Heimilistíminn - 16.05.1974, Blaðsíða 32
ENNÞÁ voru nokkrar klukkustundir til
dögunar, þegar gósseigandinn riki
Jasnaja Poljana laumaöist út um bakdyr
og gekk hljóðlega að hesthúsinu. Á leið
sinni ýmist kveikti hann eða slökkti á Ijósi
sinu. Rafmagnsluktir af þessu tagi voru
ekki algengar á þessum árum. og þetta
ár, 1910, aðeins i örfárra manna eigu. Á
næsta andartaki hrasaöi hann i myrkrinu
og missti húfuna sina, svo aö hann fann
hana ekki aftur. t nistingskaldri nóvem-
ber-golunni fór hann aftur inn i húsið til að
ná i aðra, en hélt siðan aftur til hesthús-
anna til þess að vekja hestasveininn. sem
brá mjög i brún. Hljóðlega var lagt á hest-
ana. og eftir fyrirskipanir, sem gefnar
voru i lágum hljóöum. var farangrinum
komið fyrir uppi á þakinu.
— Hvert á aö fara, yðar göfgi?
— Til járnbrautarstöðvarinnar! Og
hljóðlega. Við skulum foröast að vekja
húsmóður þina!
Hestasveinninn hottaði á hestana og
vagninn komst á hreyfingu. Innan nokk-
urra minútna var griðarstórt húsið horfið
i myrkrið. og maðurinn, sem sat inni i
vagninum, varp öndinni ánægjulega.
82 ára að aldri var Leo Tolstoy, mesti
rithöfundur Rússa, að hlaupast á brott frá
eiginkonu sinni og heimili.
Sumir rithöfundar, sem frægir hafa
orðið, hafa gaman af að rifja upp. hvernig
þeir unnu sig upp. Tolstoy byrjaði á tind-
inum. Hann fæddist að sveitasetri föður
sins Jasnaja Poljana, skammt írá
Moskvu áriö 1828, erfingi landsins, 40
herbergja setursins, aðalsmennskunnar
og leiguliðanna.
Tolstoy ungi leit á það sem sjálfsagðan
hlut. að hann ætti leiguliðana. Þetta geröu
lika allir. Þeir voru eign landeigandans,’
alveg eins og búfénaður hans, afskaplega
nytsamur til að vinna á ökrunum. Og ódýr
vinnukraítur, af þvi að auðvitað þurfti
ekkert að borga þeim
Tolstoy var enn á unga aldri, þegar for-
eldrar hans dóu. og hann ólst upp ásamt
systur sinni og þrem bræðrum. i inmlegri
sambúð og óvanalegu ástriki innan fjöl-
skyldunnar. Þarná var mikiö um bóka-
lestur, tónlist og gáfulegar samræöur, og
engum fannst þaö á nokkurn hátt undar-
legt. að Leo hinn ungi skyldi strax á unga
aidri sökkva sér niður i heimspekilega
sinnuð verk. Eða þá, að hegðun hans var
oft á tiðum næsta undarleg.
Þegar hann var drengur haföi hann
rnikið yndi af að fara meö veiðistöngina
sina og brjóta heilann um ýmis vanda-
mál, og svo niðursokkinn var hann i þessa
iðju sina. að þegar leið aö hádegisveröi,
seildist hann iðulega ofan i ormaboxiö i
staðinn fyrir matarkörfuna. Og það var
algerlega útilokað að tala við hann af viti.
1 eitt skiptiö var hann gripinn þeirri sann-
færingu. að hann gæti flogið. Hann
hlustaði ekki á aövaranir, hoppaði út um
giugga i sex metra hæð og hlaut beinbrot
af.
Á bjarndýraveiöum reyndu vinir bans
að koma honum i skilning um. hvernig
hann ætti að haga sér á flótta undan
bjarndýri. en Tolstoy neitaði að hlusta
eins og fyrri daginn. Þar af leiöandi
munaði sáralitlu. að félagar hans þyrftu
að bjarga honum úr gini bjarnarins, i
orðsins fyllstu merkinu.
Engu að siöur átti hann auðvelt með að
læra. Dag nokkurn kom vinnumaður að
greifanum. þar sem hann var að lemjar
örmagna hest. Gæddur fádæma dirfsku,
sagði vinnumaðurinn honum að hætta
þessu. Hesturinn gæti oröið þreyttur,
alveg eins og maður. Tolstoy brá i brún.
Hann brast i grát og hrópaði upp yfir sig:
— Mér þykir fyrir þessu, hesturinn
minn! Mér þykir fyrir þessu!
Honum hafði ekki veriö ljóst, að vinnu-
menn og hestar gætu fundið til sársauka,
alveg eins og aðalsmenn. Þetta olli honum
sársauka, sem hann gleymdi aldrei.
Enda þótt hann væri nógu viðlesinn féll
hann á háskólaprófum sinum vegna veik-
leika sins fyrir áfengi og villtum lifnaðar-
háttum, sem greip hann á stundum, svo
að hann varð viti sinu fjær. En tilviljunin
hagaði þvf þannig, aö fall hans bar að
höndum um svipaö leyti og hann erfði
Jasnaja Poljana og 350 manns, sem unnu
þar.
Loksins hafði hann tækifæri til að bæta
fyrir sitt villta lif! Tolstoy fór að ganga i
bóndafötum byggði hreinlega og rúmgóða
kofa fyrir vinnufólk sitt og sendi börn þess
i skóla.
Vinnufólkið fokreiddist. Það sagði. að
kofarnir væru eins og fangelsi, og vildi
alls ekki. að börn þess sóaði timanum i
skólum. Beizkur i skapi og vonsvikinn yfir
þessu vanþakklæti gekk Tolstoy i herinn.
Þegar hann var á annað borö kominn i
einkennisbúninginn. kom hin hliðin á eðli
hans enn skýrar i ljós, og hann varð
manna vinsælastur i liðsforingjasölunum.
Hann kunni sig vel. hafði nóga peninga,
var gæddur m.iklu hugrekki og var
einstaklega laginn við að koma sér i alls
konar klandur. Hann tók þátt i orrust-
unum á Krimskaga og var meðal annars i
umsátrinu um Sevastopol.
Upp úr þessu tók hann að fást við
skriftir fyrir hvatningu frænku sinnar. Til
að byrja með skrifaði hann bók, sem hét
..bernska" og i kjölfar hennar fylgdu tvær
ba'kur frá veru hans i hernum, fyrst
..Sevastopol i desember'' og siðar
..Sevastopol i mai." Sú fyrri var þrungin
eldheitri ættjarðarást og hlaut þegar i
32