Heimilistíminn - 17.04.1975, Síða 10

Heimilistíminn - 17.04.1975, Síða 10
stofunni. Á einni klukkustund hafði mér ekki tekist að gera meira en þrjár vél- ritaðar síður og þær alls ekki góðar. Æst- ur reif ég þær i tætlur. Einmitt þá var bar- ið varlega að dyrum. Það var Judy. — ó, sagði hún og leit skelfd á mig. —Mér þykir það leitt, en ég var svo upptekin af að taka upp lykkjur, að ég tók ekki eftir þvi hvað hundurinn þinn var að gera. Hann er bUinn að naga stórt gat á annan inniskóinn þinn. — Hundur! Ég á engan hund! — óóóó! Augu hennar þöndust Ut, en svo sneri hUn sér við og horfði á stóra, loðna hundinn, sem birtist i dyrunum. — Hann stóð fyrir utan og kvartaði, svo ég hleypti honum inn. Ég hélt að hann ætti heima hérna, sagði hUn lágt. — Nei, til allrar hamingju á ég hann ekki. Þetta er áreiðanlega flækingshund- ur. Fyrir nokkrum dögum læddist hann inn i eldhUs og stal kjUklingalæri, sem ég ætlaði aðhafa i hádegismatinn. Ég skip- aði honum Ut, en hann vildi ekki fara, hljópbara umogvelti fyrir mér kollinum, þar sem ég hafði lagt handritið mitt og það fór i hrUgu á gólfið. — Út, þrumaði ég og nU hlýddi hann. Ég skellti aftur hurð- inni á eftir honum. —-Mér þykir þetta leitt, sagð Judy lágt og beygði sig eftir örkunum. — Láttu þær liggja! Láttu mig svo vera i friði til að vinna. Skömmustuleg á svip stóð hUn upp og fór aftur inn i stofuna. Ég stóð kyrr dálitla stund, en fór svo á eftir henni. HUn stóð i forstofunni og var að fara i dUðurnar. — Hvert eru að fara? spurði ég. — Út að leita að hundinum. Ég mundi allt i einu að hann var ekki með neitt háls- band. Kannske er hann heimilislaus. Ég lét hana fara, en eftir á fannst mér ég regluleg skepna. En nU var mér ómögulegt að gera neitt. Þegar klukkan var orðin sex, fór ég i utanyfirföt og gekk niður að gráa húsinu við gömlu mylluna. HUsið var koldimmt að sjá og enginn svaraði, þegar ég bank- aði. Ég gat ekkert sofið um nóttina og það var ekki aðeins slæmri samvizku að kenna. Ég var áreiðanlega bUinn að fá inflúensu. Þegar ég reyndi að fara á fætur um morguninn, var rétt svo að fæturnir gátu borið mig og það dunaði i höfðinu á mér. Mér tókst að kveikja upp og var búinn að setja kaffivatnið yfir, þegar ég heyrði geit Uti fyrir. Ég gægðist eftirvæntingar- fullur Ut, en hundurinn var einn. Hann dillaði rófunni og sleikti á mér höndina, þegar ég opnaði dyrnar. — Ég skil ekki hvernig þU þorir að láta sjá þig hér, tautaði ég. — En þú mátt koma inn þrátt fyrir skóinn. Ég lét fallast uppgefinn niður i hægindastól og hundurinn lagði hausinn á hné mér, eins og hann skynjaði að ég væri veikur. Allt i einu sperrti hann eyrun, hljóp Ut að glugganum, setti lappirnar á karminn og gelti. Það var Judy sem kom. Hún baðst afsökunar á að trufla, en sagðist hafa hleypt hundinum Ut, en misst hann. HUn hafði rakið slóð hans hingað.. — En...ertu veikur? sagði hUn og leit á mig með með- aumkun. — Þú ert vesældin uppmáluð. — Ég held að ég sé búinn að fá flensuna, svaraði ég og sárvorkenndi sjálfum mér. Frá þvi andartaki tók hún að sér stjórn- ina og ég mótmælti ekki. Mér fór að skilj- ast.aðþetta var sjUkdómur, sem gat verið erfiður hverjum sem var. Ég hlýt að hafa haft óráð öðru hverju. Ég sá Judy fyrir mér í hvftri peysu, sem náði henni niður á ökla. HUn gekk i fararbroddi hóps stórra hvitra hunda i gúmmistigvélum og með trefla um hálsinn. Þegar ég kom loks til sjálfs min aftur, flæddi sólarljósið inn i herbergið og Judy sat við hliðina á rúminu og prjónaði. —• Halló, sagði ég og varð hissa þegar rödd min hljómaði aðeins eins og hvisl. — Ó, ertu loksins vaknaður? Hvernig liður þér? — Illa. Hún lagði svala hönd á ennið á mér. — En þú ert orðinn hitalaus og það er gott. — Hvar er Bistro? — Bistro? Hún lagði höndina aftur á ennið á mér. — Hundurinn. — Ó, ég kalla hann bangsa. Hann er úti, en hann kemur aftur. Hann hefur setið hér af mestu tryggð siðustu tvo dagana. — Tvo daga? Ég starði á hana. — Ætl- aröu að segja mér, að ég hafi legið hér i rúminu I tvo daga? Hefur þú hugsað um mig? — Læknirinn kom og sagði mér hvað ég ætti að gera. En nU máttu ekki tala meira. Ég skal bUa til einhvern mat handa þér. Mér batnaði smátt og smátt. Þetta var þægilegur timi. Næstu dagana lærði ég sitt af hverju um Judy. Hún sagði mér frá vinnu sinni á skrifstofu og frá móður sinni, sem hafði gift sig aftur eftir tiu ára ekkjustand. — Það var svo rómantiskt, sagði hún með dreymandi augu. — Bill bjargaði henni frá gráum hversdagsleikanum og nU eru þau i brUðkaupsferð einhvers stað- ar I Grikklandi. Fjórða daginn, sem ég var hitalaus, gerði ég mér grein fyrir að ég var orðinn ástfanginn af henni. Við höfðum farið i langa gönguferð yfir akrana, þvi snjórinn var að mestu farinn aftur. Vindurinn blés hressilega og mér leið vel og var i góðu skapi. Þegar við komum aftur, settumst við viö arininn og töluðum um bókina. — NU veit ég loksins, hvað er að henni, sagði ég. — Söguhetjan er alveg liflaus. Alveg eins og ég. Ég hef einangrað mig og misst sambandið við lifið. — Láttu mig vita, þegar bókin kemur Ut, sagði hUn. — Mig langar að kaupa eitt eintak. — Ég skal senda þér hana, sagði ég og fékk sting i brjóstið. Ég horfði á ljósa höfuðið, sem var beygt yfir prjhana og reyndi að gera mér i hugarlund, hvernig yröi hér þegar hún sleppti af mér hend- inni. Ég gat varla hugsað mér það. Allt I einu var bankað á Utidyrnar og Judy stökk á fætur. Ljómandi af gleði kom hún inn aftur og sagði að pipulagn- ingamaðurinn langþráði væri loksins kominn til að gera við miðstöðina. Judy fór með honum niður i húsið við mylluna. Það var orðið dimmt, þegar hUn kom aftur. Nú var hún búin að skipta á vetrar- frakka frænda sfns og gúmmlstigvélunum og fallegum siðbuxum og stuttum vatt- jakka utan yfir græna peysu. Hún var indæl á að lfta. — Jæja, þá er það búið, sagði hún. — En ég má ekki kveikja upp fyrr en á morgun, það er eitthvað sem þarf að þorna fyrst. NU skal ég bUa til te handa okkur, Steve. Viö drukkum teið þegjandi. Eftir dá- góða stund spurði ég: — Um hvað ertu að hugsa? — Ég er bara að hugsa um Jim, pfpu- lagningamanninn. Við áttum athyglis- verðar samræður um ástina. Við urðum sammála um að hægt er að verða ástfang- inn á tvennan hátt. Annað hvort i einu vet- fangi eða að komast að þvi smátt og smátt. Það var orðið dimmt Uti og þótt eldur- inn logaði glatt i arninum, fannst mér allt i einu dimmt og dapurlegt f stofunni. Svo sagöi hUn: — Jim sagði að sér hefði ekki einu sinni likað vel við stúlkuna, fyrst þegar hann hitti hana, en nú væri hann svo ástfanginn, að hann vissi ekki í hvorn fótinn hann ætti að stíga. Mér létti ósegjanlega og ég fór að hlægja. — Ég sem var farinn að halda, að þið hefðuð fundið hvort annað yfir mið- stöövarrörunum. — Hvernig gastu haldið það, Steve? Dökku augun störðu á mig. ~ — Vegna þess.... að þU varst svo ást- fanginn að sjá, þegar þU komst aftur. — Ég er ástfangin, sagði hUn lágt og horfði dreymandi augum inn i logana. Það tók að hamra i gagnaugunum á mér. —Judy, þér hlýtur að hafa fundist ég hræðilegur maður I upphafi, byrjaði ég óstyrkur. — Ég var I illu skapi kvöldið sem við hittumst og svo rak ég Bistro út i snjóinn og.... — Vitleysa. Þú hefur verið svo góður. ÞU lofaðir mér að koma hingað og þU rakst ekki Bistro Ut, þegar hann kom i seinna skiptið. NU gat ég ekki bara setið þarna og horft á hana lengur. Ég gekk til hennar og dró hana varlega að mér. — Judy, ég elska þig, datt út úr mér. — Ég er hræddur um að ég sé samt ekki sú manngerð, sem get- ur bjargað stúlku frá gráum hversdags- leikanum, en... — NU ertu aftur með vitleysu! Augu Framhald á bls. 38 10

x

Heimilistíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.