Heimilistíminn - 16.05.1974, Blaðsíða 18

Heimilistíminn - 16.05.1974, Blaðsíða 18
B R Vi /\ s a A/ '"’V ' Pési mús á refilstigum EINU sinni var litil músafjöl- skylda, sem átti heima langt niðri i holu úti á stóru engi. Þetta var reglulega ánægð músafjölskylda. Börnin voru mörg og öll eins þæg og góð og þau voru falleg. En sá kátasti i fjölskyldunni var Pési, sem var yngstur. Hann var ærsla- belgur mesti og ekki hræddur við nokkurn skapaðan hlut. Þegar öll músabörnin voru úti i feluleik eða sliku á eng- inu, var alveg vist, að erfiðast gekk að finna Pésa. Hann var svo fljótur að hlaupa og snið- ugur að fela sig, að hin urðu oft að gefast upp. Músa- mamma og músapabbi voru stundum hrædd um Pésa. Hann gæti villzt og það voru margar hætturnar fyrir litlar mýs. En Pétur lét allar aðvar- anir sem vind um eyrun þjóta, þvi þegar sólin skein og flug- urnar suðuðu yfir mjúku, þéttu grasinu, var dásamlegt að vera mús. Dag nokkurn þegar þau voru i feluleik eins og venju- lega, tók Pési upp á dálitlu nýju. í útjaðri engisins voru hús og i þeim bjó fólk. Þangað höfðu músabörnin aldrei farið áður, þvi að fólk var mjög hættulegt, sögðu músa- mamma og músapabbi. En einmitt þennan dag áleit Pét- ur, að það væri mesta della. Engin manneskja var sjáan- leg við húsin, þetta var svo snemma dags, og auk þess —Nei, sjáðu. Það er litil mús niðri i brúsanum. hljóp hann miklu hraðar en nokkur manneskja. Hann skyldi svei mér fela sig þarna út frá og þar skyldi enginn finna hann. Pési tók á rás að húsunum^ og heyrði að baki sér stóra 4 bróður sinn telja upp að tiu með mjóum römi. Heill á húfi komst Pési að tröppum þess hússins, sem næst vai; og þar settist hann niður og hvildi sig i sólinni. Langt i burtu heyrði hann raddir systkina sinna, sem leituðu hans. Hann brosti ánægður. — Það verður langt þangað til þau finna mig hér, sagði hann upphátt við sjálfan sig. Allt i einu opnuðust dyrnar að baki hans og Pési varð svo hræddur að hann hoppaði langt upp i loftið. — Uff, heyrði hann rödd segja og svo kom sópurinn og þeytti honum langt út i loftið og beint niður i mjólkurbrúsa, sem stóð við tröppurnar. Þar lenti hann á bakinu og var al- veg ruglaður. Ekkert meira gerðist og Pési velti sér á fæt- urna. En þegar hann sá glans- andi vegg allt i kring um sig, varð hann hræddur. Héðan kemst ég aldrei, hugsaði hann og hér finnur heldur enginn mig, það er ég viss um. 18

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.