Íslendingaþættir Tímans - 24.09.1977, Síða 40

Íslendingaþættir Tímans - 24.09.1977, Síða 40
Guðlaug Guðjónsdóttir f. 14. 2. 1891, d. 8. 4. 1977. Viö sjáum hvar sumar rennur meö sól yfir dauöans haf. Og lyftir i eillfan aldingarö þvi öllu er drottinn gaf. Þessi orö þjóöskáldsins, Matthiasar, komu mér i hug, er ég frétti um andlát minnar hugstæöu vinkonu og sam- kennara um áratugaskeiö, en hún and- aöist aö kvöldi skirdags, fimmtudags- ins 7. aprll. Guölaug Ingibjörg hét hún fullu nafni, var fædd þann 14. febrúar 1891, dóttir Guörúnar Torfadóttur og Guö- jóns. Jónss., hinna mesti merkis og sæmdarhjóna. Meö sinum ágætu for- eldrum fluttist Guölaug ung aö árum til Keflavikur, ásamt Jóninu systur sinni, en þar stundaöi Guöjón báta- smiöar viö góöan oröstir meöan lif og kraftar entust. I Keflavlk byggöi hann sér, konu og dætrum snoturt og aölaö- I andi Ibúöarhús á fallegum staö viö sjó- inn, en þenna bæ nefndi hann Fram- nes. Þar ólust þær systur upp i skjóli góöra foreldra og eftir þau látin, héldu þær áfram að eiga þar heima, enda jafnan viö Framnes kenndar. Sé miöaö viö þá miklu skólagöngu, sem nú er krafizt af hverjum, er vill gera vandasamt verk aö sinu ævi- starfi og meö hliösjón af frábærum æskulýösstörfum Guölaugar, bæöi sem kennara og gæzlumanns I fjöl- mennustu barnastúku landsins, Ný- ársstjörnunni, kynni mörgum aö þykja fróðlegt aö frétta um skólagöngu hennar og menntun. Er þar skemmst af aösegja, aö skólagangan var Iltil og stopul, eins og raunar algengast var um börn þess tlma. En löngun til náms og mennta, samfara góöum gáf- um, varhenniog þeim systrum báöum haldgott vegarnesti. Uppeldi á menn- ingarlegu heimili þeirra, þar sem mik- iö var til af góöum bókum, miöaö viö efnahag og aöstæöur, var sú mennta- stofnun, er gaf þeim byr undir vængi og kom þeim til manndóms og þroska. En skólastjórahjónin á þessum fjöl- brautaskóla lifsins, voru þeirra ágætu foreldrar, sem öllu vildu til kosta viö . menntun og uppfræöslu dætra sinna. Siöar sóttu þær ýmis námskeiö I upp- eldis- og skólamálum til aö afla sér sem viötækastrar þekkingar á sviöi barnafræöslu, en á þeim vettvangi helgaöi Guðlaug lif sitt og starf. Eins og fyrr var aö vikiö, vorum viö Guölaug samkennarar viö barnaskól- ann i Keflavik um áratugaskeið, tókst þá meö okkur einlæg vinátta, sem hef- ir varaö siöan. Mér er ljúft aö geta þess, aö þær systurnar voru meö þeim fyrstu, sem ég kynntist i Keflavik, og eigum viö hjónin margar og hugljúfar minningarfrá samverustundum okkar á þeirra fallega heimili, Framnesi. Þegar Guðlaug varö sextug, orti ég til hennarlitinnafmælisbrag, sem var tilraun til aö lýsa henni, eins og hún kom mér þá fyrir sjónir. Þar sem ég er enn sama sinnis, finnst mér viö hæfi aö birta hér brot úr þessu afmælisljóöi, enda tjáir þaö nú sem foröum hug minn til hinnar látnu heiöurskonu. >>••• Þinn hugur snemma hneigöist bóka til, á heimi mennta og lista kunni skil. En frelsisþráin þrýsti aö ungu hjartai Þú tókst aö kenna, köliun þeirra trú sem kærleiksverkum unna, likt og þú, og vilja þessa veröld hreina og bjarta. Aö mannlifsgróöri hlúir höndin þln, svo hugans frækorn geti notið sin, hún eykur lifsþrótt ungviöinu smáa. Þú fimum höndum ferð um liljublaö, til fagurs lifs svo vaxa megi þaö, úr duftsins smæö i ljóssins heiöið háa. Þitt llf, þitt starf, var helgað sumri og sól og smælingjarnir finna hjá þér skjól. Þú hjálpar góöum guöi viö aö skapa. Þvi munu börnin blessa þig I dag og biðja þér til handa um gæfuhag, aö auönusól þin aldrei nái aö hrapa. Meö heiöri og sæmd viö margþætt merkisstörf aö mannheill vannstu, alltaf sönn og djörf. Þú veittir ljúfa leiösögn hverju barni. Ég veit þinn andi enn á létt um flug, þín æska heldur velli, hvetur dug hins unga manns, á höröu llfsins hjarni. > > Auk frábærrar kennslu viö barna- skólann í Keflavlk, vann Guölaug mik- iö og gott starf aö félagsmálum barn- anna. Hún var eins og fyrr er sagt gæzlumaður barnastúkunnar Nýárs- stjarnan I fjöldamörg ár, en undir handleiöslu þeirra systranna var sú stúka fjölmennasta barnastúka á landinu um árabil. Nú fyrir nokkrum árum voru þær systurnar sæmdar riddarakrossi hinnar isl. fálkaoröu fyrir frábær störf á sviöi félags- og uppeldismála. Voru þær vel aö þeim heiðri komnar. Já, nú hefir Guölaug lokiö heillarlkri jarövist I þessum heimi og gengin á vit sinna heittelskuöu foreldra og ann- arra kærra vina, sem á undan voru farnir yfir móöuna miklu. Við hjónin erum forsjóninni þakklát fyrir aö hafa átt þess kost aö kynnast þessari látnu merkiskonu og eignast trúnaö hennar og viúáttu. Systur hennar, Jónfnu og öðrum ættingjum og vinum, sendum viö dýpstu samúöarkveöjur. Blessaöar veri hugljúfar minningar um Guölaugu I Framnesi. Þeim fær hvorki mölur né ryö grandað. Hallgrlmur Th. Björnsson. t Guölaug Ingibjörg var fædd á Stóru- Vantsleysu á Vatnsleysuströnd þann Frh. á bls. 39 40 islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.