Íslendingaþættir Tímans - 24.09.1977, Side 28

Íslendingaþættir Tímans - 24.09.1977, Side 28
Friðrik Jónsson f. 8. nóv. 1896, d. 17. aprll 1977 Þaö snart mig óneitanlega, er égheyröi andlátsfregn mlns góöa vinar, Friöriks á Þorvaldsstöö- um. Ég vissi aö vlsu viö hverja vanheilsu hann bjó og um baráttu hans þar i gegn. Hetjulega og án þess aö æörast tók þessi áöur hrausti og lífsglaöi maöur þvi mótlæti, er heilsubilunin var. Hann ræddi síöast viö mig i gamansömum tón um allan þenn- an krankleika, sem ásækti sig, en þó duldist mér ekki aö óöum drægi nú aö lokadægri þessa góöa drengs. Aörir munu veröa til þess aö greina frá ætt hans og nánara lifshlaupi. Min kveðja verður aö- eins fátækleg þökk fyrir öll okkar góöu kynni, þar fór mannkosta- maöur, sem mannbætandi var aö kynnast. Friörik var einstaklega skarp- greindur og fjölhæfur um margt. Skemmtilegur svo af bar I viö- ræöu, skapheitur tilfinningamaö- ur meö rika réttlætiskennd. Félagshyggjumaöur var hann meö þeim beztu, er ég hefi kynnzt, félagsleg samhjálp og samvinna, einkum I þágu lftil- magnans áttu þar ötulan liös- mann, er hvergi lá á liöi sinu. Samvinnuhugsjónin tók hug hans snemma fanginn og henni vann hann vel m.a. meö formennsku I Kaupfélagi Héraösbúa um árabil. Þar kynntist ég þvl, hve mikill fundamaöur og fundarstjóri Friö- rik var. Festa og lagni héldust 1 hendur og hann var meö ágætum máli farinn, reifaöi mál sitt af einurö og skýrleik og gat oröiö fljúgandi mælskur, ef því var aö skipta. Góölátleg klmni gæddi mál hans auknum þokka. 1 sveit sinni, Skriödalnum, þótti hann eölilega sjálfkjörinn til flestra trúnaöarstarfa, enda hvoru tveggja, vel til foringja fallinn, einarður og fram- kvæmdasamur, þó án alls ofrlkis, þvt samvizkusemin ' og trú- mennskan sátu ávallt I öndvegi aö hverju sem gengiö var. Ég ætla ekki aö viöhafa neina upptalningu hér á þessum störf- um, en þau voru mörg og marg- vlsleg, og sem vænta mátti af manni meö skapgerö og gáfur Friöriks, brást hann I engu þeim trúnaöi er honum var sýndur, innan sveitar sem utan. Þaö var reisn yfir Friöriki á Þorvaldsstööum, fasi og fram- komu hans allri, en meira var þó um hitt vert, hve hjartahlýjan og góövildin áttu þar góöan fulltrúa. Vegna frændskapar haföi ég kynni af Friörik þegar sem barn, en einkum var þaö nú hin siöari árin, sem fundum bar saman eða viö áttum tal saman I slma. Vel mun ég geyma hiö ágæta bréf, er hann ritaöi mér I fyrra út af ákveönu þingmáli. Ég dáöist þá og enn aö þekkingu hans á mál- efninu, vlösýni hans I skoöunum og ekki slzt þvl vandaöa máli, er bréfiö var ritaö á. Glöggt mátti þar á kenna, aö enginn hversdagsmaöur var Friörik. Viö andlát hans veröur fallega sveitin hans fátækari, þegar genginn er einn hennar mætustu sona fyrr og síöar. É g flyt að leiöarlokum einlægar þakkir fyrir marga dýrmæta stund, sem I muna geymist. Þakka einlægnina, hlýj- una og ræktarsemina I minn garö alla tlö. I mfnum huga var Friörik ævinlega sannur höföingi I sjón og raun, höföingi hjartans þó fyrst og síöast. Þaö er bjart yfir minn- ingu þessa öðlingsmanns. Ég sendi eiginkonu hans, dætr- um og öörum vandamönnum innilegar samúöarkveöjur. Helgi Seljan. „Þar sem jökullinn bar viö loft hætti landiö aö vera jaröneskt, en jörðin fær hlutdeild I himninum. Þar búa ekki framar neinar sorg- ir og þess vegna er gleöin ekki nauðsynleg, þar rlkir feguröin ein ofar hverri kröfu”. Einhvernveginn láta mig ekki I friöi þessi upphafsorö aö „Fegurö himinsins” eftir Halldór Laxness þegar mér veröur hugsaö til Friöriks Jónssonar á Þorvalds- stööum. Hann er mér svo hug- stæöur I mannlífinu, ofar öörum mönnum, ekki af llkamlegum yfirburöum, heldur af almennri greind, velvilja, dugnaöi og höfö- ingskap. Hann fæddist 8. nóvember 1896 aö Sauöhaga I Vallahreppi. Hann naut ekki mikillar skólagöngu á nútíma vísu, en I meira lagi á þeim tlma. Hann var einn vetur við nám I Borgarfiröi eystra hjá Þorsteini M. Jónssyni og einn vetur viö nám I Reykjavfk. Hann býr meö móöurinni á Vlkings- stööum 10.11- 1917. Bóndi þar 1917-1926 og slöan á Þorvaldsstöö- um I Skriödal. Hann var kosinn I hreppsnefnd Skriödalshrepps 1927 og var I henni fram á áriö 1968 og oddviti hennar frá 1937. f oddvitatíöhans baröist hann fyrir bílfærum vegi upp alla noröur- byggð og brúm á báöar árnar, sem eru á þeirri leiö. Hann kom þvif kring aöSkriödælingar fengu slma á hvern bæ á undan flestum öörum hreppum héraösins. Hann baröist mikiö fyrir rafmagnsmál- um sveitar sinnar, þótt þau mál kæmust ekki I höfn fyrr en hann varhætturstörfum sökum aldurs. Hann var einstaklega laginn viö aö koma sínum málum á fram- færi. Haföi góöa rithönd og átti létt meö aö túlka málstaö sinn á skfru og glöggu ritmáli. Sama er aö segja um málflutning hans. Ræöur hans voru rökfastar og málrómurinn var meö afbrigöum sklr. Mér er minnisstæö ræöa hans frá I haust er hann var heiöraður af sveitungum slnum. Hann var þá áttræöur og flutti þakkar- og kveöjuræöu til sveit- unga sinna I langri og greinar- góöri ræöu. Hann talaöi blaölaust en varö aldrei orös vant, eöa 28 íslendingaþættir

x

Íslendingaþættir Tímans

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingaþættir Tímans
https://timarit.is/publication/303

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.