lék
hann sér að þvi að smiða hesputré
niðri i flösku! Frú Aðalbjörg hefur
margt ritað og sagt frá æskuheimili
sinu á Stóruvöllum, nú siðast þátt i
jólablaði Timans á liðnum vetri. Sjálf
lagði Aðalbjörg, þótt ung væri að ár-
um, sinn skerf til þess fjölbreytta
menningarlifs. Norður i Bárðardal lif-
ir enn minningin um þessa friðu og
glaðværu mey, sem söng og lék á
hljóðfæri og var svo mdsikölsk,að hún
lærði hvert sönglag.sem hún heyrði
einu sinni.
Á unglingsárum fluttust foreldrar
hennar til Akureyrar, og þar giftist
hún, liðlega tvitug, Þorsteini Sigur-
geirssyni verzlunarmanni, skagfirzk-
um að kyni. Ungu hjónin fluttust brátt
til Reykjavikur, þar sem Þorsteinn
fékkst við skrifstofustörf: siðast var
hann gjaldkeri Búnaðarbankans.
Þeim varð sex barna auðið, og lifa
fjögur þeirra móður sina.
Svo hefur frú Aöalbjörg sagt mér,
að Þorsteinn maður hennar væri i
sannleika húsbóndi á sinu heimili. Hún
undi sér við húsfreyjustörfinaðfornum
kvenna sið, þekkti ekki annað, heimt-
aði ekki annað. En þó kunni hún lika að
gleðjast með glöðum; og einhverjar
sælustu endurminningar hennar voru
frá þeim dögum.þegar Garðar sönur
hennar, sem nú er prófastur i Hafnar-
firði, kom heim með söngfélaga sina
og bað hana að annast undirleik. Þá
var hún fljót að kasta frá sér svuntunni
og setjast við slaghörpuna.
Þorsteinn Sigurgeirsson andaðist
fyrir aldur fram árið 1935. Þá voru
yngri börnin enn i bernsku eða við
skólanám, og sýndist sem fótum væri
kippt undan þessu farsæla heimili á
erfiðri krepputið. En þá sýndi þessi fá-
tæka ekkja, sem aldrei hafði kynnzt
öðru en þvi að hlýða og þjóna
hvilikar töggur voru i henni,
og siðan má kalla, að öll ævi hennar
væri dæmisaga, stórkostleg og lær-
dómsrik i senn. Hún réðst i það að
kaupa i skuld húseignina Amt-
mannsstig 4 i Reykjavik, og rak þar
siðan gistiheimili um margra ára
skeið. Mörgum áratugum seinna gat
hún enn lýst þvi nákvæmlega og dag
frá degi,hvernig þetta hafði gerzt;
islendingaþættir
9