Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1972, Page 19
andaðist 16. ágúst 1936. Kona hans
hafði látizt 12. marz 1921.
Aðalheiður og Páll höfðu eignazt
fjögur börn, börnin voru:
1. Kristján, f. 19. júni 1891, d. 6. jan.
1892.
2. Kristjana Karlotta f. 9. ágúst
1894, d. 25 jan. 1917.
3. Laufey, f.. 20. des. 1899, d.. 25.
ágúst 1924.
4. Friðþjófur f. 13. apr. 1902, eins og
áður segir.
Frumburðurinn dó rúmlega hálfs
árs og var sárt syrgður. Dæturnar
báðar urðu myndarlegar stúlkur og
vel gefnar. En dauðinn sótti þær langt
fyrir aldur fram. Fylgdu þessum ör-
lögum sárir heimilisharmar.
Friðþjófur var alltaf gleðigjafi og
varð gæfubarnið á heimilinu.
Friðþjófur gekk ekki langan skóla-
veg. Hann var i unglingaskóia Bene-
dikts Björnssonar á Húsavik, — út-
skrifaðist þaðan vorið 1916. Sá skóli
kom mörgum vel á veg. Ennfremur
sótti hann Samvinnuskólann siðari
hluta vetrar 1925, svo sem áður er
sagt. En þótt formleg skólaganga væri
ekki meiri, var sjálfsmenntun hans
svo góð, að hann er vel menntaður
maður.
Árið 1925 — 16. júni — kvæntist
Friðþjófur frændkonu sinni, Auði
Aðalsteinsdóttur, f. 15. jan. 1901. Hún
var dóttir Aðalsteins Jóhannessonar
trésmiðameistara á Húsavik, bróður
Aðalheiða r móður Friðþjófs. Auður
var vel persónuð hæfileikakona, og átti
yfir miklum kvenlegum þokka að
ráða.
Friðþjófur er rúmlega meöaimaður
á hæð, iturvaxinn og friður. Hann
stundaði iþróttir i æsku og varð vel i
þróttum búinn. Prúðmenni svo af bar,
hvar sem hann fór og hverjum manni
vinsælli. Hann var mjög félagshæfur
og félagslyndur, og þar af leiðandi
þátttakandi i ótal samtökum i byggð-
inni: iþróttafélögum, söngfélögum,
leikfélagi o.s.frv., — venjulega kosinn
til stjórnarstarfa i félögunum langtim-
um saman. Var þvi oft annrikur, en
hinsvegar mikill reglumaður, verks-
lyngur og kom þar af leiðandi miklu i
verk. Aldrei vissi ég til,að upp á hann
stæöi i stöðvarstjórastarfinu, og frá-
gangur hans á skjölum og skilrikjum,
sem hann skrifaði, var fagur vegna
rithandarinnar og smekkvisi i upp-
setningu.
Friðþjófur var simstöðvarstjóri á
Húsavik 1934 - 1954. Póstur og Simi
voru sameinaðir þar i árslok 1954 i ný-
reistu húsi, en hið opinbera hafði látið
byggja yfir starfsemi þessara stofn-
ana. Fluttist Friðþjófur þá úr gamla
simstöðvarhúsinu, er hann hafði sjálf-
ur átt, i nýja húsið, og tók við póst- og
simstjórastarfinu. Gegndi hann þvi til
1963, að hann sagði þvi upp og fluttist
til Reykjavikur. Hóf störf hjá Pósti og
sima þar.
Aðalástæðan til brottflutnings hans
frá Húsavik var, að kona hans, Auður,
var orðin mjög biluð að heilsu og þurfti
á stöðugri, sérfræðilegri læknisþjón-
ustu að halda, sem ekki var til reiðu á
Húsavik. Hún hafði tekið mikinn þátt i
embættisverkum hans, en það gat hún
nú ekki lengur. Hún andaðist 18. des.
1965.
Mikið skarð varð fyrir skildi á Húsa-
vik, þegar þessi merku hæfileikahjón
hurfu þaðan. Þau höfðu tekið svo
veigamikinn þátt i mannlifi staðarins,
þar á meðal komið mikið fram i leik-
listarstörfum. Voru bæði góðir leikar-
ar. Hún var skapgerðarleikari, sem
gerði á leiksviði ýmsar konur úr leik-
ritum mjög minnisstæðar. Hann virt-
ist ekki þurfa fyrir þvi að hafa að
ganga úr eigin ham á leiksviði, til þess
að koma áhorfendum i gott skap, og
gerði oft einfalt mál að sprenghlægi-
legum skritlum með framsögn léttri
og iifandi.
Bæði voru þau i forystuliði söngkóra,
hún blandaðs kirkjukórs, hann al-
menns karlakórs.
Friðþjófur var i hreppsnefnd Húsa-
vikurhrepps 1937-1942. Á ég honum
persónulega þakkarskuld að gjalda
fyrir ágætt og traust samstarf þar.
Hann var i iþróttaráði Suður-Þing-
eyjarsýslu 1931 - 1938. Vann i undir-
búningsnefndum að byggingu Sjúkra-
húss Húsavikur og var i stjórn Sjúkra-
hússins 1949 - 1960. I sóknarnefnd
Húsavikursóknar 1953 - 1963. Trúnað-
armaður við seðlageymslu Seðlabank-
ans frá 1956, þangað til útibú var stofn-
að á Húsavik frá Landsbankanum
1962. Endurskoðandi Sparisjóðs Húsa-
vikur frá 1936 - 1962. Formaður karla-
kórsins bryms 1938 - 1954. Forseti
Rótaryklúbbs Húsavikur 1950 - 1951,,
og margt fleira mætti telja.
Hver byggð, sem hefir slikan úrvals-
mann innan sinna vébanda, og má
treysta þvi að hún getur, vegna félags-
lyndis hans og þegnskapar, gripið til
hans hvenær sem henni liggur á, —
hún má vera þakklát. Og Húsavik var
Friðþjófi þakklát. Það sýndi hún með
hlýjum, virðulegum kveðjum og
minjagjö f.
Oft er sagt, að miklum mannkostum
fylgi hlutfallslega miklir gallar, er séu
eins.og ranghverfa kostanna. Þetta á
ekki við um Friðþjóf Pálsson. Hjá hon-
um hefi ég enga ranghverfu fundið á
mannkostum.
1 flokki minna beztu endurminninga
eru minningar um samverustundir
með Friðþjófi Pálssyni. Bg nefni i þvi
sambandi ferðir, sem við fórum frá
Húsavik saman, ásamt konum okkar,
norður á Tjörnes til þess að njóta þar
miðnætursólar. Við settum okkur i
spor sóldýrkandans, sem valdi
Tjörnes til að lauga sig á i geilsum lág-
nættissólarinnar, og kom þangað til
þess alla leið frá Asiulöndum — áöur
en bilar og flugvélar komu til sögunn-
ar að flýta för.
Steingrimur Thorsteinsson kvað um
miðnætursólina:
Sólin ei hverfur né sigur i kaf,
situr á Norðurhafsstraumi.
Vakir i geislum hver vættur,
ersvaf,
vaggast i ljósáfa glaumi.
Sveimar með himninum sólglitað haf
sem i draumi.
Á Tjörnesi, 20-40 minútna keyrslu
frá Húsavik, er á sólmánuði að finna
rétt sjónarsvið til þess að innlifast
þessu ljóði skáldsins og jafnvel að fá
tækifæri til inngöngu i draumsveit
„Ijósálfanna” um stund. Lágnættissól-
skinið býr yfir undursamlegum töfr-
um.
Þannig ferðir fórum við Friðþjófur
allmargar til þess að kynnast sem bezt
nóttlausu voröldinni og nálgast holl-
vætti tslands.
Friðþjófur — hinn listhneigði og
næmgeðja maður — var vel til þessara
ferða fallinn og gott að fara þær meö
honum.
I huga mér leitar fram til frásagnar,
að Friðþjófur fór á sinum litla fólksbil,
með áðurnefnda farþega, mig og kon-
ur okkar, alla leið kringum Tjörnes til
Kelduhverfis um miðjan septenber
1956. Þetta var fyrsti fólksbillinn, sem
ekið var þessa leið alla, og þar með
„vigður” sá af mörgum langþráði
millibyggðavegur. Sú ökuferð Frið-
þjófs þótti mér eðlilega afarþörf og
skemmtileg til auglysingar, af þvi að
ég hafði á Alþingi barizt fyrir þessum
tengivegi byggðanna. Enn var eftir að
ganga frá köflum i veginum svo hann
teldist keyrslufær. Búast mátti við að
brjóta eða festa þennan litla fólksbil,
en Friðþjófur var áræðinn, treysti á
lagvirkni sina og úrræðasemi, tók hik-
laust áhættuna og skilaði fólki og
farartæki heilu og höldnu á leiðarenda.
Seint gleymi ég gleði hjónanna á
Auðbjargarstöðum, Guðrúnar Jóns-
íslendingaþættir
19