Heimilistíminn - 16.05.1974, Blaðsíða 43

Heimilistíminn - 16.05.1974, Blaðsíða 43
— En...hvers vegna hjónaband? Þá yröi hún þó bundin þessum ókunnuga manni. — Ég vil ekki taka þig með yf ir hálfan hnöttinn án þess öryggis og þeirrar stöðu, sem hjónaband veitir þér. Hann var mjög ákveðinn. — Þetta er allt svo óvænt, hún vissi að þessi orð voru heimskuleg — Ég á við, ég bjóst alls ekki við neinu i þessa áttina, ég verð að fá tíma til að hugsa um það. Þegar allt kemur til alls, veit ég ekkert um þig- — Ég geri mér grein f yrir því. En ég er viss um að frænka mín er meira en f ústil að segja þér, hvað ég sé eftirsóknarverður piparsveinn. Rödd hans varð bitur. — En þú færð ekki langan tíma til að ákveða þig, því við þurfum að gera hundrað hluti. Vega- bréf ið þitt, f lugfarið, giftingin. Síðasta orðið hljóm- aði undarlega í eyrum hans. Fyrir þremur klukku- stundum hefði það verið álíka f jarstæðukennt og ferð til Júpíters. — Það þarf að bólusetja þig og þess áttar. Þig vantar föt, en við getum alveg eins keypt þau í Sidney, þegar við komum þangað. Hann hélt iengi áfram svona, reyndi að s^nnfæra hana, falaði um allar góðu hliðarnar á málinu. Janet hlustaði og hún var ekki svo heimsk, að hún gerði sér ekki grein fyrir að þetta líf hafði líka sínar neikvæðu hliðar. En hún greip aldrei fram í fyrir honum og þegar hann sneri sér að henni, sat hún og horfði út í bláinn með næstum óttasvip á fölu andlitinu og hann fékk snertaf samvizkubiti yfir því, sem hann hafði gert. — Ég veit, að þetta er eins og áfall fyrir þig, sagði hann vingjarnlega — En mér þætti verulega vænt um, ef þú segðir já. Þú færð tíma til að hugsa um það til morguns. Hann leit á úrið sitt og blístraði. — Veiztu að klukkan er farin að ganga eitt? Göturnar voru auðar og Ijósin slökkt í húsunum andspænis þeim. Janet stóð upp. Nú hefði konan sem leigði henni áreiðanlega eitthvað að segja um, hvað hún kæmi seint heim ef hún yrði svo óheppin að hitta hana. Þá datt henni í hug, að ef hún giftist Neil, þyrfti hún aldrei framar að hafa áhyggjur af nöldrinu í konunni og heldur ekki að þjást vegna fýl unnaraf soðnu káli í Mávakaffi á morgnana. Janet hataði soðið kál. Hann gekk við hlið hennar eftir götunni og þau þögðu bæði. Janet var varla með sjálfri sér. Þetta einkennilega bónorð gat ekki átt við hana, henni fannst næstum eins og hún hefði verið að hlusta á leikrit í útvarpinu. En hann gat ekki verið neinn svikari þessi maður, fannst henni. Hann gat ekki verið kvæntur, frænka hans og frændi voru virðingarvert fólk og mættu áreiðanlega ekki vamm sitt vita i neinu og auðvitað mundi hann segja þeim frá áætlunum sínum. Það var ýmislegt ágætt við þetta allt saman, hversu undarlegt sem það nú annars var. Hún leit á manninn, sem gekk við hlið henni. Sterkmótuð hakan stóð f ram og hann var með dauða pípuna milli framtannanna. Hvernig maður var þetta eiginlega? Yrði hann henni góður, ef hún færi með honum yfir hálfan hnöttinn? Hún hlaut að vera galin að hugsa yf irleitt um þetta. Auk þess hafði hún aldrei komið út fyrir landsteinana og þaðan af síður upp í flugvél.... — Er simi þar sem þú átt heima? sagði hann allt í einu og rauf hugsanir hennar. Hún kinkaði kolli. —Þá hringi ég klukkan átta í fyrramálið, ekki seinna. Hvað er númerið? Hún gaf það upp og hann nam staðar undir Ijósa- staur til að skrifa það niður í litla vasabók. Síðan héldu þau áfram áleiðis heim til hennar. Húsið gnæfði dökkt og drungalegt framundan. Neil nam staðar, þegar hún iagði höndina á hliðið. Svo hristi hann höfuðið. — Ég skil ekki að nokkur manneskja skuli geta búið í svona húsi, sagði hann. —Svona margar hæðir.... — Eru engar hæðir í þínu húsi? spurði hún. — Alls ekki. Þar er allt á einu gólfi. Það er stórt og kannski gamaldags að mörgu leyti, en það hef ur verið endurbætt gegnum árin. Herbergin eru stór og svöl á sumrin og úr þeim eru dyr út á veröndina. Þá datt honum eitt í hug, sem hann hafði ekki sagt henni: -Við ræktum okkar eigin ávexti, aprikósur, ferskjur, vínber, fíkjur. — Þetta hijómar eins og ávaxtamarkaður, sagði hún og hló kjánalega, að henni fannst. — Við ræktum allt grænmeti líka sjálf, eða réttara sagt gerðum það, áður en ég fór. Garð- yrkjumaðurinn sagði upp... Hann brosti.... —eftir að okkur lenti saman. Hann vildi að við lifðum á spínati og ég hata það. Við höfum nóg af kjöti, eggjum og mjólk....hann þagnaði og lækkaði rödd- ina. — Það er einhver að gægjast bak við giugga- tjöldin þarna uppi, næstum hvíslaði hann. Það er bezt að ég fari. Janet vissi, hvað frúin gat verið óþægileg. — Þú segir já, er það ekki? Rödd hans var áköf og það var eins og hann vildi raunverulega giftast henni. -Ég hringi snemma i fyrramálið eins og ég lofaði. Þú mátt ekki bregðast mér. — Ég skal hugsa um það eins og ég lofaði. En þú verður að viðurkenna, að þetta er áreiðanlega 43

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.