Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1972, Page 16

Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1972, Page 16
Sjötugur: Bjarni Jónas Guðmundsson fró Lónseyri i Kaldalóni við ísafjarðardjúp Sjötugur varö 23. mal sl. Bjarni Jón- as Guðmundsson frá Lónseyri í Kalda- lóni við Isafjarðardjúp. Bjarna þarf að vísu ekki að kynna fyrir þeim, sem hann þekkja. Samt ætla ég með nokkrum linum, sem aldrei geta orðið nema ófullkomin lýs- ing, að minnast á ævi þessa sérstæöa dugnaðarmanns. Þrátt fyrir mikla fötlun frá barnæsku hefur hann unniö erfiðisvinnu allt sitt lif. Sjómennsku og venjuleg sveitastörf stundaöi hann strax á unglingsárum. Siðan læröi hann vélstjórn og var vélstjóri i mörg ár. Þvi skeiði ævi hans er vel lýst i ævi- minningum hans, sem hann gaf út nú fyrir siðustu jól. Við lestur þeirrar bókar, sem er sannkallað heimildarrit um vinnubrögð til sjávar og sveita á fyrstu tugum aldarinnar, fer ekki hjá þvi,að huganum sé vikið að þvi aukna erfiði við vinnu, sem það hlýtur að hafa verið honum aö vera svo mikiö fatlaður. En það er ekki hans siður að kvarta. Hann hefur aldrei hlift sér við vinnu, heldur ætlað sjálfum sér það sama og þeim, sem heilir gengu, og meira en það. Bjarni gekk að sinum störfum með atorkusemi og elju, hvort heldur þau voru likamleg eða félags- störf, sem hann tók mikinn þátt i og var ávallt kosinn til trúnaðarstarfa. greiðvikin og hjálpfús, þar sem hjálp- ar þurfti. En hvergi er hennar getið i forustu i félagsstörfum. Heimilið var hennar vettvangur, og þar var hún öll. Aldrei fór maöur hennar svo árla til vinnu að morgni hvort heldur var klukkan fimm eða sex að hún færi ekki á fætur um leið og aðstoðaði hann, meðan hann var að búa sig út undir dagsverkið. Dætur sinar, tengdasyni og dætrabörn tengdi hún sér ástúðar- böndum, svo að aldrei bar skugga á samskipti þeirra. Guðrún var mikil húsfreyja. Heimili sinu hélt hún ekki aðeins snyrtilegu, heldur bæddi einnig andrúmsloft þess þeim þokka hlýleika og hóglátrar gleði, sem hvervetna eru förunautar þeirra, sem eru góðir drengir i fornri merkingu þess orðs. Ást hennar á fegurð og hreinleika setti mark sitt á hvern hlut innan húss og utan og hvert hennar handtak. A siðasta ártugi Þá hvatti hann aðra til dáða meö áhuga sinum og eldmóði. Það er öllum hollt að kynnast slikum mönnum. Bjarni hefur aldrei verið hlutlaus maöur. Hann hefur alla tið haft ákveðnar skoðanir ogveriðófeiminn að láta þær uppi við hvern sem er og hvar sem er, og er mér ekki örgrannt um,að hreinskilni hans hafi stundum oröið honum til baga um stundarsakir, en slikt hefur Bjarni aldrei fengizt um. Hafi hann talið sig fara með rétt mál, þá kvikaði hann ekki frá þvi. Og slik hreinskilni fyrirgefst alltaf, og á þann reistu þau hjónin sér nýtt ibúðarhús á einum fegursta staðnum i þvi fagra þorpi Borgarnesi, þar sem sér yfir Dalinn og meginbyggðina handan hans og til Snæfellsjökuls lengst úti við sjónbaug. Lóðina höfðu þau skipulagt og prýtt á hinn fegursta og smekkleg- asta hátt. Þar naut Guðrún siðustu æviára sinna með manni sinum, eftir að dæturnar voru flognar úr hreiðri og kyrrast tók i umsvifum daglegs lifs. Siðustu árin naut hún þessa i vitund þess, að þetta voru siðustu árin. En hún bar það ekki með sér, að vitundin um nálægð dauðans væri henni nein beisk reynsla, og vanliðun af völdum banameins sins flikaði hún ekki við aðra. Hún andaðist á sjúkrahúsi Akra- ness 8. júli 1971, þá á 71. aldursári. Blessuð sé minning hennar. Hveragerði, um páska 1972. Gunnar Benediktsson. rithöfundur. hátt að mannkostirnir aukast. Bjarni er ekki þannig maður að hann skelli eyrum og fari i ólun, ef um ágreining er að ræða. Hann linnir ekki látum fyrr en öll misklið er útkljáð. En miskliðarmál ætti sem minnst að minnast á i sambandi við Bjarna, þvi að i sliku stendur hann ekki. Hann hef- ir gaman af rökræðum, og segir vel frá. En það á hann til, ef hann hittir al- gjöran skoðanabróður, þá talar hann af miklum sannfæringarkrafti þvert um hug sinn — til þess að lifga upp á samræðurnar, og svo hlær hann að öllu saman á eftir, þvi að glaðværðin er of- arlega ihuga hans. Gestrisnari maður held ég að sé vandfundinn en Bjarni og hans góða kona Þórdis Arnfinnsdóttir frá Brekku i Nauteyrarhreppi við Djúp. Það eru samhent hjón. Og margan gestinn hafa þau hýst um lengri eða skemmri tima. Og talið það svo sjálfsagt, aö þeim er ekki greiði gerður með þvi að minnast á jafn sjálfsagðan hlut og þann að hýsa og fæöa gesti. Það hefir þeim báðum þótt jafnsjálfsagt og eðlilegt. Það er vist, að allir þeir, sem nutu gestrisni þeirra, aðallega þegar þau bjuggu á Isafiröi, sem var lengst af, minnast og þeirra með hlýhug og virðingu. Og er það eina greiðslan til þeirra, og reyndar Guðrún E. Jónsdóttir, Borgarnesi. fædd 15. sept. 1900 dáin 8. júii 1971. Nú þegar þú hefur verið kölluð frá okkur, vildum viö koma kveðju og þakklæti til þin fyrir þá ástúð og um- hyggu, er þú syndir okkur og börnum okkar. alia tið, og þá fórnfýsi' og það móðurþel. er þú sýndir okkur eins og við værum þinir synir. Aidrei gerðir þú mannamun, alltaf jafn örugg og gestrisin, hvern, sem að garði bar. Við viljum þakka þér allar þær stundir. er við dvöldumst á heimili þinu, og seint munu gleymast fyrir þina tilstilli, þvi alltaf varstu jafnglöð og ánægð þótt eitthvað blési á móti. Þú hefur míkið kennt okkur og vonumst við til, að okkur megi öölast sá styrk- ur, er þú sýndir i þinum erfiðleikum. Blessuð sé minning þin. Tengdasynir 16 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.