Íslendingaþættir Tímans - 24.09.1977, Blaðsíða 24

Íslendingaþættir Tímans - 24.09.1977, Blaðsíða 24
Guðrún Petrea Jónsdóttir frá Sauðlauksdal í. 24. des. 1901 d. 2. mai 1977. I dag 11. mai, fer fram frá Fossvogskapellu útför Guörúnar Petreu Jónsdóttur frá Sauölauks- dal. Hún fæddist i Keflavik 24. desember 1901 og voru foreldrar hennar Jón Jónsson trésmiður i Keflavik (f. 7. sept. 1861 i F'erju- nesi við Þjórsá) og kona hans Þóra Eyjólfsdóttir (f. 10. febr. 1864 á Undirhrauni i Meðallandi). Bjuggu þau allan sinn bú- skap i Keflavíkog munu aldraðir Keflvikingar enn muna hús þeirra sem ætið var kallað Eld- húsið, af þvi að upphaflega hafði staöið þar eldhús Duusverslunar, en þegar ibúðarhúsið var byggt á staðnum mun nafnið hafa orðið eftir, þótt eldhúsið hyrfi. Þau hjónin Jón og Þóra, voru kunn fyrir snýrtimennsku og reglusemi, og var Jón ágætur smiður, enda aðalhúsasmiðurinn i Keflavik um og eftir aldamótin — sivinnandi dag hvern — og veitti heldur ekki af, þvi að börnin voru mörg, eða tiu talsins og komust átta þeirra tii fullorðins- ára. Hjá þeim dvöldu lika foreldrar Þóru, og var mikill gestagangur i Eldhúsinu, Skaftfellingar, sem voru að koma i útver eða fara austur voru þar tiðir gestir, eink- um á meðan Eyjólfur lifði. Og til þess að drýgja tekjurnar hafði Jón dálitið verkstæði heima og þar smiðaði hann marga góða gripi, ekki sizt kommóður, sem þá voru eftirsóttar mublur i stáss stofum islenzkra timburhúsa. Einnig fékkst Jón svolitið við kennslu, en hann var ágætlega aö sér i islenzkum bókmenntum og dönsku, þótt aldrei hefði hann sjálfur notið kennslu. Og i þessu sjávarplássi is- lenzkra sveitamanna sem fluttir voru á mölina ólst Guðrún Petrea upp — og var æska hennar og vöxtur þorpsins eins og tveir þættir sama strengs. og mundi hún margt frá þessum frumbýlis- árum staðarins, fólk og atvik sem mótaði hið daglega lif. Veturinn 1916-1917 var ungur guðfræðingur Þorsteinn Kristjánsson frá Þverá i Eyjahreppi ráðinn skólastjóri unglingaskólans i Keflavik og leiddu kynni þeirra Guðrúnar Petreu þennan vetur til þess að þau giftu sig rúmu ári seinna, þ. 8. s(ept. 1918. En nokkru eftir að unglinga- skólanum lauk vorið 1917, eða þ. 28. mai, var Þorsteinn vigöur til Mjóaf jaröarprestakalls, sem hann þá um veturinn hafði fengið veitingu fyrir. Fór Þorsleinn austur um vorið, en unnusta hans varö eftir hjá foreldrum sinum i Keflavik. Dvaldi hann fyrst i Firði, en siðar á Brekku, þar sem hlýrri vóru húsakynni, en eftir áramótin 1917- 1918 lögðust að kuldar og frost- hörkur, frostaveturinn mikli var að ganga i garð. Vorið 1918 kemur svo séra Þor- steinn aftur að austan og hafði þá fengið veitingu fyrir Breiöabóls- stað á Skógarströnd, en vegna samgönguerfiðleika dróst för hans að austan, svo að ekki mun hann hafa tekið við jöröinni á Breiðabólsstað þetta vor. Um sumarið fór svo Guörún Petrea með honum vestur i kynn- isför og dvöldu þau þá mest hjá foreldrum Þorsteins, Kristjáni hreppstjóra Jörundssyni áJÞverá og konu hans Hélgu Þorkeisdótt- ur. Þar kynntist hin unga, tilvon- andi prestskona ú'r Keflavik nýj- um heimi, en Kristján var hinn mesti búforkur, einarður og fylg- inn sér, eins og lesa má um i ævi- sögu séra Arna Þórarinssonar. Helga, kona hans, var óvenju greind og fjölmenntuð þótt aldrei hefði á skólabekk setið og tók hinni ungu tengdadóttur meö slikri hlýju, að aldrei kólnaði meðan báðar lifðu. Dvaldist nú Guðrún þarna um sumariö i hinum bezta fagnaði, en Þorsteinn var einkasonur þeirra hjóna og þarna vestra voru þau siðan gefin saman f hjónaband af séra Arna Þórarinssyni þ. 8. sept. um haustið. Siðan lá leiðin suður tii Keflavikur i heimsókn til fjöl- skyldu Guðrúnar en nú gripu óvæntir atburðir i taumana og sannaðist þá hið fornkveöna, að enginn ræður sinum næturstað. I Reykjavik og um Suöurnes herjaöi sjálf pestin, spænska veikin. Hún lagðist eins og farg yfir þjóðina, sem senn ætlaði að fagna fullveldi og sópaði heilu fjölskyldunum ofan i kirkjugarð- ana, eins og veriö væri að minna þjóðina á harðæri og pestir þús- und ára sögu — og austur i heim- kynnum afa og ömmu hinnar ný- giftu konu stráði Katla ösku og eimyrju yfir landið, og i sömu vikunni létust i Eldhúsinu i Kefla- vik húsmóöirin og næstelzta dótt- irin, rétt tvitug að aldri, en unga brúðurin liggur vikum saman milli heims og helju. Þegar svo var komið hag fjöl- skyldunnar var gripið til þess ráðs að flytja Guörúnu fársjúka til vinafólks i Keflavik, og fyrst eftir áramótin kom batinn, æska og ilmur sumarsins frá Þverá sigraöi að lokum hinn bleika gest. Voriðeftir, 1919, flytja sVo ungu prestshjónin að Breiðabólsstaö, og meö þeim flytja einnig faðir Guörúnar og tvö yngstu systkini islendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.