Heimilistíminn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Heimilistíminn - 17.04.1975, Qupperneq 15

Heimilistíminn - 17.04.1975, Qupperneq 15
það hlýtur að vera hungrið, sem gerir hann svona gráðug- an og vondan. Kannske við gætum fengið hann til að gefa Chili og börnunum eitthvað af matnum sinum? Þau komu sér saman um að reyna og sólin var einmitt að setjast, þegar þau komu að helli Fidis. — Hvað nú? kallaði hlébarðinn. — Hvað viljið þið? Hann varð fyrir vonbrigð- um, þegar hann sá, hvað þau voru bæði vel á sig komin. Kalulu gæti hæglega hlaupið hann af sér og ef hann snerti skjaldbökuna, skriði hún bara inn i skelina þar til hann yrði leiður á að biða. Skjaldbökur geta verið ótrúlega lengi mat- arlausar. — Ég verð vist að biða með að éta þau, þangað til þau verða verulega máttfarin, hugsaði hann með sér. Upp- hátt sagði hann: — Komið ykkur burt og látið mig i friði! — Fidi, sagði Kamba lágt. — Við vitum um stað, þar sem nógur matur er handa öllum. Það er hús fullt af hænum. — Hænur? Fidi sleikti græðgislega út um. — Hvar er það? Segið mér það strax! — Við getum farið þangað i nótt, öll þrjú, ef þú lofar að taka ekki nema eina eða tvær hænur, sagði Kalulu. — Ef við tökum meira, fer fólkið i þorp- inu lika að vanta mat. Lofar þú þvi, Fidi? — Já, já, já, hvæsti hlébarð- inn. — Segið mér bara hvar þetta er. Svo sagði Kalulu honum frá hænunum i húsinu i þorpinu handan við sandhæðina. — Það er gat á girðingunni um- hverfis hænsnahúsið, sagði hann. — Þú kemst sennilega i gegn um það. Það var orðið dimmt, þegar hérinn, skjaldbakan og hlé- barðinn lögðu af stað. Þetta var langur spotti og Fidi var óþolinmóður vegna þess að Kamba gekk svo hægt. Loks komu þau þó til þorpsins og læddust að hænsnahúsinu. Varlega skriðu þau gegn um gatið á girðingunni, fyrst Fidi og siðan Kalulu, en Kamba komst ekki, svo hún stóð á verði fyrir utan. Auk þess var hún ekkert dugleg að veiða hænur. — Mundu, bara tvær hænur, Fidi! hvíslaði hérinn. — Ekki vera gráðugur! Eldsnöggt klófesti hérinn sina hænu og stökk út gegn um gatið aftur. — Fljótur, Fidi, við verðum að fela okkur, áður en hænurnar vakna, hvislaði hann i myrkrinu. — Iiahaha, ég sagði að visu tvær hænur, hugsaði Fidi með sjálfum sér og glotti i kamp- inn. — Kannske ég taki tvær með mér heim, en það verður ekki fyrr en ég er búinn að borða mig saddan sjálfur! Svo gleypti hann fjórar hæn- ur i hvelli. Siðan læddist hann um á hljóðlausum þófunum og át allar þær hænur, sem hann rakst á. Allt var kyrrt og hljótt og bráðlega var hann búinn að éta allar hænurnar i öðru hænsnahúsinu. — Það eru lik- Fólkið i þorpinu kom með spjót til að vinna á hænsna- þjófinum. lega fleiri i hinu, hugsaði hann og smeygði sér inn. En þar átti haninn heima og hann vaknaði i þvi að hlébarð- inn birtist. — Gaggagg gó! æpti hann og flögraði um með miklum látum. Nú varð lif i tuskunum! Fólkið i þorpinu vaknaði og kom með logandi kyndla og spjót inn i hænsna- garðinn. Fidi hljóp að girðingunni og ætlaöi að smeygja sér gegn um gatið. En hann gætti þess ekki að hann var búinn að éta svo margar hænur, að hann festist. Hann öskraði af reiði meðan afturfæturnir á honum voru bundnir saman með reipi og poka troðið yfir hausinn á honum. Áður en hann vissi af, var hann lokaður inni i trébúri utan við hænsnagarðinn. Búrið var gert úr sverum trjágreinum, sem bundnar voru saman. Greinarbút var stungið i læsinguna og hvernig sem Fidi reyndi, gat hann ekki ýtt honum úr. Auk þess var búrið svo litið, að hann gat hvorki snúið sér við né staðið uppréttur. — Kamba og Kalulu! vein- aði hann. — Komið og hjálpið mér! Hérinn og skjaldbakan höfðu falið sig i runnunum meðan lætin gengu um garð og nú heyrðu þau veinin i Fidi. Nú var fólkið visst um að hlé- barðinn væri tryggilega lokað- ur inni til morguns og var far- ið að sofa aftur. Hljóðlega læddust vinirnir tveir að búr- inu. — Þetta er sjálfum þér að kenna, hvislaði hérinn. — Ég sagði, að þú skyldir ekki taka nema tvær hænur! Nú er fólk- ið reitt af þvi þú ást nær allar hænurnar og það ætlar að drepa þig, þegar sólin kemur upp! 15

x

Heimilistíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.