Íslendingaþættir Tímans - 24.09.1977, Page 17
Guðný Björnsdóttir
frá Hnefilsdal
F. 20. maí 1906
D. 17. júli 1977
Þú hafðir fagnaö með gróandi grösum
og grútið hvert blóm sem dó.
Og þér hafði lærst að hlusta uns hjarta
i hverjuin steini sló.
og þér fannst vorið þitt vera svo
fagurt
og veröldin ljúf og góð.
Og dauðinn þig leiddi í höll sina
heim
þar sem hvelfingin við og blá
reis úr húmi hnigandi nætur
mcð hækkandi dag yfir brá.
Þar stigu draumar þins liðna lifs
i loftinu mjúkati dans.
Og drottinn brosti, hver bæn
var oröin
að blómum við fótskör hans.
Tóm.Guðm.
/
Er minnast skal Guðnýjar Björns-
dóttur frá Hnefilsdal kemur fyrst upp i
hugann hversu sérstæð kona hún var
um margt, og hve heimurinn væri bet-
ur á vegi staddur ef við jarðnesk börn
ættum jafn mikla umhyggju og rausn
til handa meðbræðrum okkor og vær-
um jafn öfundarlaus i annarra garð
sem hún var.
Bænir hennar studdu margan sjukan
ogóstyrkan á lifsins braut og kærleik-
ur hennar náði til allra sem um sárt
áttu að binda.
1 litlu stofunni hennar, þar sem hún
einnig svaf og ól upp dótturdöttur sina,
var ætið pláss og hjartarúm fyrir gesti
og gangandi^háa sem lága, og þá ekki
siður lága sem áttu ekki margt at-
hvarf.
Guðný fæddist i Hnefilsdal á Jökul-
dal, N-Múl. 20. mai 1906 dóttir hjón-
anna Björns Þorkelssonar, hrepp-
stjóra og fræðimanns og Guðriðar
Jónsdóttur. Guðný átti tiu systkini.
Tvödóu iæsku.Einar og Sigurborg, en
niu náðu fui'orðinsárum. Af þeim eru
Sigurður, Ólafur og Einar látnir. Eftir
lifa Jón, fyrrv. bóndi á Skeggjastöð-
um, Jökuldal, Þorkell fyrrv. bóndi sið-
ar húsvörður i Rvik. Stefán forstjóri
Mjólkursamsölunnar i Rvik, Sigriður
húsfrú, Hlöðum við Lagarfljót og
Helga húsfrú að Desjarmýri, Borgar-
firði eystra. Ennfremur ólst upp meo
þeim að miklu leyti Arni Hallgrimsson
bóndi Minni-Mástungu Gnúpverja-
hreppi.
t þessum stóra og mannvænlega
systkinahópi á mannmörgu rausnanog
menningar heimili ólst Guðný upp.
Foreldrar hennar voru bæði vel menn-
uð á þeirra tima mælikvaröa,
Björn gagnfr. úr Flensborg, en Guð-
riður hafði numið i kvennaskólanum á
Akureyri. Guðný sótti menntun sina i
héraðssk. að Eiðum. Næm var hún og
fróðleiksfús og ritfær vel, þótt litt héldi
hún þvi á lofti.
Arið 1936 giftist Guðný Steinþóri
Einarssyni frá Djúpalæk, ágætum
manni, sem dó langt um aldur fram.
Þau eignuðust fjögur börn. Eitt dó ný-
lega fætt, en á lifi eru Stella Björk,
húsfrú i Neskaupstað, Snælaug Alda
tannlæknir í Danmörku og Hjalti Karl,
lögfræðingur i Rvik, öll gift og eiga
samtals átta börn. Auk þeirra ól
Guðný upp dótturdóttur sina Guðnýju
Þóru Hjálmarsdóttur, sem nú er 17
ára. Árið 1952 missti Guðný mann sinn
og stóð ein með þrjú stálpuð börn. Þaö
var enginn dans á rósum aö vera ekkja
meö þrjú börn þá, og verður sjálfsagt
aldrei, en Guðný kvartaði ekki, heldur
hlúði að börnum sinum og studdi þau
til náms af fórnfýsi og kærleika, enda
uppskar hún eins og hún sáði. Fóstur-
dóttir hennar og nafna, Guöný Þóra,
var umvafin kærleika hennar og ástúð
enda óx hún upp sem elskuleg stúlka
sem flytur nú af landi brott til móöur
sinnar með kærleika ömmu sinnar I
vegarnesti.
Guðný Björnsdóttir var suðræn i út-
liti, dökkhærð, vel eyg og brúnleit á
hörund. Tilfinningar minntu lika
meira á það fólk sem sunnar á hnettin-
um býr, en okkur þumbaralega
Noröur-Evrópubúa, svo hrifnæm,
söngelsk og tilfinningaheit sem hún
var. Hún veitti af rausn, en átti verra
meðaðþiggja. Hún var trúuö og óttað-
ist ekki dauöann, en hún haföi óskað
sér að mega lifa i 3 ár í viðbót, þar til
Guðný Þóra væri búin aö ljúka
menntaskólanámi sinu. Heilsa Guö-
nýjar bilaði fyrir nokkruö árum, en
áfram barðist hún, rétti fram hjálp-
andi hönd sina hvar sem hún gat og
styrkti okkur i kring um sig með trú
sinni og bænum. Sl. vetur hrakaði
heilsu hennar, og enn meir I vor, en
andlegri reisn sinni hélt hún þar til hún
andaðist 17. júlisl. i Borgarspitalanum
i Rvik og hefur útför hennar
farið fram.
Ég votta öllum ástvinum hennar
innilega samúö og kveð Guðnýju
Björnsdóttur meö þakklátum huga.
Anna Þr. Þorkelsdóttir
Islendingaþættir
17