Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1972, Side 14

Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1972, Side 14
Guðrún Jónsdóttir frá Borgarnesi F. 15. sept. 1900, d. S. júli 1971. A bernskuárum minum um alda- mótin siðustu var mikill flutningur manna úr æskubyggð minni, Horna- firðinum. Þá kom þar meiri háttar kippur i Amerikuferðir, enönnurkvislin lá austur á Fjörðu og féll þar i gömlum farvegi. Það var ekki aðeins unga kyn- slóðin, sem fann sér ofaukið i heima- byggð sinni, það voru heilar og oft mannmargar fjölskyldur, sem þannig hurfu heimabyggðinni. Árið 1898 fluttu bar á öxlunum heim. Hann varð aö taka nokkuð stór tré til að búpeningur- inn næði ekki að eta af þeim laufið, og þannig flutti hann um 30 birkihrislur heim að bæ og gróðursetti þar og hlúöi aö þeim á alla lund, enda eru sumar þeirra nú orðnar i aö háum og myndarlegum trjám. Um þaö bil sem Helgi var að hef ja búskap á eign spýt- ur og næsta áratuginn, eða fram um 1930, hefur hann haft litinn tima aflögu til gróðurathugana og plöntusöfnunar, en þó er i safni hans nokkuð af plöntum úr Köldukinn og nágrenni frá þeim ár- um. En upp úr 1930 hefjast athugunar- ferðir Helga fyrir alvöru. Hann var þá búinn að þaulkynna sér flóru og gróðurfar heimabyggðarinnar, en þaö var honum ekki nóg, þvi hann vildi kynnast landinu öllu. Það er mikið i fang færzt, þegar maður er bundinn i báða skó af búskap, og einmitt fastast bundinn að sumrinu, þegar plönturnar eru i blóma. En viljinn og áhuginn hafa hér eins og oftar ráðið mestu, að minnsta kosti reyndist Helga kleyft að taka sig upp frá búskapnum 2—3 vikur á hverju sumri eftir þetta, ef til vill að einu eða tveimur undanskildum, og fara i rannsókna- og söfnunarferðir, á meöan hann var sæmilega hress, og fær til slikra ferða. Fyrstu sumrin fór hann um sveitir Suður-Þingeyjar- sýslu, og til Austurlands og siðar til Eyjafjarðar, S k a g a f j a r ð a r , Húnavatnssýslu, og um mikinn hluta Vestfjaröa og Stranda. Þannig fór hann til Austurlands sumrin 1948, 1951, 1952,1953, og svo 1963. Til Norövestur- lands fór hann einna flestar ferðir eða sumrin 1947, 1949, 1954, 1955, 1956, 1957, 1959,1961, 1964 og siöast sumarið 1967, en þá var hann rétt að veröa áttræður. 1950 og 1956 fór hann einnig um Skaga- fjarðar- og Húnavatnssýslur og sumariö 1960 lagöi hann leiö sina um Borgarfjörö, Hvalfjörö, og Arnessýslu. Siöustu grasaferö sina út fyrir Suöur-Þingeyjarsýslu mun Helgi hafa fariö sumariö 1969, þegar hann slóst i för meö bændum úr sýslunni til Austur-Skaftafellssýslu. Þaö gefur aö skilja, aö eftir þessa miklu vinnu sem Helgi var búinn aö leggja i rannsóknir á flóru íslands, bæöi úti i náttúrunni og eins frekari rannsóknir heima á þeim plöntum, sem hann safnaði, þá var hann oröinn mjögfróðurog velaösérá þessu sviði. Sérstaklega var hann glöggur viö aö þekkja og aögreina tegundir. Þá las hann og kynnti sér allt um grasafræði, sem hann gat náð i, jafnvel rit á Noröurlandamálum og ensku, sem hann hafði lært af eigin rammleik til aö geta lesið fræöirit sér aö gagni. Rannsóknarstörf sin vann hann af sérstakri alúð og vandvirkni og niöur- stöður þeirra birti hann i 1Í2 ritgerðum alls i Náttúrufræðingnum og timarit- inu Flóru á árunum 1937—1966. Helgi fann fyrstur manna hér á landi murutegund eina, sem hann nefndi blóðrót, en auk þess jók hann miklu við þekkingu manna á útbreiðslu margra annarra plöntutegunda hér og uppgöt- vaði fjölda nýrra vaxtarstaða, jafnvel i landshlutum þar sem viðkomandi tegund höfðu ekki fundizt áður. Hann var einnig mjög vandvirkur safnari og átti þvi orðið stórt og gott plöntusafn, sem rikið keypti af honum árið 1963 handa Náttúrufræðistofnun tslands og var það mikill og góður við- auki við grasasafn sofnunarinnar. 1 virðingarskyni fyrir grasafræðirann- sóknir sinar var Helgi Jónasson kjör- inn Kjörfélagi Hins islenzka náttúru- fræðifélags árið 1965. Eins og áöur er getið flutti Helgi töluvert af trjám heim að Gvendar- stöðum og gróðursetti þar við ibúðarhúsið. En upp úr 1930 fór hann aö koma sér upp skógarteig svolitiö fjær bænum. Sáöi hann bæöi til birkis og gróðursetti smáplöntur, sem hann fann sprottnar upp af fræjum af trján- um heima viö húsiö. 1935 girti hann reitinn og stækkaöi þá girðingu veru- lega árið 1967, svo hún er nú um 10 hektarar. Smám saman gróðursetti hann fjölda trjátegunda, bæöi lauftrjáa, og barrtrjáa, til reynslu i skigræktargiröingu sinni og flutti auk þess nokkuö heim af sjaldgæfum jurtategundum og gróðursetti þar einnig. Helgi hafði mikla unun af þessu starfi sinu og hann hlúði að og bar sér- staka umhyggju fyrir hverju tré, sem hann ræktaöi þar. Þetta kom greinilega I ljós, þegar hann gekk með manni um reitinn og sýndi og sagði frá þessum augasteinum sinum, sem veð- ur og vindar léku stundum grátt, en flestir þeirra lifðu þó og margir döfn- uðu vel. Inni i miðjum skógarteignum hafði Helgi látið gera fagran en lát- lausan heimagrafreit, og var kona hans sú fyrsta, sem þar var jarðsett. Helgi var mikill bókamaður og átti gott bókasafn. Auk grasafræði hafði hann sérstakan áhuga á islenzkum þjóðsögum og átti mikið safn þeirra. Hann lærði bókband um 1940 og batt eftir það fyrir sveitunga sina. Formaður Búnaðarfélags Ljósa- vatnshrepps var Helgi um árabil. Helgi var lengst af veikur fyrir brjósti. Hann þjáðist af astma og lá eitthvað i rúminu flesta vetur,þar sem hann þoldi mjög illa heyrykið. Hann lézt eins og áður er getið hinn 13. april siðast liðinn að Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri eftir nokkurra vikna legu. Hann var lagður til hinztu hvfld- ar við hlið konu sinnar i heimagraf- reitnum i skógarteignum sinum, þar sem hann undi löngum bezt, laugar- daginn 22. april. Með Helga Jónassyni á Gvendar- stöðum er genginn sérstakur merki- smaður, einn þessara merku Islend- inga, sem bókstaflega iðuðu i skinninu af fróðleiksþrá, og lögðu á sig gifur- lega vinnu jafnhliöa slnu aöalstarfi til aö afla sér þekkingar á slnu áhuga- sviöi. Og Helgi var i rauninni enn meira,þvi hann lét sér ekki nægja þá þekkingu, sem hann gat fengiö úr bók- um. heldur stundaði rannsóknir á eigin spýtur til að bæta viö þar sem bækurn- ar þraut. Helgi barst ekki mikið á og var ekki gefinn fyrir aö vekja á sér athygli umfram það, sem hann hlaut aö gera með störfum sinum og rit- smiðum. Nafn hans mun samt geym- ast um ókomin ár meðal þeirra, sem fást við rannsóknir á islenzkum plönt- um og gróðurfari. 1 visindasögu lands- ins mun Helga Jónassonar verða getið sem eins af breutryðjendunum i rann- sóknum á útbreiðslu blómaplantna hér á landi. Evþór Einarsson. 14 Islendíngaþættír

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.