Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1972, Side 20
Sextugur
Dr. Róbert A.
Er nokkur æftri aðall hér á jörð
pn eiga sjón út yfir hringinn þröngva
og vekja, knýja hópsins blindu hjörð
til hærra lifs, — til ódauðlegra söngva.
Einar Benediktsson.
Sá mikli snillingur og meistari tón-
listarinnar, dr. Róbert Abraham
Ottósson, var sextugur 17. mai sl. Auð-
vitað á allt þetta venjulega við um það,
að ekki sjáist á honum aldur. En meira
kemur til. Enginn getur heidur heyrt,
að þessi glæsilegi stjórnandi sé nokkuð
að eldast. Og vægast sagt er það mikið
lán okkur Islendingum. Aldrei ris dýrð
göfugustu listarinnar hærra hér, en
þegar dr. Róbert lyftir veldissprota
sinum i nafni ódauðlegra tónskálda og
veitir anda þeirra til þakklátra landa
sinna. Aldrei umvefur heimsmenning-
in islenzka þjóöarsál af slikri ástúð og
umhyggju, og þegar haukfrán augu,
milt bros og tónsproti dr. Róberts
koma til.
Dr. Róbert Abraham er fæddur
Þjóðverji af Gyðingaættum. Ofriki
nazistanna hrakti hann úr
landi og hingað kom hann árið 1935.
Akureyringar nutu komu hans fyrstir,
en eftir nokkra dvöl þar fluttist hann
til Reykjavikur. Hér kennir hann núna
við Háskólann ásamt þvi að vera söng-
málastjóri Þjóðkirkjunnar. Þessar
tvær stofnanir nutu visindahæfileika
hans i enn rikara mæli, þegar hann
varði ritgerð sina um tiðir heilags Þor-
láks við Háskóla Islands.
Starf hans á þessum vettvangi er
sjálfsagt einstakt, en sakir þekkingar-
skorts mins i þeim efnum, læt ég öðr-
um eftir að fjalla um það. Hitt veit ég
Ottósson
fyrir vist, að tómstundastarf hans er
frábært og nægir eitt sér til þess að
varpa ljóma á nafn hans. Hér á ég auð-
dóttur og Gunnars Sigurðssonar. þeg-
ar við komum þangað. Þau voru búin
að biða langa búskapartið undir Auð-
bjargarstaðabrekku fyrsta bilsins eft-
ir Tjörnesvegi ofan brekkuna. Fögn-
uðu þau okkur ógleymanlega vel.
Fannst mér þau lita á hinn nýja veg
sem lausn úr álögum fyrir býli sitt.
Slikur fögnuður hefir vafalaust viða
orðið til á okkar lengi vel vegasnauða
landi. En samt hefir hann verið fersk-
ur og nýr á hverjum stað — og hátiö
góð.
Já, margs er að minnast frá sam-
veru með Friðþjófi Pálssyni, en
einskis nema þess, sem vekur virðingu
fyrir honum sem manni.
Eftir að Friðþjófur fluttist til Reykja
vikur hefir hann unnið hjá Pósti og
sima sem endurskoðandi. Seinni árin
sem deildarstjóri endurskoðunar-
deildar: orlofsmerkja, póstávisana og
skyldusparnaðar.
Nú gerir hann ráð fyrir að hætta ein-
hvern daginn, þegar hann er orðinn
sjötugur. Þeirri reglu hins opinbera að
láta starfsmenn sina hætta sjötuga,
telur hann sjálfsagt að hlýða möglun-
arlaust. Lastar ekki regluna og segist
hljóta að geta haft eitthvað að dunda
við þangað til ..klukkan að fjörhvörf-
um slær.”
En fast er hann vafalaust tengdur
Simanum sem stofnun, vegna þess að
hann hefir alla sina ævi, frá þvi hann
fór að hlaupa með simskeyti og kvaðn-
ingar fyrir föður sinn, verið i þjónustu
Simans meira og minna, ýmist i hjá-
verkum eða fullu starfi, og átti heima i
sama húsi og þessi stofnun alla tið á
Húsavik frá 1908, að simstöð kom þar,
og til 1963, að hann fluttist ti) Reykja-
vikur. Ef svona er reiknað verður
þjónustutiminn 64 ár. Simanum er til
sóma mót mannsins, að þvi leyti, sem
hann sem stofnun hefir átt þátt i að
móta þennan mann.
Auður og Friðþjófur eignuðust eina
dóttur barna. Hún er fædd 17. mai 1930,
og hlaut nafn ömmu sinnar Aðalheið-
ar.
Aðalheiður Friðþjófsdóttir er mjög
vel menntuð, reglufost, sjálfstæð i
skoðunum og lifsháttum. Varð stúdent
við Menntaskólann i Reykjavik
1950.Vann á skrifstofu Þjóðleikhússins
alllengi. Stundaði háskólanám i hjá-
verkum og lauk B.A.-prófi við Háskóla
Islands 1970. Bókasafnsfræði var aðal-
grein og aukagreinar enska og
sænska. Er nú bókavörður við Lands-
bókasafnið.
Friðþjófur og Aðalheiður hafa heim-
ili saman. Það er með ágætum vistlegt
og vel um gengið. Þau eru hvort öðru
mjög nærgætin og kær. Ég veit, að
Friðþjófur telur hana með réttu ,,hina
mjúkhentu likn” sins lifs.
Ég þori ekki að vona, að við Frið-
þjófur eigum i vændum að fara hér eft
ir miðnætursólarferðir saman norður
á Tjörnes. nema þá i huganum. Og alls
ekki get ég búizt við að hann aki mér
..sigurför” i vegamálum, eins og
haustið 1956.
En það er lika gott að eiga hann að
nágranna hér i Reykjavik, — og gleðja
við og við sitt aldraða sálarlif með
samfundum við þennan vinfasta, góða
drengskaparmann, sem horfir i sömu
aðalátt til liðinna daga og við hjónin.
Við óskum Friðþjófi Pálssyni. sjö-
tugum allra heilla.
Karl Kristjánsson.
20
islendingaþættir