Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1972, Síða 22
við listina, við það sem hann veit há-
leitast og sannast. Og hann ætlast til,
að viðgerum það lika. Það er sjálfsagt
umfram allt af þvi, að okkur finnst við
vaxa af þvi að vera með honum.
Mér er það i fersku minni frá þvi að
fundum okkar Róberts bar fyrst sam-
an á Akureyri, með hversu einbeittum
áhuga hann vann að þvi þá, og reyndar
ætið siðan, að kynna sér og skilja allt,
sem islenzkt var, einkum þó islenzka
tungu og bókmenntir. Það leið heldur
ekki á löngu, unz hann hafði á valdi
sinu svo auðugt islenzkt mál, að eftir
þvi var hvarvetna tekið. Það þarf
heldur ekki að ræða lengi við hann nú
til að finna, hversu landið og þjóðin eru
honum hjartfólgin. Og þar er svars að
leita, ef sú spurning skyldi vefjast
fyrir einhverjum, hvers vegna Róbert
Richard
Framhald af bls. 24.
R.B. i Encyclopedia of Literature 1946
Og Iceland's Thousand Years 1945.
Richardi Beck hefir verið margvis-
legur sómi sýndur fyrir störf sin:
Riddari Fálkaorðunnar 1939 og stór-
riddari 1944, heiðursmerki lýðveldis-
stofnunar, riddari af St. Olavs orðunni
1944 og sæmdur frelsismedaiiu
Kristjáns Danakonungs sama ár,
heiðursmedaliu Nordmansforbundet:
Heiðursfélagi Hins islenzka bók-
menntafélags, þjóðræknisfélags Is-
lendinga i Vesturheimi, Stórstúku
Góðtemplarareglunnar á Islandi, The
Leif Ericson Association, Suður
Dakota, The Viking Club Winnipeg.
Hann var kjörinn ævifélagi Slysa-
varnarfélags Islands 1960, heiðurs-
félagi þjóðræknisdeildarinnar Fróns i
Winnipeg 1964, heiðursfélagi Grand
Forks Deildar ,,The American-
Scandinavian Foundation” 1965. Sama
vor var hann einn af fyrstu þrem kenn-
urum Rikisháskólans i Norður-
Dakota, sem sæmdir voru heiðurs-
titlinum „University Professor” fyrir
,,langa og frábæra starfsemi i þágu
skólans bæði með kennslu sinni og
öðrum hætti”.
Á hálfrar aldar afmæli Háskóla ts-
lands 1961 sæmdi Háskólinn hann
heiðursdoktors nafnbót i heimspeki.
Kom R.B. hingað ásamt konu sinni i
boði Háskólans i tilefni afmælisins.
Félag islenzkra rithöfunda sam-
þykkti á aðalfundi sinum i april s.l. að
gera Richard Beck að heiðursfélaga
sinum.
Richard Beck kvæntist 10. október
Abraham, sem er fæddur og uppalinn
á sjálfum höfuðbólum evrópskrar tón-
menningar og með alla burði til þess
að vinna sé ágæti á heimsmælikvarða,
skuli hafa látið sér lynda að starfa hér
á útmörkum menningarinnar við
frumstæð skilyrði. — Ég hygg, að það
hafi verið um 1940, að ég færði þetta i
tal við hann, og ég man svarið vel:
,,Já, en hér er svo yndislega margt ó-
gert. Verkefnin eru allsstaðar.
Kannski gæti ég gert eitthvert gagn
hér”.
Ég sendi vini minum, Róbert Abra-
ham og fjölskyldu hans innilegar
hamingjuóskir á sextugsafmæli hans,
ásamt kveðju frá fyrsta samkórnum,
sem hann stjórnaði hérlendis og þökk
fyrir gömul kynni.
Árni Kristjánsson.
Beck
1920 Ólöfu Danielsdóttur. Fósturfor-
eldrar hennar voru Gunnlaugur Björg-
ólfsson og Valgerður Stefánsdóttir á
Helgustöðum i Reyðarfirði. Sambúð
þeirra Richards og Ólafar varð
skömm, þvi að hún lézt 22/3 1921. Hinn
9/4 1925 gekk Richard að eiga Berthu
(Unu Kristbjörgu) frá Pembina, N.D.
Foreldrar hennar voru Jón Samson
lögregluþjónn (stjúpfaðir hennar) i
Winnipeg, ættaður úr Keldudal i
Hegranesi, og Guðbjörg ólafsdóttir,
ættuð frá Búð i Þykkvabæ. Foreldrar
Guðbjargar voru meðal þeirra, sem
fluttust til Norður Dakota 1886 og
námu þar land. Bertha ólst upp i
Winnipeg að mestu. Hún andaðist i
sjúkrahúsi i Grand Forks 1958. Bertha
var sæmd heiðursmerki Bretakonungs
fyrir störf sin sem hjúkrunarkona i
fyrri heimsstyrjöld. Hún var forseti
Berklavarnarfélags Norður-Dakota og
vann mikið starf að félagsmálum i for-
eldra og kennarafélögum, félögum
skáta o.s.frv. Þau Richard og Bertha
eignuðust tvö börn, sem bæði gengu
menntaveginn, Margaret Helen, B.A.
próf 1951 og kjörin félagi i Phi Beta
Kappa fyrir námsafrek, gift Paul
Hvidtstone, heimili La Habra
Kaliforniu - og Richard, sem lauk
B.Sc. prófi i vélaverkfræði i háskólan-
um i Grand Forks og Master of
Science prófi við Cornell Háskólann,
búsettur i Denver, Colorado.
Hinn 24/6 1961 gekk Richard að eiga
Margaret Jacobina Brandson, Einars-
dóttur frá Reynishjáleigu i Mýrdal,
kirkjugarðsvarðar i Victoria, British
Columbia, Kanada. Kona Einars var
Sigriður ættuð frá Hvoli i Mýrdal.
Frú Margrét lauk námi sem list-
fræðingur frá St.Ann’s Academy i
Victoria, 1923, með ágætiseinkunn,
hlaut verðlaunapening úr gulli, og
stundaði nám i School of Fine Arts i
San Francisco og i Kaliforniu-háskóla
i Berkely. Tók hún próf með heiðurs-
viðurkenningu i báðum þessum skól-
um. Frú Margrét dvaldist hér á landi
1953-1954, og hefir komið hingað tvi-
vegis með manni sinum.
Islenzkum almenningi er ef til vill
ekki nægilega vel um það kunnugt, að
margir brezkir, bandariskir og nokkr-
ir kanadiskir háskólar, að minnsta
kosti, eiga góð söfn islenzkra bóka,
auk bóka á ensku og öðrum málum,
sem allar eru um tsland, sögu þess,
tungu og bókmenntir. Ýmsir háskólar
hafa keypt islenzk bókasöfn, eða þegið
að gjöf. Ekki er rúm að rekja það nán-
ara, en um mikilvægi þess, að erlendir
háskólar eigi slik söfn, skyldi enginn
efast. Kennarar háskólanna og ann-
arra skóla hafa þeirra mikil not,
menntamenn, sem áhuga hafa á Is-
landi og islenzkri menningu, og ófáir
eru þeir háskólanemendur, sem stund-
að hafa norrænunám við háskóla i
áðurnefndum löndum, og bækurnar
opna þeim, sem fá aukinn áhuga á Is-
landi, ótal leiðir til þekkingarauka. Og
alveg er það sérstakt ánægjuefni, að
slik söfn skuli vera fyrir hendi i
bandariskum og kanadiskum háskóla-
bæjum, þar sem fólk af islezkum stofni
er fjölmennt, og ungt fólk af þeim
stofni fær sina æðri menntun.
Vel er nánum vinum Richards Becks
og konu hans kunnugt hvern, skilning
þau hafa á þessum málum, en það var
um miðjan desember s.l., sem dag-
blöðin i Victoria, British Columbia,
þar sem þau hjón settust að 1967 að
loknu 38 ára starfi hans i Grand Forks,
birtu tilkynningu frá háskólanum i
Victoria (University of Victori:a) þess
efnis, að þau hjónin hefðu ákveðið að
gefa bókasafni háskólans einkabóka-
safn sitt, sem er um 2500 bindi. Tekið
var sérstaklega fram, að safnið væri
gefið i tilefni aldrarafmælis fylkisins
og i minningu um foreldra gefend-
anna. Foreldrar frú Margrétar, áður
nefnd i þessari grein, fluttust til
Victoria 1887, og áttu heima þar jafnan
siðari. Foreldrar Richards voru og áð-
ur nefndir og að móðir hans fluttist
vestur með honum 1921. Átti hún
lengstum heima i Winnipeg. Faðir
Richards dó ungur.
1 gjafabréfi komst Richard svo að
orði um gjöfina:
,,Þuð er von okkar hjónanna. að
þessi bókagjöf stuðli að framtiðar-
kennslu og námi i Norðurlandamálum
og bókmenntum viö Umversity ot
22
islendingaþættir