Heimilistíminn - 16.05.1974, Blaðsíða 27

Heimilistíminn - 16.05.1974, Blaðsíða 27
Allt í einu stóð hann þarna, og minningarnar hvirfluðust yfir mig. Svo margar gleðistundir — en einnig atburðir, sem nístu hjarta mitt. Enginn karlmaður hafði nokkru sinni skipt mig svo miklu máli. Og hvernig ætti ég nokkru sinni að geta gleymt honum? ég lifi myndir segja, og svo fór ég að æfa mig á þvi, hverju ég myndi svara. Þú brostir: — Og nú hefur þú tækifærið. Hverju varstu að hugsa um að svara mér? — betta er ekki hægt, sagði ég og hristi höfuðið. Þegar öll kurl koma til grafar, er svo sem ekki mikið annað að segja en Sæll, Steve , hvernig liður þér, og svo framvegis. Þá straukst þú mér bliðlega um vang- ann og sagðir lágt: — Öjá, Kate, það er svo margt annað að segja en það. Margt fleira. Eins og til dæmis, að ég elska þig ennþá. Að ég mun alltaf elska þig. Ég leit á hönd þina, sem hvildi svo létt á hendi minni, og það eðlilegasta i heimi hefði verið að svara. — Ég elska þig lika, Steve. En ég sagði það ekki. Fingur þinir snertu giftingarhringinn minn, og allt i einu virtist þú svo gamall og þreyttur. — Þú átt mann, Kate. Ég kinkaði kolli. — Og börn? Það var eins og eitthvað rifi mig og tætti innvortis, rétt eins og verið væri að snúa hnifi i sári. Einhvern veginn fékk ég samt stunið upp: — Nei...nei, engin börn, Steve. Ég hefði getað sagt þér það þá. En i þess stað heyrði ég sjálfa mig segja frá manninum minum, heimilinu okkar, hvernig okkur liði og allan timann var eins og þriðji aðilinn væri viðstaddur og væri að hlusta á allt, sem ég segði — ung stúlka fyrir framan flöktandi logana i arninum i litlu húsi... Og þú stóðst þarna grafkyrr og hugsaðir ...Ó, Steve, um hvað varst þú að hugsa, þar sem þú stóðst og horfðir á mig fjar- rænum, döprum augum? Varst þú að hugsa um það sama og ég? Varstu að hugsa um, hversu furðulegt það væri, að tvær manneskjur, sem höfðu elskazt eins og við höföum, skyldum geta staðið þarna eins og ókunnugar manneskjur og talað um ekki neitt i skjóli fyrir regninu? Var þér ekki ljóst, að það eina, sem ég þráði, þar sem ég stóð og þvaðraði, var að fleygja mér i fang þér og segja þér, að ég elskaði þig og að ég myndi elska þig á meðan ég lifði? — Af hverju fórstu forðum, Kate? spurð- ir þú skyndilega, meðan ég lét móðan mása. Af hverju yfirgafst þú mig? Mér var ómögulegt að svara. Ég hristi bara höfuðið. — Þú vissir, hversu heitt ég elskaði þig, ekki satt? Og þú vissir, að ég myndi koma aftur. Hvers vegna fórstu frá mér? Ég minntist litla hússins og dimmu stof- unnar og litils drengs, sem lá og grét á nóttunni. — Ég gerði það þin vegna. Og vegna Jamie, svaraði ég lágt. Við vorum þögul um stund það var ekki meira að segja. Við bara stóðum þarna, — þú og ég — tvær manneskjur innan um milljónir annarra, i gráu vorregninu. — Þú verður að afsaka, Steve, en ég verð að fara, sagði ég loks. Þú leizt á úrið: — Það verð ég að gera lika. Ég lokaði augunum, þegar þú réttir fram höndina og tókst um lokk úr hári minu og vafðir honum um fingur þér, eins og þú gerðir svo oft fyrir langalöngu siö- an. — Þú veizt ekki, hversu oft ég braut um það heilann, hvar i ósköpunum þú værir niður komin, og óskaði þess, að allt væri á annan veg. — Hvert ertu að fara núna? spurði ég eftir dálitla stund. — Aftur á fundinn, svaraöir þú. En þú? — A hárgreiðslustofu. — Þú varst likalega ekki að hugsa um að láta klippa þig? sagðir þú snöggt, næst- um tortryggnislega. Ég gat ekki varizt hlátri. — Nei, svaraði ég. Maðurinn minn vill lika helzt hafa mig með sitt hár. Það var eins og skuggi félli á andlit þitt. Svo sagðir þú: — Kemur þú oft hingað til borgarinnar? 27

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.