Heimilistíminn - 17.04.1975, Side 11

Heimilistíminn - 17.04.1975, Side 11
Síðustu frumbyggjarnir snúnir til menningarinnar SÍÐUSTU frumbyggjar Astraliu hafa gefiö upp á bátinn lif sitt úti i náttúrunni I Gibson-eyðimörkinni i Vestur-Astraliu. ÞaB voru raunar aðeins fimm eftir af þeim, tveir ungir menn, tveir fullorðnir karlar og 45 ára gömul kona sem leit út eins og 65 ára. Það var einmanaleikinn, sem neyddi þau til að leita til stöðva Sjöunda dags aðventista i Wiluna, en ekki matar- skortur. Það var næg veiði, nú þegar allir hinir voru farnir, bæði af eölum, slöngum villihundum og einnig boröaði fólk rætur. Allir héldu að ekki væru fleiri- frumbyggjar eftir i eyðimörkinni, þegar fimm mannverur sáust á gangi úti við sjóndeildarhring gegn um hitamóðuna. AB baki höfðu þau 30 kilómetra ferðalag yfir brennheitan sandinn. Yew, um það bil 17 ára, gekk fremstur. Hann lyfti búmerangi sinu sem friðar- tákni, gekk siöan að yfirtrúboöanum, greip með vinstri hönd olnboga hans og lagði vinstri olnbogann á sér i útíétta hönd trúboöans. Teberu, um það bil 15 ára, var ófram- færnari. Hann var blindur á öðru auga og hafði igerð i þvi. En hann hafði mikinn áhuga á öllu sem hann sá, þó hann heilsaöi hvitu mönnunum ekki eins hjartanlega og bróðir hans. Fullorðnu mennirnir, Tijina og Tijipiri, héldu sig lika i fjarlægð. Tömdu dingóarnir þeirra þefuðu um allt i stöðugri leit að mat. Þeir eru notaðir sem veiöihundar og til að hita mannfólkinu I eyðimerkurkuldanum á næturnar, þar sem menn og dýr sofa þétt saman. Annar hundurinn fann á sér, að tilveran væri eitthvað að breytast og tók að ýlfra. Andlit Tijians bar merki 60 eða 70 ára dvalar i eyðimörkinni sem veiðimanns, en ekki var hægt aö sjá á honum að hann kæmi úr langri og erfiðri gönguferð... Vöðvarnir voru stinnir og hnykluðust undir húðinni og ekki var eitt gramm af aukafitu á likama hans. Kona Tijipiris birtist. Hún var nakin þegar frá er talið herðasjal. Hún lyfti sjalinu og sýndi viðstöddum þrjá litla dingóhvolpa, sem hún hafði á brjósti. Þessi litli hópur frumstæðra mannvera fær vikupeninga frá ástralska rikinu, ásamt miklum mat, að þeim fimmmenningum finnst. 1 fyrsta sinn á ævinni fá þau nú allt það kjöt sem þau geta i sig látið. Ungu mennirnir munu spjara sig. Þeir eru enn nógu ungir til að þjóðfélagið geti gleypt þá. En eldra fólkið deyr. Það getur ekki aðlagðað sig nýjum lifnaðarháttum. En nú er eyðimörkin of stór og eyðileg fyrir það. Þau komu bara með vegna ungu piltanna. Deleba, kena Tijlplra hefur þrjá dtngdhvotpa á brjéstl. Tijina horfir á barnabarn sitt kasta spjóti. 11

x

Heimilistíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.