Íslendingaþættir Tímans - 24.09.1977, Side 31

Íslendingaþættir Tímans - 24.09.1977, Side 31
Páll G. Þorleifsson F. 20.12. 1910 D. 8.5. 1977 t dag er til moldar borinn, frá Laugarneskirkju, tengdafaöir minn og vinur Páll G. Þorleifs- son, en hann andaöist á Landa- kotsspitala 8. maf sl. Vegna hógværöar hans og góöra eiginleika i mannlegum samskiptum, sköpuöust aldrei um hann straumrastir, en hlýhug samferöamanna sinna sinna átti hann i rikum mæli. Ast barna átti hann og vini marga, en óvini enga. Vegna aldarfjórðungs vin- áttu ókkar og elsku hans, vil ég nú, aö leiöarlokum, minnast Páls aö nokkru. Páll var fæddur aö Staöarhóli i Siglufiröi 20. desember 1910, og hét fullu nafni Páll Guömundur og voru foreldrar hans Þorleifur Þorleifsson skipstjóri, og kona hans Valgeröur Kristjánsdóttir. Var Páll yngstur i hópi 11 syst- kina, en til fulloröinsára komust 6. Foreldrar Páls bjuggu á Staöarhóli fram tilársins 1916, aö þau fluttu yfir fjörðinn, i sjálfan kaupstaöinn. Foreldra sina missti Páll ung- ur, en faöir hans fórst i róöri, á trillubát 2. desember 1933 ááamt syni sinum Þorvaldi. Systkinin sem þá stóöu eftir, mynduöu ásamt Dýrleifu móðursystur þeirra, f jölskyldukjarna svo þétt- ofinn, aö enn i dag, eru fjöl- skyldubönd þessi ófúin meö öllu, þótt nú lifi Pál, aðeins systir hans Guðfinna og Halldór bróöir hans, bæöi búsett á Siglufirði. Komu samhyggðareinkenni þessi vel i ljós, er mágur Páls, Asgrimur, varö fyrir alvarlegu slysi á liönu vori, en vart varð á meiri um- hyggju kosið, en þar kom i ljós. Samkennd i fjölskyldu, sem þarna var að finna, gerir þjóö- félagsbygginguna heila og sterka, og væri betur aö viö ættum meira af þeim dýrmæta sjóöi. Snemma fór Páll aö sækja sjó, eða aöeins 15 ára, og sótti ýmist þorsk eða sild, eðalborna fisk- Sildveiðar stundaði Páll frá heimabæ sinum en vetrarvertiöir . sótti hann til Reykjanesskagans. Oðlaöist hann skipstjórnarrétt- indi fiskimanna, á þessum árum eða um 1930. Ekki var kauptrygg- ingu fyriraö fara á þessum árum, og aöbúnaður með þeim hætti, aö ekki þættu fýsilegir ungum mönn- um i dag. Ahættan var mikil, en tekjur óvissar enda ekki óal- gengt, aö fjölskyldumenn, kæmu meö skuld á baiki eftir úthaldiö. Hin bitra reynsla þeirra, sem i eldraunir þessar rötuðu, var sá jarövegur sem verkalýöshreyf- ingin óx úr, og skóp samtaka- mátt, sem aftur hefur rutt braut- ina fyrir eftirkomendur, sem væntanlega meta aö veröleikum. Ariö 1936, hinn 30. mai giftist Páll eftirlifandi konu sinni Elku Guöbjörgu Þorláksdóttur, frá Hafnarfirði og eignuöust þau eina dóttur, Valgerði, sem heitin er eftir ömmum sinum báöum. Hjónaband þeirra var farsælt og voru þau mjög samhent i aö búa heimili sitt þannig úr garöi, aö menn fyndu sig velkomna, enda gestrisni eitt æðst boðorða. 1 lok sildarævintýrisins og með minnkandi afkomumöguleikum, fluttist Páll búferlum með fjöl- skyldu sina áriö 1946 frá Siglu- firði, og settist fyrst aö i Hafnar- firði, en árið 1948 flutti hann i þá- verandi Laugarnessókn i Reykja- vik, og bjó þar æ siöan.. Páll hóf störf hjá Oliuverzlun tslands áriö 1948, og starfaöi þar óslitiö til dauðadags. Vann.hann þar ýms störf i oliustööinni að Kletti, og lengst af viö oliulandanir úr skip- um, og kom þar viö sögu, bátur- inn Hafliöi. A seinni árum þegar heilsan fór þverrandi voru Páii falin léttari störf, og endaöi hann þjónustu sina sem birgðavöröur. Stjórnendur Oliuverzlunarinnar eiga þakkir okkar, fyrir drengi- lega framkomu og skilning á breyttum högum. Vinátta samstarfsmanna hans 1 gegnum árin, og góður vinnuandi, var ómetanleg, enda Páll félags- hyggjumaður og stéttvis. Kynni min af Páli hófust, er ég kynntist dóttur hans, og styrktust þessi kynni og varö úr gagn- kvæmt vinarþel, sem aldrei bar á skugga. Glað'værö Páls og væntum- þykja á barnabörnum, lýstu um- hverfið, og aldrei töldu börnin að jólin væru komin, fyrr en afi og amma voru setzt i stofu, svo stór- an þátt átti hann þar. Þegar við nú horfum á eftir honum afa, yfir móöuna miklu og undrumst hversvegna? — þá lifir minning hans i hugum okkar, og við þökkum fyrir þann tima, sem hann var með okkur og biöjum honum farsællar farar og góörar heimkomu. Eigðu þakkir okkar, og far þú vel vinur. Hreinn Bergsveinsson Islendingaþættir 31

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.