Heimilistíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 5

Heimilistíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 5
Glgurinn Ieldfjallinu Erta Ale að innanverðu. Þarna er hraunið alltaf fljótandi. lækkuðum við flugið niður að tindi Erta Ale og þarna yfir seigfljótandi hraun- lækjunum fannst okkur við hafa uppgötv- að leyndardóminn um upphaf sköpunar- verksins. Við héldum áfram að lækka flugiðoghækka,og fljúga I hringi, en þeg- ar flugmaðurinn spurði, hvort við værum búin að fá nóg, kinkuðum við kolli. Nokkrar sekúndur liðu, og flugvélin, sem var tveggja hreyfla Cessna 185, féll skyndilega niður eins og steinn. Allt laus- legt innanborðs, skiftilyklar, myndavél- ar, hljóðneminn á loftskeytatækjunum. Sykurský steig upp úr karinu, sveif upp. I loftið og hentist um, þegar vélin tók líka að sveiflast til hliðanna. Flugmaðurinn var á að sjá eins og hann væri að temja kolvilltan hest. Skyndilega stöðvaðist vél- in með rykk. Einhver sagði, að við hefð- um verið heppin að vera með beltin spennt. Auðvelt var að útskýra atburðinn. Loftstraumarnir, sem stiga upp vegna hitans i gignum, skapa aðra strauma, sem fara hratt niður á við til að fylla út i tómarúmið. Við höföum lent i einum slik- um. Tiu metrar i viðbót og Danakil hefði gleypt okkur. Erfitt ferðalag Hvar er Danakil? Við vitum hvað tungl- ið er og hvar það er statt, en við vitum nær ekkert um Danakil, tunglið á jörðinni, miklu fallegra tungl er fylgifiskur okkar úti i geimnum. Hluti af Danakil er i Eri- treu og afgangurinn i Eþiópiu. Lengdin er 400 km. og flatarmálið 50 þúsund ferkm. Staðurinn er á milli hásléttu Eþiópiu og Rauðahafsins. Hvers vegna er þetta landssvæði kallað tunglið? Einu sinni i fyndinni var Danakil hluti af Rauðahafinu, en siðan myndaðist kúla á jörðina, sem skipti Rauðahafinu i tvennt. Annar hlutinn var áfram tengdur úthafinu, en hinn ekki. Siðan gufaði sjór- inn upp af lokaða hlutanum og árnar gátu ekki veitt vatni þangað i staðinn, þvi þær þornuðu upp eða leituðu annarra farvega. Þegar landið þornaði, fékk það sérein- kenni. Þar sem þetta hafði verið hafsbotn, lágu neðstu svæðin um 160 m undir sjávarmáli og auk þess var þykkt lag af saltsteini yfir öllu þar niðri, sums staðar allt að 100 metrum á þykkt. Ef til vill vegna mikils misgengis jarö- laganna, mynduðust enn ný séreinkenni, eldfjöllin, hraunið og jarðskjálftarnir. Það vantar þrátt fyrir allt ekki vatn I Danakil, en það kemur upp úr þessum eldfjallajarðvegi og er heitt og brimsalt. Þess vegna er geysimikið salt að fá I Danakil. Landslagið á hinu eiginlega tungli er lítilfjörlegt i samanburði við landslag I Danakil. En þangað er ekki auðvelt að komast. Oftar eru teknir krókar á flug- leiðirnar, eitthvað inn yfir svæðið, eða flogið yfir útjaðrana, þar sem minnst sést af tungllandslaginu. Ef maður ætlar að skoða sig vel um þarna, þarf maður að hafa tima, þolinmæði, hestaheilsu, bila með drifi á öllum hjólum, vatn, eldsneyti og vistir. Stundum kemur fyrir, að allt þetta næg- ir ekki og má nefna.að stundum verður að ryðja sér veg með þvi að færa til steina úr klettum, sem hafa oltið á veginn, siðan seinast var farið um hann. Þetta er vegurinn frá hásléttunni til Macallé og hann liggur inn I tungllandslagið i Dallól. Þar sér maður kristalla, gjár og eitthvað, sem llkist jökulbreiðum, en er i rauninni svo heitt, að hægt er að spæla egg á þvi. Auk þess má alltaf búast við hitabeltis- regni, þannig að maður ekur út af eða vill- ist gjörsamlega. Þegar ekið er yfir sand- Kritarsúlur I Dallól. slétturnar, sem virðast ósköp sakleysis- legar að sjá, hleðst oft salt utan á bilana og rigni smýgur hvit leðja alls staðar inn. Þetta er svo hvimleitt, að þrifa verð- ur bilana strax, ef maður á ekki að halda áfram gangandi. Könnun landsins Auk þessa þarf helzt að hafa einkaflug- vél og óhræddan, duglegan flugmann. Saltslétturnar lita út eins og óendanlegur H 5

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.