Heimilistíminn - 16.05.1974, Blaðsíða 35

Heimilistíminn - 16.05.1974, Blaðsíða 35
Fiskbollur úr dós Fiskbollurúr dós þykja vist heldur „ófinn” matur, og margir telja þær hreint neyðarúrræði. En slflkt er auðvitað algjör misskilningur, þvi úr dósaboll- um má gera hina ljúffengustu rétti, aðeins ef hug- myndaflugið er á sinum stað. Hér koma nokkrir réttir þar sem fiskbollur úr dós eru undirstaðan. Fiskbollur i kryddsósu Reynið þessa sósu, næst þegar spaghetti á að vera á boðstólum. Fiskbollurnar eru aðaluppistaðan, og auk þeirra er tómat- mauk, laukur og hvitlaukur — sem gerir sósuna einkar lúffenga. 1 stór laukur, 1 pressað hvítlauksrif, 1 litil dós tómatmauk, nokkrir dropar Tabasco, 1 tsk. salt, 1 tsk. oregano, 1 dós fiskbollur 1 msk. kartöflumjöl. Flysjið og saxið laukinn, kraumið hann með hvitlauknum i smjörliki, þar til hann mýkist, en brúnast ekki. Bætið siðan öllu hinu i nema kartöflumjölinu, og látið suðuna koma upp. Hrærið kartöflumjölið út i litlu vatni og hrærið meðan þvi er hellt i, en gætið þess að láta ekki suðuna koma upp eftir að kartöflinumjölinu er bætt i. Borið fram með spaghetti og hrásalati ef viii. M 35

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.