Heimilistíminn - 16.05.1974, Blaðsíða 40

Heimilistíminn - 16.05.1974, Blaðsíða 40
studdu libískar hersveitir hershöfðingj- ann i erfiðleikunum, meðan hann var að koma Asiubúunum úr landi 1972. 1 hundraðatali var flogið með þá suður eftir til þess að styðja Uganda-stjórn, þegar allur umheimur lagðist á eitt við að litils- virða hana og hópur útlaga réðst inn i landið frá nágrannarikinu Tanzaniu. Eftir nokkurra vikna grimmilega bardaga var þeim stökkt á flótta, og höfðu þeir raunar aldrei verið nein hætta fyrir Amin hers- höfðingja og valdakliku hans. Stóra stundin i valdatöku Amins rann upp i janúar 1971, þegar hann tók völdin með tilstyrk hersins og rak frá völdum Milton Obote forseta, sem var á heimleið frá ráðstefnu þjóðhöfðingja i brezka sam- veldinu i Singapore. Fyrir valdatökuna hafði Amin hers- höfðingi verið yfirmaður herafla Obotes. Þar hafði hann byrjað feril sinn sem óbreyttur dáti, en hafizt til metorða i Konunglegu afrikönsku skotliðasveitinni. Hann var i herþjónustu i Kenya meðan stóð á uppreisn Mau Maumanna á sjötta áratug aldarinnar, og var einnig stuttan tima i Burma. Hann hafði yndi af hermennskunni, og iþróttir stundaði hann af miklum áhuga. Hann er maður hávaxinn, um 1.90 á hæð — og myndarlegur á velli og það lá beint fyrir að snúa sér að hnefaleikum, enda varð hann Uganda-meistari i þungavigt árið 1951. Hann var hermaður með feiknalega atorku og talsverða likams- burði og hugrekki. Engu að siður var hann þægilegur i umgengni, en það var eigin- leiki, sem gerði hann vinsælan meðal landsmanna. Sem múhameðstrúarmaður hefur hann aldrei reykt eða bragðað áfengi. Sjálfur var hann af Kabúa-ættbálk- inum, svo aö hann þurfti stuðning annarra ættbálka i Uganda, þegar hann hafði hrifsað til sin völdin, og þá sérstak- lega Bagandaættbálksins, sem var mjög valdamikill. Hann fékk þá á sitt band með þvi að taka þá ákvörðun að veita viðtöku liki Sir Edward Mutesa, sem var mikill Baganda-höfðingi, en hafði látizt i London árið 1969. Sá Amin um, að útför hans var gerð með mikilli viðhöfn i grafhýsi for- feðra hans. Arið 1971 hélt Amin til London til við- ræðna við Heath forsætisráðherra og Alec Douglas-Home utanrikisráðherra. Mynd alheimsins af þessum afrikanska þjóðar- leiðtoga var heldur að skána. En i Uganda voru raddir farnar að heyrast gegn Asiubúunum þar i landi. Indverjarnir, sem flutzt höfðu með brezku nýlendubúunum i upphafi aldarinnar i auðæfaleit, voru orðnir peningaleg yfir- stétt. Ugandabúar öfunduðu þá og aðstöðu þeirra, svo að Amin svaraði mögli þeirra meö þvi að tilkynna, i júli 1972, að hann myndi gera Breta ábyrga fyrir þeim Ind- verjum. sem væru með brezk vegabréf i Uganda. Var Asiumönnunum gefinn þriggja mánaða frestur til að sanna borgararétt sinn sem Ugandamenn — að öðrum kosti var þeim hótað þvi, að þeir, sem ekki hefðu látið af breskum borgara- réttindum, yrðu reknir úr landi innan 90 daga. Bretar reyndu að fá Amin hers- höfðingja til að skipta um skoðun. Ráðherrann Geoffrey Rippon hélt til Kampala sem sérstakur sendiboði til að tala við hann, en án árangurs. Amin hers- höfðingi tilkynnti, að hann ætlaði að kenna Bretum mannasiði, af því að þessir Asiumenn væru vandamál Breta og engra annarra. Bretar tókust þessa ábyrgð á herðar, og þúsundir flóttamanna frá Uganda héldu til Bretlands. Rúmlega 5000 af 7000 Bretum i Uganda létu föggur sinar niður og héldu til heimalands sins. Amin forseti bauðst til að greiða þeim skaðabætur fyrir eignir og vörur, sem hann lagði hald á, en ennþá hefur hann svikizt um að standa við það loforð sitt. Meðal þeirra, sem urðu fyrir barðinu á honum, var Madhvani-fjölskyldan, sem átti griðarmiklar verksmiðjur i Uganda, greiddu 10 til 15 prósent af sköttum lands- ins og veltu árlega um 30 milljónum sterlingspunda. Þessi fjölskylda hafði árum saman fylgt þeirri stefnu að taka sifellt fleiri Afriku- búa i ábyrgðarstöður. Af starfsmannalið- inu voru aðeins 450 Asiumenn, en hins vegar 13.000 Ugandabúar. Umhverfis, verksmiðjurnar mynduðust byggðahverfi með skólum, sjúkrahúsum og verkfræði- legum stofnunum. En þrátt fyrir alla þá gifurlegu fjár- hagslegu velmegun, sem Madhvani-fyrir- tækin sköpuðu, urðu forstjórarnir að fara úr landi. Eftir þvi sem stefna Amins hershöfð- ingja þróaöist. þvi eftirtektarverðari urðu staðhæfingar hans. Hann fullyrti, aö Bret- ar sætu um lif hans. Hann réðst harkalega á Israel. sem hafði át mikinn þátt i að þjálfa hersveitir hans. Hann fangelsaði andstæðinga sina. Einn þeirra var hæstaréttardómarinn Kivanúka, sem var handtekinn af vopnuðum hermönnum i dómsalnum. Hann hafði boðið Amin hershöfðingja byrginn i máli brezks kaupsýslumanns, sem hafði verið handtekinn, og hélt þvi fram, að engar forsendur ýæru fyrir handtökunni. Amin hershöfðingi skipaði hersveitum sinum að handtaka dómar- ann. Hann var dreginn út úr réttarsalnum og hent, berfættum, upp i herflutninga- bifreið. Til hans hefur aldrei spurzt siðan. I mai siðastliðnum rauf Obote fyrrver- andi forseti þögnina. Hann ásakaði Amin hershöfðingja um fjöldamorð. Hann sagði, að hershöfðinginn væri sekur um dauða þúsunda manna, og nefndi hann sem dæmi, að hann teldi 600 óbreytta borgara hafa verið myrta i einu, er þeir reyndu að flýja inn i Tanzaniu. Obote, fyrrverandi forseti, hélt þvi einnig fram, að sjö af nitján ráðherrum, sem veriö hefðu við völd árið 1971, hefðu verið drepnir. Framhald á bls. 46 40

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.