Heimilistíminn - 17.04.1975, Page 19

Heimilistíminn - 17.04.1975, Page 19
Stjörnurnar hafa úthlutað þér einstæð- um hæfileikum, sem aðeins þarf að þroska á réttan hátt til að þú komist á tindinn. I rauninni hefurðu snilligáfu og ef til vill kemur hún í ljós, þegar á unga aldri. Ef þú vilt halda þinu, verðurðu að vinna stöðugt að þvi, aðeins þannig geturöu haldið frægöinni. Þú gleðst yfir lifsins gæðum og vilt gjarnan lifa þægilegu lifi, en þar sem þú ert mjög félagslega sinnaður, geturðú ekki fengið af þér að njóta gæðanna, nema aðrir geti það lika. Vafalaust verðurðu gagnrýndur fyrir félagshyggjuna, en kag* rýnin minnkar. Ef þú ert hógvær og diplómatiskur, verða hugmyndir þinar fljótlega viðurkenndar. Þú ert leiðtogi að eðlisfari, en ert ekki ráðrikur eins og margir leipðtogar. Þú ert svo tillitssamur, að þú vikur jafnan, ef þér finnst þú troða á rétti annarra. Stöku sinnum skortir þig ákveðni og vilt reyna að finna meðalveg fremur en valda ein- hverjum vonbrigðum. Afleiðingin verður oft ringulreið. Reyndu að ve*ra ákveðnari, þótt þú kunnir stöku sinnum að geta mistök. — Segðu mér, hvaö eigum við að vera lengi hérna? 19

x

Heimilistíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.