Íslendingaþættir Tímans - 24.09.1977, Blaðsíða 20
20
Sigríður
J ósteinsdóttir
Kveðja frá tengdaföður
Fædd 19. október 1942,
Dáin 24. marz 1977.
Sigga mln, Eins og þú manst
þá mætti ég þér viö eftirmiödags-
kaffihjá Magnúsi og móöur hans.
Þú t jáöir mér aö þú værir i stuttri
heimsókn en mundir innan
skamms koma alkomin heim fr '
Kaupmannahöfn, þar sem þij
bjóst.
Fáum dögum siöar mætti ég
þér, Magnúsi og móöur þinni frú
Emiliu Húnfjörö, á hóteli Loft-
leiöa þar sem þú beiöst eftir flug-
fari. Ég dvaldi þarna meö ykkur
þar til kallaö var til flugs.
Þessi stutta dvöl á Loftleiöa-
hótelinu bar hugljúfan blæ.
Kveöja þin var björt og hlý.
Daginn sem þin var vænzt heim
hringdi Magnús til mln og sagöist
vera aö fara til Keflavikur aö
taka á móti þér.
Hughrif Magnúsar til þessa
stefnumóts leyna sér ekki í eftir-
farandi linum:
Ljósra vanga liljur skarta,
lifsins anga blóm á grund.
Ljúft mig fangar lofnin bjarta,
létt er ganga á hennar fund.
Þú hringdir til min þegar þú
komst og sagöir: „Ég er komin
heim.Magnús tók svo yndislega á
móti mér, aö ég fæ þvi ekki lýst.
Nú hefir bú lagt upp i aöra ferö,
ef ferö skyldi kalla þvi hér er ekki
staöur, rúm né timi til viömiöun-
ar. Ég veit aö þér finnst á þessari
stundu skynsviö þitt fullkomnara
og stærra, aö þitt eigiö sjálf — sál
þin, vitund þln — sé þaö sama
þrátt fyrir ytri ástæöur.
Viö ræddum oft um þessi mál.
Viö vitum meira þegar viö ræöum
þau næst.
Höfg er kyrrö akursins eftir
storminn.
Jóhann M. Kristjánsson.
hans stendur og byggö fær aö
dafna I dölum noröur. Viö sendum
Jóhönnu, börnum þeirra, tengda-
börnum og barnabörnum okkar
innilegustu samúöarkveöjur.
Jónas Jónsson
frá Yztafelli
t
Hermóöur Guömundsson,
Arnesi I Aöaldal er látinn, aöeins
liölega sextugur aö aldri. Þaö er
erfitt aö sætta sig viö aö sjá
honum á bak, ekki eldri en þetta,
þegar almennt er gert ráö fyrir aö
þó nokkur hluti starfsævmnar sé
enn framundan.
Þó kynni okkar Hermóös yröu
ekki löng eru þau mér svo minnis-
stæö aö mér er bæöi ljúft og skylt
aö þakka þau og minnast hans hér
meö fáeinum linum. Nokkur
undanfarin ár átti ég þvi láni aö
fagna aö vinna meö honum aö
einu stærsta áhugamáli hans,
Islenzkum veiöimálum, en eins og
kunnugt er veitti hann Lands-
sambandi veiöifélaga tarsæia
forystu siöan voriö 1973. Ég tel
þaö rnikiö lán aö hafa kynnzt
honum, sjónarmiðum hans og
starfsháttum á þessu sv'iöi. Mér
mun ekki gleymast einlægur
áhugi hans og þekking á viöfangs-
efnunum, né heldur hversu ein-
arðlega hann hélt fram þeim
sjónarmiöum, sem hann taldi rétt
vera, viö hvern sem var aö eiga.
Samt var hann ætlö fús til aö
hlýða. á rök þeirra, sem á ööru
máli voru og bæri þaö viö aö hann
yröi þar i minni hluta, vann hann
heils hugar aö framkvæmd þeirra
sjónarmiöa sem ofan á uröu. Eg
tel Hermóö hafa veriö einn þann
heiöarlegasta og heilsteyptasta
mann, sem ég hef kynnzt. Þar
veitég mig mæla fyrir munn allra
samstarfsmanna hans i Lands-
sambandi veiöifélaga. Ég vil nú
nota þetta tækifæri til aö votta
eftirlifandi konu hans, börnum
þeirra og tengdabörnum einlæga
samúö mina vegna andláts hans.
En þótt ævi Hermóös yröi ekki
lengri en þetta, auönaöist honum
þaö, sem fáum einum tekst. Hann
haföi siik áhrif á samtiö sina, aö
marka mun varanleg spor i fram-
vindu þjóöarsögunnar. Þegar
hann og ýmsir sveitungar hans
töldu svo mjög gengiö á rétt sinn,
aö öryggi og hagsmunum
byggöarinnar væri stefnt i voöa,
gekk hann fram fyrir skjöldu og
veitti öflugt vibnám. Þvl er ekki
aö leyna, aö ýmsir stéttarbræöra
hans töldu þar viö svo stóran aö
deila, . aö ósigur væri vis og
orustan fyrirfram töpuö. Hafi
slikar hugsanir nokkru sinhi
flogiö aö Hermóöi heitnum, þá
hefur hann frekar valiö þann
kostinn, sem hefjulegri er, aö
falla meö sæmd fremur en aö una
þvi, sem hann taldi rangt. — En
ég ætla ekki aö rekja þá sögu hér.
Viö vitum öll aö Her-
móöur stóö ekki einn i
baráttunni, heldur fremstur
i flokki ódeigra og samhentra
manna. Við vitum lika um þann
sigur, sem að lokum vannst. En
við munum aldrei kynnast til fulls
þvi mikla og fórnfúsa starfi, sem
að baki lá. Hitt vitum við, aö ein-
ungis örfáir menn hafá til að bera
þá þrautseigju, staötestu og
kjark, sem þarf til aö leiða jafn
torsótta baráttu fram til sigurs.
Þessum eiginleikum var
Hermóöur gæddur i rikum mæli,
og þvi er þaö, aö Laxárdalurinn
er enn óspilltur. Þarna var þó
meira I húfi en þaö eitt. Ég tel aö
framtiöin muni sýna, aö endalok
Laxárdeilunnar marki timamót,
þar sem náttúru- og landverndar-
mönnum tókst loks að snúa vörn i
sókn. Þesa gætir viöa. Siöan þá
hefur til dæmis verö tekið mun
meira tillit til réttar og hagsmuna
þeirra, sem á stórframkvæmda-
svæöum búa, en áöur var. En
fyrst og fremst er reisn Islenzkrar
bændastéítar meiri eftir en
áöur. Nú erum viö okkur betur
meövitandi um mátt okkar, rétt
og skyldur, bæöi viö landiö og
okkur sjálf. Þvi á Islenzkt sveita-
fólk Hermóöi Guömundssyni
mikla skuld aö gjalda. Ég tel mig
hafa þekkt hann nógu vel til aö
fullyröa, aö helzt heföi hann kosiö
sér þau laun aö viö látum aldrei
merki hans falla, heldur stöndum
traustan vörö um þaö, sem unnizt
hefur, og berjumst ótrauö hvar
sem hættan ógnar á ný. Þannig
minnumst viö hans bezt.
Þorsteinn Þorsteinsson
Skálpastööum
isiendingaþættir