Íslendingaþættir Tímans - 24.09.1977, Side 32

Íslendingaþættir Tímans - 24.09.1977, Side 32
Karl Guðmundsson Karl Guðmundsson og Margrét Tómasdóttir Fæddur 30. des. 1898 Dáinn 15. april 1977. Hann var fæddur og uppalinn i Króki á Rauðasandi. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún Einars- dóttir Thóroddsen og Guðmundur Sigfreðsson. , Þau hjón eignuðust sjö syni. Einn þeirra lézt á fyrsta ári, en hinir sex komust til full- orðins aldurs. Fjórir þeirra eru nú látnir: Torfi menntaskóla- kennari, Einar Thóoddsen læknir, Sigfreður bóndi og nú siðast Karl. Eftir lifa tveir elztu bræðurnir, Jón rafvélameistari og dr. Krit- inn fyrrv. ambassador og ráð- herra. Heimili foreldra Karls, i Króki var mikiö myndarheimilí. Vinnu- semi, hagsýni og snyrtimennska réði þar rikjum. Guðmundur nam búfræöi i ólafsdal og kom þaðan með það veganesti, sem lengi bar svipmót Torfa skólastjóra i bú- | skapnum i Króki. Virðing hans i fyrir Torfa sýndi sig m.a. i þvi, að ' hann lét yngsta son sinn heita nafni hans. Guðrún húsfreyja var ekki siðri á sinu sviöi. Hún var ljósmóöir sveitarinnar áratugum saman og varö þvi að leggja á sig ferðalög um fjöll sem byggðir, að vetri sem sumri og dvelja viö þau skyldustörf fjarri barnmörgu heimili sinu. Af þessum sterku stofnum var Karl kominn. Hann sýndi það lika i mörgu á langri æfi. Á uppvaxtarárum sinum i Króki vandist Karl heföbundnum sveitastörfum, en stundaði jafn- framtsjómennsku um skeið i ver- stöðvum. Þetta var lögmál bænda og bændasona i þeirri sveit, þar sem jarðir voru litlar og rækt- unarmöguleikar á þeim timum þvi nær engir. En öll þessi störf mótuðu manninn. Það var stund- um kaldranalegt i opnum árabái úti á Atlantshafi þótt á vori væri. Það var heldur ekki áreynslu- laust að fara kaupstaöarferöir i misjöfnum vetrarveðrum yfir Skersfjall og út Patreksfjörð og bera svo varninginn yfir fjallið á heimleiðinni. En þetta var heim- ur Rauðsendinga og piltar kunnu þessum heimi vel. Þeir mega vera þakklátir fjöllunum og sjón- um þar vestra fyrir uppeldið. Hætt er viö að kjarkurinn og þrekið heföi orðið eitthvað minna ef umhverfið hefði verið Lauga- vegur eða Austurstræti. Rauðasandur er lítið og af- : skekkt hérað og mætti margur ætla að þar hafi rikt einangrun og félagslegt fásinni, en þaö var ööru nær. Bæirnir voru þar þrettán i byggð á uppvaxtarárum Karls, þótt nú sé þeir aðeins sex, en fólk- ið var alls um 120 til 130. Nú eru um 20 til 30 manns á Rauðasandi. Þaö mun hafa verið um 1910, eöa skömmu siðar, að stofnað var þar ungmennafélag. Það geröi Eyjólfur Sveinsson frændi Karls, er stundað hafði nám i Flensborg og siðan I Noregi, en gerðist i við heimkomuna barnakennari sveitarinnar. Þetta félag færði nýtt lif i unga sem gamla, á Rauðasandi. Það starfaði mikið meö umræðufundum og samkom- um og efldi manndóm og mennta- þorsta æskufólks. Frá þessum fé- vana heimilum fóru siðar flestöll ungmennin, stúlkur sem piltar, til einhvers náms. Þó var hvorugu til að dreifa þá, námsstyrkjum né foreldrafé. Karl fór til náms að Hvanneyri 1923 og lauk þaðan búfræðiprófi 1925. Ekki er mér kunnugt um hvers vegna hann varð aldrei bóndi, ef til vill hefir honum verið handion öllu hugstæöari. Hér syöra stundaöi hann rafvélastörf hjá Bræörunum Ormsson og fleirum, en stundaöi auk þess fleiri störf. Um 1930 varð hann sýningarmaður i Nýja Bió. Siðar varö hann sýningarstjóri i Tjarnarbió og svo i Háskóiabió, en samhiiða gegndi hann rafvéla- störfunum, sem hann lagði aldrei á hilluna meö öllu, þótt heilsan bilaði, heldur hafði sér til dægra- styttingar. Þann 19. júni 1926 giftist Karl Margréti Tómasdóttur frá Hró- arsholti i Arnessýslu. Þau bjuggu alla sina hjúskapartið i Reykja- vik. Þau eignuðust niu börn, fjór- ar dætur og fimm syni, sem öll lifa og eru fyrir löngu upp komin. Margrét var glæsileg og aðiað- andi kona og það er hún enn i dag, þótt hún sé rúmliggjandi sjúk- lingur, en á efri hæð Landakots- spitala lá hún þegar Karl maður hennar lézt á neðri hæðinni. Margrét hefir gegnt miklu og vandasömu hlutverki eiginkonu og móður i meira en fimmtiu ár með einstakri sæmd og virðuleik. 1 langri og farsælli sambúð með eiginmanni sinum hugsaði hún eins og Rut forðum: „Þitt fólk er mitt fólk, þinn guð er minn guð”. Karl var allhávaxinn maður, þrekinn og kraftalegur, enda góö- ur glimumaöur i gamla daga. Hann var glaður og frábærlega spaugsamur i góðra vina hópi. Þykir mér liklegt að hann hafi bú- ið yfir leikarahæfileikum, þótt aldrei legði hann það fyrir sig. Hann var hagyröingur góður en gagnrýninn á kveöskap svo og á ritað mál almennt. Hann sætti sig litt við sumar kenningar og stað- hæfingar manna, sem honum fannst ekki á rökum reistar og lét sig engu skipta hvort i hlut áttu islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.