Heimilistíminn - 16.05.1974, Blaðsíða 22

Heimilistíminn - 16.05.1974, Blaðsíða 22
Utivinna — heimavinna? ÓENDANLEGT umræðuefni: Þær sem vinna úti tala um að hinar séu eins og gróðurhúsablóm án sambands við umheiminn eða ambáttir, sem sanni tilverurétt sinn meö heimabökuðum kleinum og jólakökum. Þær heima- vinnandi vekja hins vegar athygli á biðandi uppvaski, vanræktum heimilum og illa höldnum lykil- börnum. Að ekki sé talað um hjóna- bönd i upplausn, önnum kafnar eigin- konur og ástlaust andrúmsloft i kulda- legum stofum En: Margar konur vinna úti af þvi þær neyðast til þess. Það eru ekki aðeins þær, sem sjá einar fyrir heimili, sem þurfa að vinna fyrir hinu daglega brauði. Mörg heimili gera ráð fyrir tekjum eiginkonu til að peningar fáist fyrir meira en föstum útgjöldum. En er mögulegt að draga mörk milli þess. iklÐINNI sem nauðsynlegt er, og þess sem talizt getur óhóf? Er það óhóf að eignast betra húsnæði, þar sem börnin geta leikið sér og hafa eigin herbergi? Er það óhóf að fara með þau í ferðalög eða lofa þeim að stunda iþróttir? Er óhóf að veita þeim menntun? Eitt par af skóm er nauðsyn, en eru þá tvenn pör óhóf? Ofan á erfiðleika þeirrar móður, sem neyðist til að vinna úti, er óþarfi að bæta samvizkukvölum vegna þess að þurfa að yfirgefa börn og heimili. Lif lykilbarna getur verið skemmtilegt og brosandi, og börn á dagvistunar- stofnunum læra ýmislegt, sem þau hafa ekki möguleika á að læra heima hjá sér. Þau hafa mun betri möguleika á að þroskast innan um önnur börn og öll þau leikföng og tæki, sem þau kynnast. Mörg af aðlögunarvanda- málum barna mér rekja til sambýlis- vandamála foreldranna. Sá, sem á sér tvenns konar umhverfi, tekur minna eftir þvi, þó að jarðskjálfti verði á öðrum staðnum. Of mikil verndun, smámunasemi, metnaður, eftir- rekstur og óþolinmæði á heimilinu getur flokkast undir verri misþyrm- ingar en þær, sem skilja eftir kúlur og marbletti. Hversu oft varpa ekki óánægðar, eirðarlausar og ör- vinglaðar mæður byrði sinni ábörnin? En þegar talað er um þetta, má ekki gleyma þvi, að maðurinn — allra sizt börn — lifir ekki á brauði einu saman. Þaö kemur heldur ekkert í stað góðs sambands við móðurina, og ef það er fyrir hendi, getur það komið i stað margra dýrra hluta. Tilfinningalegt samband er sterkara og þýðingar- meira eftir þvi sem barnið er yngra. En hvað er þá góð móðir? Fyrst og fremst móðir, sem er i jafnvægi, ánægð móðir, sem alltaf hefur tima af- gangs og er i góðu skapi. Þess vegna eiga mæður að vera ánægðar, og feðurnir eiga að sjá um, að þær séu það. Það sem er á vogarskálunum er ekki annaðhvortheimavinna eða úti- vinna, heldur hvernig bezt jafnvægi náist. Það er ekkert vist, að heima- vinnandi húsmóðir með nógan tima og óánægju sé betri en útivinnandi hús- móðir með lftinn tima og létta lund. Hægt er að spara mikla gremju, með þvi að viðurkenna, að allir hlutir hafa bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar. Einnig má gera sér grein fyrir þvi, að flestar húsmæður neyðast til að vera i þeirri aðstöðu, sem þær eru — án þess að hafa möguleika á nokkru öðru. 22

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.