Heimilistíminn - 16.05.1974, Blaðsíða 26

Heimilistíminn - 16.05.1974, Blaðsíða 26
eftir Anne Taylor gan Á meðan Þetta var einn af þessum dögum, þegar maöur hefur það á tilfinningunni, aö himinninn gráti. Regnið seitlaði miskunnarlaust niður úr gráum aprilhimninum — stórir, þungir regndropar, sem falla eins og tár niður á bleik, nafnlaus andlit, sem steðja áfram. Göturnar gljáðu af vætu. Það draup i si- fellu af nöktum greinunum, sem skáru sig úr allri grámunni eins og strikamyndir. Það var nistingskalt.... Ég gekk hratt eftir gangstéttinni, álút i rigningunni og með hendurnar á kafi i kápuvösunum. Ég var að hugsa um, hversu dásamlegt það yrði að slappa af i hlýrri hárgreiðslustofunni með fölrauða ljósinu, sem gerði svo margt fyrir útlitið, þegar maður var orðinn þritugur. Og þá kom ég auga á þig. Ég kom fyrir hornið. Ég var hálfgert i hnipri og hafði vafið frakkanum þéttar að mér, af þvi að stormhviða þeytti iskaldri regnslettu beint framan i mig. Mér varð litið upp, og þá stóðst þú þarna — eini maðurinn, sem nokkurn tima hefur skipt mig máli. Ég nam staðar — ég fann, hvernig slag- æðin hamaðist i hálsi og við gagnaugun. Ég sá svip þinn breytast úr vantrú i gleði yfir endurfundum — svo brostir þú þessu rólega, hlýja brosi, sem lýsti upp allt and- litið, og hvislaðir nafnið mitt. — Kate, — ó, Kate, ert þetta virkilega þú? Og ég brosti þessu stirðnaða, kalda brosi, um leið og ég sagði einhverja vit- leysu eins og: — Steve, hvernig liður þér? En gaman að sjá þig aftur. En orðin drukknuðu i hávaða umferðar- ínnar. — Það er orðið talsvert langt siðan við sáumst siðast, sagðir þú, og ég kinkaði kolli og hugsaði um árin fjögur, sem liðin voru, og hvernig sviðinn gagntók hjarta mitt. Mig langaði til að hlæja og gráta i senn — til að rétta fram höndina og snerta þig, finna hönd þina taka utan um hönd mina einu sinni enn. ÞÚ HLÓCT við og minntist eitthvað á, hve veðrið væri leiðinlegt, og svo dróst þú mig með þér inn undir búðarþak, en ég stóð sem stirðnuð og starði i glötun minni á hræðilega appelsinulita skó með sverum silfurspennum i sýningarglugganum, meðan tilfinningarnar geisuðu innra með mér... —-Það vargamanaðsjáþig aftur, Kate, sagðir þú lágt. Ég leit framan i þig. — Ég trúi þvi naumast sjálf, sagði ég og reyndi að brosa. — Hvað ert þú að gera i borginni. — Þessi vanalegi ársfundur, sjáðu. — Já, auðvitað, ég man.... Það var svo margt, sem ég mundi, svo margt, sem nisti hjarta mitt við að rifjast upp. Ég flýtti mér að spyrja: — Jæja, finnst þér ég vera breytt? — Já og nei, svaraðir þú og horfðir á mig, á augun, munninn og á árið. Mér þykir vænt um, að þú skyldir ekki hafa látið klippa þig. — Ég gerði það nú raunar, en svo lét ég það vaxa aftur. — Og nú litur þú nákvæmlega út eins og áður. En þú ert samt sem áður allt öðru visi. Það varð löng þögn. Ég horfði á þig... Þú hafðir ekkert breytzt. Þú hafðir elzt, grennst, en þú varst alveg sá sami og áð- ur, svipurinn hreinskilinn og bláu augun, sem svo auðveldlega urðu glettninni að bráö. En þau hlógu ekki núna, þau voru alvarleg. Þú varst bnúnn i andliti — eftir vetrar- leyfi i Suðurlöndum kannski? Byggðir sandkastala á ströndinni með Jamie... — Ég ætti liklega að spyrja þig að þvi, hvernig þér hefur liðið, heyrði ég þig segja. Ég horfði á hár þitt, glitrandi af regn- dropum, á varir þinar og minntist þess, hvernig það var að kyssa þær, og hvisl- aði: — Svona svipað og áður, og þó ekki al- veg eins. Á þeirri stundu hefði ég getað sagt þér það.... En i þess stað sagði ég: — Ég var stundum að velta þvi fyrir mér, hvernig það myndi verða að hitta þig aftur. Ég var að hugsa um, hvað þú

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.