Heimilistíminn - 16.05.1974, Blaðsíða 39
EINRÆÐISHERRANN
sem kallaður er pabbi
Þjóð hans kallar hann
Dada eða Stóra pabba,
þvi að ofsalegt skap-
lyndi hans fellur fólkinu
i Uganda vel i geð.
Aðrar þjóðir hafa lært
að óttast hann, þvi að á
bak við þessa stóru
föður-ímynd er ákveð-
inn einræðisherra.
Þetta er Idi Amin, hers-
höfðinginn, pabbinn,
sem þúsundir fyrirlita.
HERSHÖFÐINGINN Idi Amin, sem eitt
sinn var undirmajór en gerðist einvaldur i
Uganda eftir byltingu hersins, varð
frægur um gjörvalla veröld, þegar hann
rak 30.000 Asiubúa úr landi — þá menn,
sem mynduðu undirstöðu efnahags
þessarar Austur-Afrikuþjóðar.
Nú rúmu ári eftir aðgerðir hans gagn-
vart Asiubúunum, er Amin hershöfðingi
ærið oft i fréttunum, og titt nefndur i aðal-
fyrirsögnum heimsblaðanna vegna furðu-
légra ummæla sinna um heimsmálin, eða
vegna þess járnaga, sem hann beitir við
að stjórna Uganda. Hann er áreiðanlega
mesta hörkutólið meðal þjóðhöfðingja
Afriku.
Hersveitir hans hafa tekið i sinar
hendur verksmiðjur og almenna stjórn
mála, herréttir hafa komið i stað dóm-
stóla i mörgum tilfellum, og verzlanir,
sem áður voru i höndum Asiubúa, eru nú
reknar af Ugandabúum sjálfum.
Litið er vitað um daglegt lif i Uganda
nú, og enn minna um raunverulega fjár-
málastöðu þess lands, sem eitt sinn var
það rikasta i Svörtu-Afriku.
Það er hald manna, að Gadafi, forseti
Libýu, eldibrandur Norður-Afriku, hafi
séö um að halda fjárhirzlum Uganda
fullum, vegna þess að Amin hershöfðingi
er einlægur Múhameðstrúarmaður og
lætur sér annt um Libýu. Og vissulega
39