Heimilistíminn - 17.04.1975, Síða 3

Heimilistíminn - 17.04.1975, Síða 3
Kæri Alvitur. Mig langar til að biðja þig að svara eftirfarandi spurningum: 1. Er nokkuð til i þvi, að húðhreinsiefn- ið „Phaisohex” sé skaðlegt? 2. Hvaða ráð telur þú bezt gegn bólum og feitri húð? 3. Þarf að uppfyiia einhver skilyrði til að komast í Fósturskólann? 4. Hvað lestu úr skriftinni og hvai heldurðu aö ég sé gömul Sakiaus sveitastúlka. 3var: Siðari hluti nafnsins bendir til að i þessu sé efnið „Hexachlorophene” en fyrir nokkrum árum létu visinda- menn það út ganga, að það efni gæti valdiö krabbameini. 2. Hreinlæti fyrst og fremst, en lika er gott að forðast feitan mat. 3. Inntökuskilyrði i Fósturskólann er stúdentspróf eða gagnfræðaprófa að viðbættu tveggja ára námi. 4. Úr skriftinni les ég að þú hafir sjálfstraust, sért reglusöm og vand- virk og unnir öllu fallegu. Alvitur. Elsku bezti Alvitur!! Ég þakka þér fyrir gott og skemmti- legt blaö, sérstaklega framhaldssög- una og skritlurnar, sem ekki eru af lakara taginu. Ég ætla að biðja þig að svara nokkrum spurningum fyrir mig. Hér koma þær: 1. Iivað er Donny Osmond gamall? 2. Hvað heita öll systkini hans. 3. Geturðu ekki birt mynd af ABBA á popp-siöunni og sagt mér eitthvað um þau? 4. Hvernig eiga tvö naut, strákur og stelpa ■, saman? En nautsstelpa og fiskastrákur? En nautsstelpa og stein- geitarstrákur? 5. Hvað heldurðu að ég sé gömul? Mannýgt naut! svar: 1. Donny Osmond er fæddur 9. desember 1957 og er þvi 17 ára núna. 2. Systkini hans eru Virl og Tommy, sem syngja ekki, Alan, Wayne, Merill, Jay, Jimmy og systirin Marie, en hún er næstyngst. Bræðurnir eru hér taldir í réttri aldursröð. 3. Það hefur lengi verið i ráði að fjalla svolitið um ABBA og þau koma bráð- lega. 4. Tvö naut eiga margt sameiginlegt, m.a. þrjósku og þvi verður annað að læra að láta undan. Nautsstelpa getur orðið verulega ánægð með fiskastrák, ef hún sættir sig við draumóra hans. Steingeitarstrákur er ágætur fyrir hana, en stundum finnst henni hann svolitiö seinn til hlutanna. 5. Ég held að þú sért 13 ára. Alvitur. Alvitur gaf rangt svar i siðasta biaði um verð á skeilinöðrum. Það rétta er að Honda ss 50, árgerð 1975 kostar 105,750 krónur og mun kosta það fram eftir sumri. Hitt var rétt, að Suzuki 50 kostar 110 þúsund. Við biðjum alla aðila velvirðingar. Nýr greinarflokkur I næstu blööum sláumst víð i för með erlendum blaðamönn- um og landkönnuðum og heim- sækjum lönd og landsvæði, sem hinn almenni ferðamaður litur yfirleitt ekki augum. Greinaflokkur þessi nefnist „Utan alfaravegar" og við hefjum fyrsta ferðalagið á næstu síðu. AAeðal efnis í þessu blaði:. Utan alfaravegar: Danakil ...............bls4 Spé-speki ............................. — 7 Inf lúenza á misvíxl, smásaga ......... — 8 Síðustu f rumbyggjarnir................ — 11 Pop-The Guess Who ..................... — 12 Fidi, gráðugi hlébarðinn, barnasaga.... — 13 Hvaðveiztu?..........‘................. — 16 Einkastjörnuspáin ..................... — 17 Börnin teikna.......................... — 20 Eru þær eins? ......................... — 21 Föndurhornið: Sviffluga................ — 22 Heimsmeistari i spákúlublæstri ........ —23 Getum við læknað okkur með hugsun? .... —24 Sergeant Pepper orðiðsöngleikur....... — 27 Peysa með boltamynstri ............... — 29 Eldhúskrókurinn, Eggjakaka ........... — 30 Pabbi, mamma og börn, frh.saga barnanna— 33 Endurf undir, frh.saga .......;....... —35 Ennfremur krossgáta, Alvitur svarar, penna- vinir, skrítlur og fleira. Forsiðumyndin er af malbikun í Reykjavík. Húsið er Hnitbjörg, listasafn Einars Jónssonar. Ljósm. Gunnar V. Andrésson. 3

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.