Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1972, Page 24

Íslendingaþættir Tímans - 01.06.1972, Page 24
75 ára Dr. Richard Beck Skylt er að minnast með virðingu og þakklæti hins kunna fræðimanns og trygga ættjarðarvinar, dr. Richards Becks, sem 9. júni. hefir 75 ár að baki, hins mikla ftarfs hans á sviði bók- mennta og æðri menntunar i Vestur- heimi, hins mikla starfs hans og for- ustu i þjóðræknisbaráttu Vestur-ís- lendinga og sem eins mesta, ef ekki mesta iandkynnis, sem Island hefir nokkurn tima átt erlendis, að ógleymdum þeim ágætu persónulegu kynnum, sem þjóðin hefir af honum haft. Fáir lslendingar, sem það átt fyrir að liggja að dveljast erlendií mestan hluta langrar starfsævi og urðu henni til hins mesta sóma, hafí sýnt henni slika rækt sem Richarc Beck. Þau kynni eru náin, svo oft hefir hann heim komið, enda gert sér far urr að efla þau sem mest , i hinum tiði1 ferðum sinum heim. Og mörgum okk ar mun i rauninni finnast, að Richard Beck sé okkur alltaf nálægur, þótt óra- vegur hafi lengstum verið til heim- kynna hans vestra. Stikla verður á stóru um helztu ævi- atriði og störf. Richard Beck fæddist að Svinaskálastekk i Reyðarfirði i Suður-Múlasýslu, sonur Hans Kjartans Becks óðalsbónda i Litlu- Breiðuvik og konu hans Þórunnar Vig- fúsinu Vigfúsdóttur. 1 uppvextinum vandist hann, eins og börn og unglingar almennt i sveitum og við sjó, öllum algengum störfum og stundaði sjóróðra, er hann hafði aldur og þrek til. En hugur þessa unga Aust- firðings hneig i þá átt að afla sér menntunar. Tuttugu og þriggja ára hefir hann náð þvi marki aðljúkastú- dentsprófi frá Menntaskólanum i Reykjavik (1920), og ári siðar flyzt hann vestur um haf með móður sinni. Er þangað kom hóf hann nám viö há- skólann i lþöku, i sambandsrikinu New York, þar sem hið viðkunna Fiskesafn er, og lauk þar prófi i mál- visindum og bókmenntum frá Cornell- háskólanum (Cornell University) árið 1924 og Ph.D. prófi frá sama háskóla 1924. Fyrst i stað að námi loknu var Richard Beck kennari i St. Olav College, Northfield, Minnesota (1926- 1928), og þar næst kennari eitt ár i Thiel College, Greenville, i Pennsyl- vaniu. Árið 1929 varð hann prófessor i Norðurlandamálum og bókmenntum i Rikisháskólanum i Grand Forks, Norður-Dakota, og forseti hinnar er- lendu tungumáladeildar háskólans frá 1954. Ræðismaður Islands i N.D. varð hann 1952, en hafði áður verið vara- ræöismaöur einn áratug. Ræðis- mannsstörfum gegndi hann samfleytt i aldarfjórðung. Um tveggja ára tima var R.B. for- seti félagsins „The Society for Advancement of Scandinavian Study” (þ.e. félagsins „til eflingar norrænum fræðum”.) Hann var forseti hinnar er- lendu tungumáladeildar háskólans i N.D. einn áratug (1954-1963), og átti sæti i fjölda meiriháttar háskóla- nefnda og var fulltrúi háskólans við mörg tækifæri. Þegar háskólinn efndi til sérstakra, árlegra opinberra fyrirlestra af hálfu háskólakennara (Faculty Lecture Series), var hann kjörinn til að flytja fyrsta fyrirlestur- inn (1954). Helztu áhugamál, utan há- skólakennslunnar og fræðilegra starfa, hafa verið og eru: Bindindis- mál, trúar- og kirkjumál og friðarmál- in, auk þeirra, sem annars staðar er vikið að i grein þessari. Innti R.B. af höndum mikið félagslegt starf á öllum þessum sviðum, og flutti fjölda erinda um þau beggja megin hafsins. Forseti Þjóðræknifélags Islendinga i Vesturheimi var hann 1940-1946, og svo aftur 1957, og var forseti þess til 1963, en baðst þá undan endurkosningu. Varaforseti var hann 1934-40. Fulltrúi félagsins var hann á tuttugu ára afmæli islenzka lýðveldisins 1964. (Flutti hann þá ræður og erindi á sam- komum viða um land, eins og hann hafði gert i fyrri heimsóknum. Margrét kona hans var með homim i þessari ferð). Hann var einnig fulltrúi félagsins og Vestur-lslendinga á Lýð- veldishátiðinni og tiu ára afmæli lýð- veldisins. Og þess ber að geta, að öll árin, sem forseti Þjóðræknisfélagsins „gerði hann viðreist” um Islendinga- byggðirnar vestra, og „þar i sveit”, sem hér heima á Fróni, eignaðist hann fjölda vina. Á ferðum sinum um Is- lendingabyggðirnar flutti hann fjölda fyrirlestra i hinum ýmsu deildum félaganna. Oþreytandi var hann jafnan að flytja ræður og erindi á ensku og norsku viðsvegar um Bandarikin og Kanada um islenzka og norska menningu og hefir haldið þvi áfram, eftir að hann lét af embætti sinu i háskólanum. Þeg- ar Beck kom hingað ásamt konu sinni 1966, höfðu þau hjónin ferðazt um Noreg, Finnland og Sviþjóð, og flutti hann nokkur erindi i þeim löndum. Mikill fjöldi ritgerða hefir birzt eftir R.B. i erlendum og islenzkum blöðum og timaritum. Helztu rit hans á islenzku eru: Ljóð- mál 1930, Saga Hins evangelisk- lúþerska kirkjufélags tslendinga i Vesturheimi 1935, Kvæöi og kviölingar K.N. Júliusar 1945, Ljóömæli Jónasar A. Sigurössonar 1946, Guttormur J. Guttormsson skáld 1949, Ættland og erfðir 1950, Svipmyndir af Suöurlandi 1956, t átthagana andinn leitar 1957, ritstjóri Almanaks Olafs S. Thorgeirs- sonar 1941-1954, Við Ijóöalindir, nýtt safn frumortra kvæða 1959, Þættir úr minnisstæöri tslandsferð 1962. Einnig fjöldi ritgerða og ritdómar um islenzk efni i timaritum og blöðum frá seinustu árum. Einnig ber að nefna ritgerðir um islenzk efni i ýmsum ameriskum alfræðiritum, meðal ann- ars umislenzkar bókmenntir að fornu og nýju i Encyclopedia of Poetry og Poetics 1965, en helztu rit hans eru á ensku: Icelandic Lyrics 1930, The History of Scandinavian Literature (meðhöfund- ur), Icelandic Poems and Stories 1943, A Shcaf of Verses 1945 (ný og aukin út- gáfa 1966), History of Icelandic Pocts 1800-1940, kom út 1950, Jon Thorláksson, lcelandic Translator og Pope and Milton 1957. Einnig ritaöi Framhald á bls. 22 24 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.