Íslendingaþættir Tímans - 24.09.1977, Blaðsíða 39
fyrir stjúpmóöur, þótt löngu
seinna væri. Viö vorum uppkomin
allvel, þegar Anna kom á heimili
okkar og settist þar i húsmóöur-
sætið. Þá voru liöin fjögur ár frá
láti móður okkar. Dáðumst við
strax aö fiminni og myndar-
skapnum og þótti vænt um að vel
var hugsað um föður okkar eftir
nokkurra ára skert heimilislíf,
þótt allir væru okkur einstaklega
góðir. Þóttumst viö þó áður fyrr
hafa átt góðu að venjast, en
bjuggumst ekki við jafngóöum
hiut okkar og raun varð á.
Sambúöin var alla tíð góð og
einlæg. Það er mikiö vandaverk
að koma svona inn i lif unglinga,
inn á heimilið, svo vel fari. Það
gerði Anna með miklum sóma og
reyndist okkur sem bezta móðir.
Hefði hún vart getaö reynzt sfn-
um eigin börnum betur.
Þá er það hún amma, já, hún
var góð. 011 barnabörnin kölluðu
hana ömmu sina, og það var hún
sannarlega. Þar er sömu sögu að
segja, umhyggja, hlýja og hagur
þeirra borinn fyrir brjósti,
snemma og seint. Var mar^t látið
af hendi rakna til þeirra, þótt hinn
góði hugur, sem að baki bj <5, hafi
veriö dýrmætastur. Fyrir alla þá
fórnarlund og góöan stuðning,
senda þau nú ömmu sinni inni-
legar kveðjur, hljóðum huga.
Anna giftist Bjarna Bjarnasyni,
skólastjóra á Laugarvatni, hinn
26. maí 1950, og var annað hjóna-
band beggja. Þau bjuggu i Garði
á Laugarvatni til ársins 1965, en
fluttu það haust til Reykjavik'ur
og bjuggu þar æ siðan. Sambúö
þeirra var góð. Faöir minn var
allmiklu eldri en Anna og var
heilsuhraustur alla tið. Hún var
búin að hljóta meiðsli i baki og
átti oft við vanheilsu að striða.
Þau reyndu þvi að hlúa hvort að
öðru á siðustu árunum, þar til
faðir minn lézt, 2. ágúst 1970.
Anna bjóáfram i Reykjavik, kaus
að vera sjálfri sér nóg, svo lengi
sem hún gæti. Litu þá systkini
hennar, nágkonur og frændfólkið
til með henni og sýndu henni
mikla hjálpsemi, oftar en tjáir að
nefna. Anna veiktist skyndilega
og lá i mánuð á sjúkrahúsi, áður
en hún lézt.
Að leiðarlokum er okkur
þakklætið efst i huga. Þaö er
dýrmæt reynsla, að hafa átt
samleið með kjarnmiklu fólki.
Ein af þvi var Anna Jónsdóttir. —
Blessun Guðs fylgi þér.
Þorkell Bjarnason.
Guðlaug Guðjónsdóttir ©
f jórtánda febrúar árið 1891, eldri dóttir
hjónanna Guðjóns Jónssonar skipa-
smiðs og konu hans Guðrúnar Torfa-
dóttur frá Hóli, Norðurárdal 1 Borgar-
firði, en yngri systirin, Jónlna, fæddist
11. júnf 1895. En áður hafði Guðjón
eignazt dóttur með Guðrúnu Guðjóns-
dóttir, frá Tungufelli Biskupstungum,
héthún Agústa og giftist siðar Sigurði
Erlendssyni skipstjóra i Keflavik.
Guðlaug fluttist með foreldrum sin-
um til Keflavikur árið 1901 og átti þar
heima alla tið siöan, lengst af i húsi,
sem faðir hennar byggöi og ber nafnið
Framnes, og var Guðlaug og þær syst-
uroft kenndar við hús sitt og nefndar
Framnessystur þegar um þær var
rætt, sem var nokkuð oft, þvi hlutur
þeirra i sögu Keflavikur siðasta
mannsaldur er allmikill og verður
seint fullþakkaður.
Sextán ára gömul tók Guðlaug að sér
kennslustörf við barnaskólann i Kefla-
vik I forföllum kennarans og var hún
við það starf bæði i Keflavik og I Leiru
af og til næstu árin, en árið 1917 öðlast
hún réttindi til kennarastarfa, og var
siðan fastráðin kennari við barnaskól-
ann j Keflavik frá árinu 1919,til
1960.Þetta er langur starfsaldur og
margir eru þeir orðnir nemendurnir,
sem notið hafa frábærra kennarahæfi-
leika hennar. Guðlaug átti auövelt
með að vekja áhuga nemenda sinna á
hverju þvi viðfangsefni sem fyrir lá.
Það flögraði ekki að neinum að vera
meö uppsteit eða mótþróa þegar hún
átti 1 hlut, hún var viljaföst og sinnti
starfi sinu af atorku og ætlaðist til þess
sama af öðrum, enda báru nemendur
hennar mikla virðingu fyrir kennara
sinum og vildu ná góðum námsár-
angri, bæði sin vegna og kannski ekki
siöur til að gleðja kennarann.
Þrátt fyrir annir við kennslustörf þá
vann Guðlaug mikiö starf I félagsmál-
um á Suðurnesjum. Hún hafði brenn-
andi áhuga á bindindismálum og
gegndi trúnaðar- og leiðtogastörfum
innan samtaka bindindismanna um
árabil. Hún var gæzlumaður barna-
stúkunnar „Nýársstjarnan” frá árinu
1919-1968 og rækti störf sin þar af þeim
dugnaði og alúð, sem einkenndi öll
hennar verk.
Þann fyrsta janúar 1972, sæmdi for-
seti íslands Guölaugu riddarakrossi
hinnar Islenzku fálkaorðu fyrir hennar
ágætu störf að fræðslu- og bindindis-
málum og segir þaö nokkuð um álit
manna á lifsstarfi Guðlaugar Guðjóns-
þöktu veggi. Það var gott að koma til
þeirra systra, fróðlegt að ræða við þær
og fá i veganesti góðar fyrirbænir og
ráöleggingar, þær létu sér annt um ná-
unga sinn, vildu leiðbeina og miðla af
nægtabrunni lifsvizku sinnar.
Þó Guðlaug hefði æriö að starfa við
kennarastarf sitt og önnur áhugamál
þá virtist hún ætið hafa nægan tlma til
að sinna hverjum þeim sem til hennar
leitaði. Ég minnist margra stunda á
heimili móður minnar Ágústu, þegar
við systkinin vorum ung, þá taldi Guð-
laug ekki eftir sér sporin til að fylgjast
með þviað viðlæröum lexiurnar sæmi-
lega, og slika virðingu bárum við eins
og aðrir fyrir henni að fátt var sárar
en að þurfa að viðurkenna að gleymzt
hefði að lesa nægilega vel og var reynt
að bæta úr þvi án mikillar tafar og
ánægjulegra var að heyra viðurkenn-
ingarorð ef henni þótti vel gert.
Magnús, sonur Agústu og Sigurðar,
var að mestu uppalinn á heimili þeirra
systra og þegar hann drukknaði i
blóma lifsins frá ungri konu og dóttur,
þá tóku þær að sér uppeldi dóttur hans,
Gauju Guðrúnar, og dvaldi hún hjá
þeim þar til hún giftist og stofnaði sitt
eigið heimili.
Þessi orð verða ekki mikið fleiri, ég
minnist með þakklæti liðinna sam-
verustunda og minningin um mann-
kosti Guðlaugar Guðjónsdóttur verður
geymd i hugskoti minu eins og ann-
arra þeirra sem hana þekktu. Ég votta
eftirlifandi systur hennar mina inni-
legustu smúð og öðrum vinum hennar
og vandamönnum.
Sólveig Sigurðardóttir.
Leiðrétting
dóttur.
Guðlaug giftist ekki en bjó alla tið i
félagsbúi með Jóninu systur sinni á
Framnesi og áttu þær fallegt og hlý-
legt heimili, þar sem góöar bækur
Þau mistök urðu við prentun
Islendingaþátta 10. september 7. tbl.
þ.á., að með grein um Jón Jónsson
Svinafelli var birt mynd, sem er ekki
af Jóni og átti ekki að fylgja greininni.
islendingaþættir
39