Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 17.04.1975, Qupperneq 8

Heimilistíminn - 17.04.1975, Qupperneq 8
gan Inflúenza á misvíxl ÉG var ekki beinlínis i sólskinsskapi kvöldið, sem ég hitti Judy Parker. 1 fyrsta lagi hafði útgefandinn hafnað seinustu bók minni. — Hún getur orðið ágæt, Steve, sagði hann, — en þú verður að vinna hana betur. Ég held að það sé ekki gott fyrir þig að einangra þig uppi i sveit. Farðu til borgarinnar, skemmtu þér — farðu út með stúlkum. I öðru lagi kom ég of seint i lestina, sem gengur beint heim, svo ég varð að biða eftir annarri lest i rúma klukkustund á auðri brautarstöð i hráslagaþoku. Og eins og það væri ekki nóg, var svo Iskalt i klefanum þegar Iestin loksins kom. Sem betur fór hafði ég skilið bilinn minn eftir á stöðinni heima, svo ég komst að minnsta kosti hjá þvi að ganga siðasta kilómetrann. Ég var eini farþeginn, sem fór úr lest- inni. Meðan ég gekk eftir brautarpallin- um, tók ég eftir einhverjum, sem bankaði I gluggann á einum vagninum og rödd hrópaði: — Hjálp! Hleypið mér út! Ég gekk að vagninum og opnaði dyrnar. Manneskja vafin inn f þykkan vetrarfatn- að næstum datt út. — Kærar þakkir! Ég er svo loppin að ég gat ekki opnað lásinn. Inni i öllum þessum fötum var ung stúlka. Hún var klædd þykkum karl- mannsfrakka. Ermarnar voru brotnar upp, en ég sá þó ekki hendur hennar. Á fótunum hafði hún heljarstór gúmmistig- vél og prjónahúfan náði næstum niður að nefi. Um hálsinn var miklum trefli marg- vafið, þannig aö ekkert sást af andlitinu nema óljóst i augun. Ég undraðist að hún skyldi yfirleitt sjá nokkuð. Ég gekk af stað og hún við hliðina á mér I stóru stigvélunum og spuröi hvort ég ætlaöi i áttina að gömlu myllunni. — Ég fer þar framhjá, svaraði ég og hún andaði ótt og titt. — Hefurðu nokkuð á móti að ég veröi samferða? Það er leiðin- legt að ganga einn i þessu myrkri og þoku... 8 Ég átti ekki annars úrkosta en bjóða henni að sitja i, en ég gat ekki stillt mig um að segja aðhún tæki áhættu þegar hún bæði ókunnan mann að verða samferða sér eftir dimmum sveitavegi. — Ö, ég myndi heldur ekki spyrja hvem sem er, svaraði hún og hafði ekkert ferkar að segja um það. Saman lögðum við af stað út i nóttina. Þokan myndaði geislabaug um per- urnar i ljósastaurunum og það brakaði I isnum, þegar ég steig ofan i frosinn poll á leið aö bilnum. Stúlkan ræskti sig og stakk höndunum inn i ermarnar eins og hand- skjól. — Það er sannarlega kalt, sagði hún, og bætti við: — Annars heiti ég Judy Parker. —■ Ég heiti Mitchell. — Þú ert kannski Steve Mitchell, rit- höfundurinn, sem á heima i gamla, nota- lega húsinu handan við mylluna? — Já, það er ég. — Skrýtin tilviljun. Frænka var aðtala um þig um daginn, einmitt á sama andar- taki og miðstöðin bilaði, svo ég gleymi ekki nafninu fyrst um sinn. Ég skildi ekki almennilega samhengið i þessu en innti hana ekki eftir þvi. Þegar við ókum út af stöðvarsvæðinu, kveikti ég á miðstöðinni i bilnum og Judy hélt hönd- unum að heitu loftinu. Hún dæsti af vellið- an og neri kalda fingurna. Þokunni var að létta og við sáum hrim- aða runna og kræklótta trjáboli meðfram veginum I bjarma billjósanna. — Þú nefndir mylluna, sagði ég. — Býrðu I grenndinni? — Ég bý hjá frænku minni i húsinu við hliðina. Ég er þar ein núna, þvi hún þurfti að fara til Manchester. Þegar ég spurði hana, hvort hún hefði þekkt gamla sérvitringinn, sem bjó þar áður, sagði hún, að hann hefði verið fjar- skyldur ættingi frænku sinnar og arfleitt hana að húsinu. — Verlings maðurinn, hann hafði vist ekki haft það mjög þægi- legt um dagana. Húsið leit illa út og það tók margar vikur fyrir frænku að koma einhverju lagi á það. Hún var rétt búin að koma sér fyrir, þegar ég kom i heimsókn og þá bilaði miðstöðin. Þilikt amstur! En þetta var ekki allt. 1 miðju kafi kom skeyti frá ættingjum i Manchester, sagði Judy. Þar lá öll fjölskyldan i inflúenzku og þau báöu frænkuna að koma og hjálpa upp á sakirnar. — Veslings Dóra frænka, hún vissi ekki, hvað hún átti að gera, hélt Judy áfram. — Henni fannst hún verða að fara til Manchester, en vildi ekki skilja mig eftir eina I köldu húsinu heldur, eink- um þar sem ég var komin til að safna kröftum. — Safna kröftum? — Já, ég var nefnilega lika með þessa hræðilegu inflúenzku, skilurðu. Hún fer alveg meö mann. En svo höfðum við uppi á pípulagningamanni, sem lofaði að koma daginn eftir og frænka gat farið með sæmilegri samvizku. — Þá er lfklega allt i lagi núna? — Nei, hún yppti öxlum. — Pipu- lagningamaðurinn lagðist nefnilega lika I flensuna. Konan hans hringdi og sagðist ætla að reyna að ná I annan, en siðan eru þrir dagar og ennþá hefur enginn komið. Ég leit skefldur á hana. — Hefurðu þá verið i köldu húsinu i þrjá daga? — Það er gasofn i stofunni, en hann get- ur varla haldið hita á fugli. Þess vegna fór ég I bió I kvöld, en það hlýtur að hafa verið eitthvað að hitanum þar lika. Hún byrjaði að hlæja. — Veiztu hvaöa mynd ég sá? Ferð Scotts til Suðurskautsins! Mér fannst ég vera eins og klakadröngull, þeg- ar ég kom út. Auövitað hefði ég átt að bjóða henni heim með það sama, en það voru þessar breytingar, sem ég þurfti að gera á bók- inni. Ég varð að vera einn og I friði, þegar ég vann. — A frænka þin ekki einhverja vini, sem þú getur farið til? spurði ég bjart- sýnn. — Nei, hún er rétt flutt hingað. En það er óþarfi að hafa áhyggjur, bætti hún spotzk við. — Það kemur áreiðanlega pipulagningamaður i fyrramálið. Nú gnæfði gamla myllan yfir umhverfiö framundan og við hliðina á henni stóð grátt steinhús. Judy staröi út um glugg- ann og sagði eilitið titrandi röddu: — Þetta er eins og sviðsmynd úr hryllings- kvikmynd ekki satt? — Ertu hrædd? Viltu að ég fylgi þér inn?

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.