Heimilistíminn - 16.05.1974, Blaðsíða 44

Heimilistíminn - 16.05.1974, Blaðsíða 44
einkennilegasta bónorð, sem nokkur kona hefur fengið. Gluggatjöldin uppi hreyfðust aftur og Janet opnaði hliðið. — Góða nótt, Neil — Góða nótt, Janet. Hún brosti og hann beið þar til hún var komin inn fyrir dyrnar. Þá snerist hann á hæli og hélt upp að herragarðinum. Húsvarðarkonan beið eftir Janet neðan við stig- ann. Hún var i gráum, Ijótum morgunslopp, sem ekki var nægilega stór til að hylja feitan líkamann. Hún kveikti Ijósið, þegar Janet gekk inn dimman ganginn, svo saug hún fyrirlitlega upp í nefið, þegar Janet deplaði augunum. — Nú, já. Setið í myrkri í allt kvöld? hreytti hún út úr sér. —Ég hef sagt ykkur stúlkunum, að ég þoli ekki slika hegðun. Ég er heiðvirð kona, það er ég og ég vil ekki hafa að ung stúlka eins og þú komir svona seint heim. Hugsa sér að koma heim á þessum tíma nætur með karlmanni — og svo þú í þokkabót, með þína góðu mannasiði og sakleysis- lega útlit. Ég er hissa á þér, Janet, já það er ég sannarlega. 011 andúðin, sem Janet hafði fundið til gagnvart þessari konu, brauzt nú fram. Henni hafði aldrei líkað vel, hvorki við hana né herbergið, en hafði búið hér af því leigan var svo lág. Hér var allt óhreint og illa farið og hún var þakklát f yrir að geta borðað á Mávakaffi, þar sem umhverf ið var lysti- legra. Hinir leigjendurnir voru ekki við hennar hæfi, sérlega ekki maðurinn, sem brosti svo væmnislega. En það hafði verið hagkvæmt fyrir hana að búa hér... verið hagkvæmt, hugsaði hún undrandi. Hvað átti hún við með því? Konan stóð enn fyrir framan hana og lokaði leið inni upp stigann. Hún hækkaði röddina ískyggilega. Hún öfundaði þessa stúlku af æsku sinni og sjálfs- öryggi, hún var hæglát og hafði sig aldrei í f rammi. Aldrei hafði hún sagt neinum neitt um sjálfa sig, nema að hún væri einstæðingur. Frú Patrick líkaði þetta ekki, hún vildi helzt vita allt um alla. Janet var orðin f öl og þegar hún loksins kom upp orði, úrðu bæði hún og konan fyrir framan hana steinhissa. — Þetta er allt í lagi, frú Patrick, heyrði Janet sjálfa sig segja. —Það vill svo til að karlmaðurinn, sem þér talið svo niðrandi um, er unnusti minn og við ætlum að gifta okkur mjög bráðlega. Ég fer nefnilega með honum til Ástraliu. — Þú ætlar hvað? Það lá við að f rúin hrópaði. — Ég hef aldrei heyrt neitt um að þú værir trúlofuð. Má ég spyrja hver hann sé? — Það er ekkert leyndarmál. Hann heiti Neil Stoneham og er frændi Curran-hjónanna á herra- garðinum. Frú Patrick færði sig án þess að segja orð til við- bótar, þegar Janet spurði rólega, hvort hún mætti komast upp stigann og stóð síðan og starði á eftir henni upp, lengi eftir að Janet hafði lokað her- bergisdyrunum á eftir sér. Hún þreif af sér kápuna, brá höndunum fyrir andlitið og brast í grát, þegar hún var orðin ein. Ákvörðunin hafði verið tekin fyrir hana. Ef frú Patrick hefði ekki staðið þarna og ásakað hana, hefði hún aldrei sagt þetta. Hún hefði hugsað rólega og yf irvegað þetta allt og svarað síðan ákveðið neitandi. Hún seig niður á rúmstokkinn, hún var með höf uðverk og sveið í augun. Nú óskaði hún þess innilega að eiga einhvern trúnaðarvin. En teningnum var víst kastað. Hún þekkti frú Patrick og vissi að fréttin bærist eins og elding, eins og raunar f réttin um ,,skammarlega hegðun" Janetar hefði gert. Já, það var ráðið, hún hafði talað um Neil sem tilvonandi eiginmann sinn og sagt að hún færi með honum til Ástralíu. Hún rétti úr sér og leit upp. I staðinn fyrir þetta litla, skítuga herbergi fengi hún stórt hús, sem bara var bætt við herbergi, ef einhvern vantaði það. Hún ætlaði að gera það fallegt og heimilislegt, það átti að verða heimili hennar. Úti fyrir væri garður, þar sem hún gæti rótað í moldinni og gróðursett blóm sem hún sæi vaxa upp. Þar væru tré, sem hún gæti tínt ferskjur og aprikósur af. Hún gæti lært allt um sauðf é og hana langaði mest til að hlæja æðislega að þessu öllu. En svo jafnaði hún sig og fór að tína af sér fötin. Móðursýki myndi ekkert hjálpa upp á sakirnar... Það leið á löngu, áður en hún sofnaði. Annað veif ið var hún sannfærð um að hún gæti aldrei lagt upp í þessa ótrúlegu ferð, en hitt veif ið var hún viss um að geta það. Þegar hún loks sofnaði, svaf hún draumlaust og vaknaði við barsmíð á hurðina. — Janet! Það var rödd f rú Patrick og í þetta sinn mjög smeðjuleg. Kurteisleg röddin, sem spurt hafði eftir Janet hafði haft góð áhrif á hana. Ertu vak- andi Janet? Neil Stonham er í símanum og vill tala við þig. Hann sagði að það væri m jög mikilvægt. Neil Stoneham? Janet opnaði augun. Neil Stonham? Andartak var hún að þvi komin að segjast ekki þekkja neinn með því nafni, en þá mundi hún allt saman. Kannske hafði hann skipt um skoðun og vorkenndi henni ekki eins mikið núna og í gær, hugsaði hún með hræðslutilf inningu um leið og hún fór i slopp og inniskó. Ætti hún að vera gröm vegna þess að hann hafði beðið hennar af þeirri ástæðu, eða glöð af því hann haf ði boðið henni nafn sitt og heimili? Hún óskaði þess að hún vissi svarið, en mátti ekki vera að því að hugsa meira um það. Þegar hún opnaði hurðina og leit framan i skælbrosandi andlit frú Patrick, roðnaði hún og hljóp fram hjá henni að simanum. Hún greip tólið skjálfandi höndum, vel vitandi, að frúin stóð í miðjum stiganum og hlustaði. — Halló, sagði hún skjálfandi röddu. — Góðan daginn, Janet. Ég vona, að ég haf i ekki vakið þig? Ég veit, að ég er snemma á ferðinni, en ég gatekki beðið lengur eftir að fá að vita, hvort þú ætlar með. Hann varð að vita það, áður en Phoebe frænka kæmi á fætur og tæki að hella yfir hann spurningum um hvers vegna hann hefði ekki komið heim fyrr en um nóttina. — Ég hef hugsað um það, svaraði Janet hik- andi. Framhald 44

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.