Heimilistíminn - 16.05.1974, Blaðsíða 47
Jónas kom stormandi inn á barinn og
bauö öllum kunningjunum upp á glas i
tiicfni af þvi, aö hann var orðinn faðir
aö stórum og myndarlegum strák.
— Hvernig hefur svo konan þin þaö?
spurði einn kunninginn.
— Agætt. Sem betur fer hefur hún
ckki frétt af þvi ennþá
Svo var það Skotinn, sem var í TIvoli
meö elskunni sinni. Þau fóru i drauga-
lestina, og hann sóaöi svo sannarlega
ekki dýrmætum tlma I myrkragöng-
unum. Þegar lestin kom aftur út I
dagsljósiö var hann búinn aö fram-
kalla þrjár filmur.
— Nú, svo þér hafið trúlofazt syni
minum, þrumaöi forstjórinn reiðilega
yfir einkaritara sinum. — Þér hefðuö
að minnsta kosti getað spurt mig fyrst.
— Já, þaö er satt, ég var svolitið á
báöum áttum, en svo ákvað ég aö
trúlofast honuin heidur.
— Nú, er ég loksins búinn að finna
aimennilegan tannlækni. Fyrir hverja
tönn, sem liann dregur úr, gefur hann
sjúklingnum snaps.
— Er þá nokkur ástæöa til að vera
svona súr á svipinn?
— Jú, ég er orðinn tannlaus.
— Mér fannst nú þægilegra að nota
gömlu aðferðina með sóp og gamal-
dags fægiskúffu.
— Þú verður meira og meira óþol-
andi með hverjum deginum, hvæsti
eiginkonan. — Bráðum verður hreint
ekki hægt að búa með þér lengur.
— Þú segir ekki. Hvað helduröu að sé
stutt þangað til...
— Þér segist vera ekkja og að mað-
urinn yöar hafi dáið fyrir tiu árum, en
samt eigið þér átta ófermd börn.
Hvernig má þaö vera?
— Já, ég sagði aldrei, að það væri ég
sem var dáin.
Gamli, riki frændinn lá fyrir dauðan-
um og læknirinn sagði við unga frænd-
ann: — Þú mátt vera viðbúinn öllu.
— Jæja, svaraði ungi maðurinn — ég
heföi nú gert mig ánægðan með
helminginn.
47