Heimilistíminn - 17.04.1975, Page 14

Heimilistíminn - 17.04.1975, Page 14
— En Kalulu og Kamba eru vinir okkar, sagði Chili. — Þú getur ekki gert þeim mein. Það hafði oft gerst, þegar hlébarðabörnin voru sérstak- lega svöng, að hérinn og skjaldbakan höfðu komið með rætur og ber handa þeim. Stöku sinnum höfðu þau meira að segja verið barnfóstrur, meðan Chili var úti á veiðum, þvi Fidi fór sinna eigin ferða og kom sjaldan heim með nokkuð matarkyns. — Vinir eða ekki vinir, sagði hann fyrirlitlega. — Ég er svangur og mig langar i mat! Svo gekk hann út á slétt- una. Chili vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Hún gat ekki látið hann borða vini þeirra, bara af þvi hann var svo gráðugur og nennti ekki að fara norður á bóginn. Hún varð að hætta á að vara hérann og skjaldbök- una við, þótt hún vissi að Fidi yrði bálvondur ef hann kæmist að þvi. Um leið og Fidi var kominn úr sjónmáli, tók hún börnin með sér og hljóp af stað að leita að Kalulu. Hérinn sat á uppþornuðum trjábol og nag- aði gamla rót. — Halló, Chili, sagði hann. — Þú ert svei mér að flýta þér. Hvað gengur á? Vantar litlu skinnin rætur að naga? Ég held, að það séu nokkrar góðar hérna innan í. — Ó, Kalulu, þú ert svo góð- ur og vilt alltaf hjálpa, en ég er ekki komin til að biðja um mat. Ég ætla að aðvara þig. Hún laut höfði skömmustuleg og hérinn skildi, að hún vildi vara hann við Fidi. — Allt sem ég get sagt, er að þú og Kamba skjaldbaka eruð i hættu, sagði hún. — Þið verðið að forða ykkur héðan strax. — Svona, svona, sagði Ka- lulu. — Ég veit að þurrkarnir eru erfiðir, en þar sem svo margir vinir okkar eru farnir norður, getum við komist af hér, ef við förum varlega og skiptum bróðurlega, þangað til regntiminn kemur. — Ég get ekki svikið mann- inn minn, sagði Chili, — en ég verð að vara ykkur við. Verið svo góð að fara! Skynsami, litli hérinn vissi hvað Fidi var gráðugur. Fidi vissi lika að allir gátu fengið nóg, ef skipt var bróðurlega, en hann vildi ekki deila neinu með neinum. Hann vildi fá allt sjálfur. Kalulu skildi, að Fidi ætlaði að drepa þau til að seðja sitt eigið hungur. — Vertu ekki hrædd, Chili, sagði hann, — þú varst hug- rökk að þora að aðvara okkur, en við Kamba finnum eitt- hvert ráð. Við erum ákveðin i að komast af hér, sagði hann með áherzlu. Síðar um daginn hitti hérinn skjaldbökuna Kömbu. Hann sagði henni hvað Chili hafði sagt og svo sátu þau langa stund og hugsuðu. Hvernig áttu þau að leika á þennan vonda og gráðuga Fidi? — Við verðum að gefa hon- um ærlega ráðningu, sagði Kalulu. — Hann er vondur við alla og veslings Chili og börnin eru dauðhrædd við hann. Ég held næstum, að hann mundi éta sin eigin afkvæmi, ef hann yrði nógu hungraður. Kamba kinkaði dapurlega kolli. Hún var vitur, gömul skjaldbaka. — Já, en mér finnst, að við ættum að gefa Fidi eitt tækifæri enn. Það er litiö þorp hinum megin við sandhæðirnar, sagði hún og benti i áttina. — Þar eru margar hænur og ef við tækj- um tvær og skiptum þeim bróðurlega, ættum við öll að hafa nægan mat. — Áttu við að Fidi fái tæki- færi til að deila með okkur eins og vinur? spurði hérinn. — Jú, — Við verðum að veita Fidi ráðningu, sagði hérinn Kalulu við Skjaldbökuna Kömbu. 14

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.